Ný smágreiðsluleið gæti verið innleidd á Íslandi, jafnvel seint næsta haust eða í upphafi næsta vetrar. Samstaða hefur nú náðst um það hjá innlánsstofnunum og Seðlabankanum að þróa svokallaða reikning í reikning-lausn til að auðvelda neytendum að kaupa vörur eða þjónustu í staðgreiðslu, án þess að nota þurfi greiðslukortainnviði VISA eða Mastercard.
Fyrir neytandann myndi lausn af þessu tagi líklega vera í formi apps í síma, sem hægt væri að nota til að greiða verslunum fyrir vörur eða þjónustu með beinni millifærslu inn á reikning. Þetta yrði þá sambærileg þjónusta og MobilPay í Danmörku, Swish í Svíþjóð og Blik í Póllandi, svo dæmi séu nefnd.
Fyrir Seðlabankann og stjórnvöld, sem nú leggja fram frumvarp sem veitir Seðlabankanum heimild til þess að skylda aðila á fjármálamarkaði til að taka þátt í þessu, snýst málið um öryggi og viðnámsþrótt greiðslumiðlunar á Íslandi.
Hliðaráhrifin gætu svo orðið þau að ódýrari valmöguleiki við …
Athugasemdir