Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tónskáld og textahöfundar skora á RÚV að sniðganga Eurovision ef Ísrael er með

Fé­lag þeirra sem semja lög og texta laga sem taka þátt í undan­keppni Eurovisi­on á Ís­landi leggst gegn þátt­töku Ís­lands í keppn­inni nema Ísra­el verði mein­uð þátt­taka. „Við skuld­um þeim þjóð­um sem fara fram með offorsi í krafti hern­að­ar­mátt­ar ekki að deila með þeim sviði á við­burði sem alla jafna ein­kenn­ist af gleði og bjart­sýni.“

Tónskáld og textahöfundar skora á RÚV að sniðganga Eurovision ef Ísrael er með
Formaður Bragi Valdimar Skúlason, formaður stjórnar FTT, er einn þeirra sem skrifar undir áskorunina. Mynd: Aðsend

Stjórn, félags tónskálda og textahöfunda (FTT), sendi seint í gærkvöldi áskorun til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og stjórnar RÚV þar sem hún skorar á RÚV að taka ekki þátt í Eurovision árið 2024 nema Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni á sömu forsendum og Rússum í síðustu keppni. 

Í áskoruninni segir: „Okkur er öllum skylt að taka afstöðu gegn stríði og morðum á óbreyttum borgurum sem saklausum börnum. Við höfum alltaf val um að leggja ekki nafn okkar við slíkt hvort sem við erum einstaklingar eða stofnanir ríkisins. Við skuldum þeim þjóðum sem fara fram með offorsi í krafti hernaðarmáttar ekki að deila með þeim sviði á viðburði sem alla jafna einkennist af gleði og bjartsýni.“

Undir áskorunina skrifar öll stjórn FTT. Í henni sitja Bragi Valdimar Skúlason formaður, Védís Hervör Árnadóttir varaformaður, Sóley Stefánsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Andri Ólafsson, Hallur Ingólfsson og Hildur Kristín Stefánsdóttir.

FTT var stofnað sem óformlegur samráðsvettvangur árið 1981 af höfundum hryntónlistar og textagerðar á Íslandi. Félagið starfaði óformlega fyrstu tvö árin, en frá formlegu stofnári 1983 hefur það víða látið til sín taka og eflt samstöðu meðal höfunda.

Í FTT eru nú 450 höfundar og er félagið annað tveggja aðildarfélaga STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar. Hitt félagið er Tónskáldafélag Íslands, vettvangur þeirra sem starfa á vettvangi klassískrar tónlistar. Því er um að ræða félag þeirra tónskálda og textahöfunda sem líklegastir eru til þess að taka þátt í Söngvakeppni RÚV, sem er undankeppni Eurovision á Íslandi. 

Segir RÚV ekki hafa skoðun á átökunum

Stefán Eiríksson sagði í samtali við Heimildina í gær að afstaða RÚV gagnvart þátttöku Ísrael í Eurovision sé „á sömu línu og EBU og annara almannaþjónustumiðla.“ Það eigi bæði við um ákvörðun sambandsins um reka Rússland úr söngvakeppninni, og svo þeirrar að leyfa Ísrael að halda áfram að taka þátt í söngvakeppninni. 

Margir hafa stigið fram og gagnrýnt þessa ákvörðun RÚV. Þar á meðal rithöfundurinn Bragi Páll sem vakti athygli á gjörólíkri afstöðu útvarpsstjóra gagnvart  þátttöku Rússlands annars vegar og gagnvart Ísrael hins vegar. Í færslunni lýsir Bragi þessu sem „tvöföldu siðgæði.“

Spurður út í þessa gagnrýni þar sem bent er á þessa ólíku stefnur RÚV sagði Stefán við Heimildina í gær að „RÚV hefur engar sérstakar skoðanir á þessum átökum per se, við erum bara að tala þarna um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og það sem að henni snýr. Þannig það er alveg skýrt, RÚV hefur ekki það hlutverk að taka afstöðu.“

Stefán sagði enn fremur að hlutverk RÚV sé fyrst og fremst að flytja fréttir gæta þess að sá fréttaflutningur sé hlutlaus og hlutlægur eins og lög kveða á um.

Tæplega sjö þúsund manns hafa skrifað undir lista þar sem skorað er á RÚV að draga sig úr keppni. Útvarpsstjóri hefur þegar tilkynnt að RÚV muni ekki bregðast við þessari áskorun. Stefnt er að því RÚV taka þátt í keppninni eins það hefur gert síðan 1986.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Auðvitað, það má alltaf reiðsig á alvöru tónlistarfólk. Höldum okkar eigin keppni og bjóðum þeim sem taka afstöðu á móti stríði að vera með❤️
    Treysti fáum betur til að skipuleggja slíkt. Og Rúnar Freyr er alvanur að halda utanum slíka keppni
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár