Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Neytendur gætu greitt með nýjum hætti innan árs

Ár­um sam­an hef­ur Seðla­bank­inn tal­að fyr­ir því að óháð inn­lend smá­greiðslu­lausn verði tek­in í notk­un. Bank­inn vill að al­menn­ing­ur geti greitt fyr­ir vör­ur og þjón­ustu með öðr­um hætti en með greiðslu­kort­um eða reiðu­fé. Af hverju? Hvernig stend­ur sú vinna og hvernig kem­ur þessi nýja lausn til með að hafa áhrif á neyt­end­ur? Gunn­ar Jak­obs­son vara­seðla­banka­stjóri gerði sitt besta til að út­skýra þetta á manna­máli fyr­ir les­end­um Heim­ild­ar­inn­ar.

Neytendur gætu greitt með nýjum hætti innan árs
Seðlabankinn Gunnar Jakobsson er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Hann segir mikilvægt að ný greiðslulausn verði notuð af einhverjum hluta almennings, ekki sé ásættanlegt til framtíðar að nær allar greiðslur á Íslandi fari fram með greiðslukortum sem noti erlenda innviði. Mynd: Golli

Ný smágreiðsluleið gæti verið innleidd á Íslandi, jafnvel seint næsta haust eða í upphafi næsta vetrar. Samstaða hefur nú náðst um það hjá innlánsstofnunum og Seðlabankanum að þróa svokallaða reikning í reikning-lausn til að auðvelda neytendum að kaupa vörur eða þjónustu í staðgreiðslu, án þess að nota þurfi greiðslukortainnviði VISA eða Mastercard.

Fyrir neytandann myndi lausn af þessu tagi líklega vera í formi apps í síma, sem hægt væri að nota til að greiða verslunum fyrir vörur eða þjónustu með beinni millifærslu inn á reikning. Þetta yrði þá sambærileg þjónusta og MobilPay í Danmörku, Swish í Svíþjóð og Blik í Póllandi, svo dæmi séu nefnd. 

Fyrir Seðlabankann og stjórnvöld, sem nú leggja fram frumvarp sem veitir Seðlabankanum heimild til þess að skylda aðila á fjármálamarkaði til að taka þátt í þessu, snýst málið um öryggi og viðnámsþrótt greiðslumiðlunar á Íslandi. 

Hliðaráhrifin gætu svo orðið þau að ódýrari valmöguleiki við …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár