Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekkert mat lagt á kostnað við fjölgun ráðuneyta í næstum tvö ár

Ráðu­neyt­um var fjölg­að úr tíu í tólf til að þjóna „póli­tísk­um hags­mun­um þriggja stjórn­ar­flokka“ seg­ir formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. Kostn­að­ur­inn var að minnsta kosti tveir millj­arð­ar króna, en lík­lega meiri. Starfs­ánægja inn­an Stjórn­ar­ráðs­ins er al­mennt mjög lé­leg.

Ekkert mat lagt á kostnað við fjölgun ráðuneyta í næstum tvö ár
Gagnrýnin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það verði ekki séð að markmiðum um að fella ósýnilega múra á milli ráðuneyta, efla samráð, samhæfingu og samstarf þeirra í milli hafi gengið eftir. Mynd: Bára Huld Beck

Ekki hefur verið gerð sérstök úttekt eða mat á sparnaði eða hagræði sem mögulega hefur fallið til vegna fjölgunar ráðuneyta úr tíu í tólf eftir síðustu kosningar, þrátt fyrir að fjárlaganefnd hafi óskað eftir yfirliti og greinargerð um slíkt. Þá hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið ekki endurmetið þann kostnað sem féll á ríkissjóð vegna ákvörðunarinnar, sem fól í sér að til urðu tvö ný ráðuneyti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnsýsluúttekt sem Ríkisendurskoðun birti í vikunni um hvernig hefði tekist til við að fjölga ráðuneytum. 

Í byrjun árs í fyrra svaraði Bjarni Benediktsson, þá fjármála- og efnahagsráðherra, fyrirspurn um kostnað vegna breyttrar skipanar ráðuneyta á þann veg að hún gæti kostað ríkissjóð allt að 1,8 milljarða króna á þessu kjörtímabili, sem lýkur árið 2025, en vegna mikillar verðbólgu er sú upphæð nú komin yfir tvo milljarða króna.

Í svari Bjarna kom fram að í kostnaðinum fælist aðallega fjölgun …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár