Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„RÚV hefur engar sérstakar skoðanir á þessum átökum“

Stefán Ei­ríks­son, út­varps­stjóri, seg­ir ólíka af­stöðu RÚV gagn­vart þátt­töku Ísra­els og Rúss­lands í Eurovisi­on vera í takt við yf­ir­lýs­ing­ar Sam­bands evr­ópskra sjón­varps­stöðva. Áfram­hald­andi þátt­taka Ísra­els er rök­studd á þeim for­send­um að ísra­elska rík­is­sjón­varp­ið hafi ekki brot­ið nein­ar regl­ur sam­bands­ins. Rússlandi var hins veg­ar vís­að úr keppni í fyrra fyr­ir marg­vís­leg brot á regl­um og gild­um sam­bands­ins.

„RÚV hefur engar sérstakar skoðanir á þessum átökum“
Stefán Eiríksson Útvarpsstjóri segir RÚV ekki hafa það hlutverk að taka afstöður og vísar í úttekt sambands evrópskra sjónvarpsstöðva sem styður áframhaldandi þátttöku Ísraels í Eurovision þrátt fyrir átökin sem nú geysa.

Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, segir í samtali við Heimildina að afstaða RÚV gagnvart þátttöku Ísrael í Eurovision sé „á sömu línu og EBU og annara almannaþjónustumiðla.“ Það eigi bæði við um ákvörðun sambandsins um reka Rússland úr söngvakeppninni, og svo þeirrar að leyfa Ísrael að halda áfram að taka þátt í söngvakeppninni. 

Þá vísar Stefán í nýlega yfirlýsingu Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), þar sem þátttaka Ísrael er rædd með tilliti til afstöðu samtakanna gagnvart Rússlandi. Þar segir að ákvörðunin um að víkja Rússlandi úr keppni og samtökunum hafi verið vegna þess að rússneski ríkisfjölmiðillinn hafi brotið gegn reglum sambandsins og gildum almannaþjónustumiðla.

Úttekt EBU hafi hins vegar sýnt fram á að ísraelski ríkisfjölmiðillinn færi eftir settum reglum og uppfyllti öll skilyrði fyrir áframhaldandi þátttöku í keppninni. Auk þess benti Stefán að Rússland taki ekki þátt í neinum öðrum alþjóðlegum keppnum á alþjóðlegum vettvangi, eins og fótbolti og ólympíuleikar eru gott dæmi um, það sama á ekki við um Ísrael.“ 

Þátttaka Ísraels í Eurovision hefur lengi verið til umræðu. Mörg erindi hafa borist í gegnum tíðina þar sem kallað eftir því Ísland dragi sig úr söngvakeppninni í mótmælaskyni við stefnu ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Sú umræða hefur orðið sérstaklega hávær núna vegna átakanna sem nú geysa og hernaðaraðgerða Ísraela á Gazasvæðinu, þar sem tugþúsundir Palestínumanna hafa farist.

Þátttaka Íslands gagnrýnd 

Um 5.900 manns hafa skrifað undir lista þar sem skorað er á RÚV að draga sig úr keppni. Stefán Eiríksson hefur tilkynnt að RÚV muni ekki bregðast við þessari áskorun. Stefnt er að því RÚV taka þátt í keppninni eins það hefur gert síðan 1986.

Margir hafa stigið fram og gagnrýnt þessa ákvörðun RÚV. Þar á meðal rithöfundurinn Bragi Páll sem vakti athygli á gjörólíkri afstöðu útvarpsstjóra gagnvart  þátttöku Rússlands annars vegar og gagnvart Ísrael hins vegar. Í færslunni lýsir Bragi þessu sem „tvöföldu siðgæði.“

Spurður út í þessa gagnrýni þar sem bent er á þessa ólíku stefnur RÚV segir Stefán að „RÚV hefur engar sérstakar skoðanir á þessum átökum per se, við erum bara að tala þarna um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og það sem að henni snýr. Þannig það er alveg skýrt, RÚV hefur ekki það hlutverk að taka afstöðu.“

Stefán segir hlutverk RÚV vera fyrst og fremst að flytja fréttir gæta þess að sá fréttaflutningur sé hlutlaus og hlutlægur eins og lög kveða á um.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
4
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu