Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Ákvað sjö ára gömul að starfa fyrir mæðrastyrksnefnd

Anna H. Pét­urs­dótt­ir er formað­ur mæðra­styrksnefnd­ar Reykja­vík­ur. Hún seg­ir und­ir­bún­ing fyr­ir jól­in ganga vel og ger­ir ráð fyr­ir að í kring­um 1.500 heim­ili sæki sér að­stoð í ár. Þeg­ar Anna var að­eins sjö ára göm­ul sagði hún móð­ur sinni að í fram­tíð­inni ætl­aði hún að starfa fyr­ir mæðra­styrksnefnd.

Ákvað sjö ára gömul að starfa fyrir mæðrastyrksnefnd
Formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur Anna H. Pétursdóttir gerir ráð fyrir að um 1500 heimili sæki sér aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd fyrir jólin. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Undirbúningur gengur vel, við erum bara á fullu,“ segir Anna H. Pétursdóttir, sem hefur verið formaður mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur frá 2015, aðspurð hvernig undirbúningur fyrir jólin gangi. 

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur verið sjálfstætt starfandi síðan árið 1939. Á bak við nefndina standa sex kvenfélög: Hvítabandið, Hvöt, Félag Sjálfstæðiskvenna, Félag háskólakvenna, Framsókn, Alþýðuflokkur og Thorvaldsensfélagið. 

Meðal þeirrar aðstoðar sem stendur til boða hjá mæðrastyrksnefnd eru matarúthlutanir. Sú aðstoð stendur til boða allt árið en fjöldi þeirra sem nýta sér hana eykst fyrir hver jól. Eftir að matarúthlutuninni er lokið úthlutar mæðrastyrksnefnd jólagjöfum.

Þar sem umsóknarfrestur var nýliðinn þegar blaðakona Heimildarinnar náði tali af Önnu gat hún ekki sagt nákvæmlega til um hve margir höfðu sótt um aðstoð. Anna gerir hins vegar ráð fyrir að fjöldinn verði svipaður og í fyrra. „Við eigum von á svona 1.500 heimilum. Í kringum það.“

400 heimili alla jafna

Fjöldi þeirra sem sækja um hefur staðið í stað síðustu ár. Anna segir 1.500 heimili engu að síður mikinn fjölda og er alltaf mest aðsókn fyrir jólin.

Eftir efnahagshrunið 2008 sóttu um 2.000 heimili sér aðstoð. „Það hefur ekki verið mikil aukning. Við höfum farið upp í 2.000 heimili, til dæmis í hruninu, þá fór þetta alveg upp í 2.000 heimili. Svo var þetta líka mikið í Covid af því að það voru margir sem höfðu bara ekki efni á jólunum þá.“

Anna segir mikinn mun á því að vinna fyrir mæðrastyrksnefnd fyrir jólin og á öðrum tímum ársins. „Já, það er mjög mikill munur. Það eru svo miklu fleiri sem koma, á þessum tveimur dögum sem við erum með opið erum við að fá 1.500 heimili en í venjulegri viku erum við með 400 heimili.“

Hefur hópurinn sem sækir sér aðstoð frá mæðrastyrksnefnd eitthvað breyst?

„Nei, hann hefur nú lítið breyst, eiginlega ekkert,“ svarar Anna. Hún segir öryrkja og ellilífeyrisþega stóran hluta af hópnum en einnig fólk sem er að koma úr meðferðum og búa á áfangaheimilum eins og Draumasetrinu. „Þessu fólki erum við að hjálpa.“

Að eigin sögn hefur Anna alltaf haft þörf fyrir að hjálpa fólki. Hún vinnur fullt starf í sjálfboðaliðavinnu og segist hafa gaman af starfinu sínu. „Meira að segja þegar ég var sjö ára þá sagði ég við mömmu þegar ég heyrði talað um mæðrastyrksnefnd: Þetta ætla ég að gera þegar ég verð stór. Og ég stóð við það.“

Anna H. PétursdóttirSagði við móður sína aðeins sjö ára gömul að hún ætlaði að starfa fyrir mæðrastyrksnefnd.

Árið 2012 stofnaði mæðrastyrksnefnd menntunarsjóð og hefur Anna tekið þátt í honum síðan þá. Sjóðnum er ætlað „að styrkja tekjulágar konur og/eða mæður til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi“.

Nú, rúmlega 10 árum síðar, hafa nokkur hundruð konur verið styrktar til náms. „Við erum búin að hjálpa meira en 500 konum að mennta sig. Þetta skólaár erum við með 60 konur. Við erum að reyna að fá konurnar til að mennta sig svo þær þurfi ekki að leita til okkar. Geti farið að vinna og sinnt sér og börnunum sínum,“ útskýrir Anna en hægt er að styrkja bæði mæðrastyrksnefnd og menntunarsjóðinn á Mæður.is.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
„Mjög skrítið að sjá andlitið á sér alls staðar“
Allt af létta

„Mjög skrít­ið að sjá and­lit­ið á sér alls stað­ar“

Þeg­ar Heim­ild­in ræddi við Sig­ríði Hrund Pét­urs­dótt­ur hafði hún ekki náð til­skild­um fjölda með­mæl­enda til að geta boð­ið sig fram í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. Hún dró fram­boð sitt til baka dag­inn sem for­setafram­bjóð­end­urn­ir skil­uðu und­ir­skriftal­ist­an­um. Sig­ríð­ur svar­aði ekki hversu mikl­um fjár­hæð­um hún eyddi í fram­boð­ið.
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
7
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár