Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Háttsettur lögreglumaður snýr aftur þrátt fyrir að hafa sýnt lögreglukonu ofbeldisfulla hegðun

Hátt­sett­ur lög­reglu­mað­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu áreitti lög­reglu­konu mán­uð­um sam­an og sýndi henni of­beld­is­fulla hegð­un. Hann var sett­ur í tíma­bund­ið leyfi vegna máls­ins en er nú snú­inn aft­ur til vinnu og starfar á skrif­stofu lög­reglu­stjóra. Kon­an ósk­aði eft­ir flutn­ingi og er kom­in á aðra starfs­stöð. Hún hafi eng­an stuðn­ing feng­ið frá yf­ir­stjórn lög­regl­unn­ar.

Háttsettur lögreglumaður snýr aftur þrátt fyrir að hafa sýnt lögreglukonu ofbeldisfulla hegðun
Þegar lögreglumaðurinn og lögreglukonan unnu saman hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var sameignleg starfsstöð þeirra við Hverfisgötu í Reykjavík. Mynd: Golli

Einn af æðstu embættismönnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var settur í tímabundið leyfi fyrr á þessu ári. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við Heimildina í dag að maðurinn væri kominn aftur til starfa. Eitt af því sem var til skoðunar áður en hann fór í leyfi var ákvörðun hans um að taka kvenkyns undirmann sinn úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu.

„Stöðug skilaboð í gegn um samfélagsmiðla, stundum marga tugi á einni helgi“

RUV greindi frá því í kvöld að maðurinn hafi áreitt lögreglukonuna og sýnt henni ofbeldisfulla hegðun. Hann hafi valdið henni mikilli vanlíðan og ótta, auk þess sem valdaójafnvægið hafi verið mikið en hann var ekki aðeins í valdameiri stöðu en hún heldur er hann um þrjátíu árum eldri. Þá hafi hann þvingað hana til að taka á móti sér á heimili hennar seint að kvöldi, setið fyrir henni í vinnunni og „sendi henni stöðug skilaboð í gegn um samfélagsmiðla, stundum marga tugi á einni helgi,“ að því er kom fram í Kastljósi.

Engin stuðningur frá yfirstjórn

Sálfræðistofa var fengin til að skoða málið eftir að konan lagði fram kvörtun vegna háttsemi mannsins. Af tólf atvikum sem þar voru skoðuð þóttu tíu falla undir skilgreiningu á ofbeldi. Samkvæmt heimildum RUV hefur yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ekki sýnt konunni neinn stuðning vegna málsins, hvorki Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri né undirmenn hennar. Konan óskaði eftir flutningi í starfi og er nú kominn á aðra starfsstöð.

Í umfjölluninni kom ennfremur fram að mikil óánægja væri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með hvernig tekið var á málinu. Halla Bergþóra neitaði að veita Kastljósi viðtal vegna málsins.

Neitaði fyrir leyfi mannsins

Blaðamaður Heimildarinnar hafði samband við Höllu Bergþóru í haust með fyrirspurn um hvort umræddur lögreglumaður væri kominn í leyfi en hún sagði það rangt. Nokkrum dögum síðar birtist frétt á öðrum miðli um að maðurinn væri sannarlega kominn í leyfi. Þegar blaðamaður Heimildarinnar spurði kynningarfulltrúa embættisins út í svörin sem höfðu fengist frá Höllu Bergþóru stuttu áður sagði hann að maðurinn hafi sannarlega verið í leyfi en lögreglustjóri hafi verið að að vísa til þess að umræddum starfsmanni hafi ekki verið veitt lausn frá embætti.

Þá var vísað til þess að þetta sé ekki eina málið sem mikil óánægja sé innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með hvernig tekið hafi verið á, og rifjuð upp frétt Heimildarinnar frá því á föstudag um að þrjár starfskonur embættisins hafi pantað þjónustu strippara í fræðsluferð til Auschwitz í síðasta mánuði.

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár