Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segja samkeppni á Íslandi vera komna í „grafalvarlega stöðu“ og gagnrýna stjórnvöld harðlega

Fjár­fram­lög til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins verða 20 pró­sent lægri á næsta ári en þau voru fyr­ir ára­tug þrátt fyr­ir að um­svif í efna­hags­líf­inu hafi auk­ist um allt að 40 pró­sent á sama tíma. Í stað þess að efla sam­keppnis­eft­ir­lit í efna­hagserf­ið­leik­um, líkt og ým­is ná­granna­lönd hafa gert, þá sé ver­ið að skera það nið­ur á Ís­landi.

Segja samkeppni á Íslandi vera komna í „grafalvarlega stöðu“ og gagnrýna stjórnvöld harðlega
Forstjórinn Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, er skrifaður fyrir álitinu ásamt stjórnarformanni þess. Mynd: Heida Helgadottir

Samkeppniseftirlitið hefur skilað inn viðbótarumsögn um fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp þar sem það vill „undirstrika þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í.“

Í umsögninni, sem Sveinn Agnarsson stjórnarformaður og Páll Gunnar Pálsson forstjóri skrifa undir, er bent á að eftirlitið hafi ítrekað varað stjórnvöld við þeim þrönga stakk sem því hafi verið skorinn og leitt hafi til þess að það hafi til að sinna lögbundnum skyldum sínum. Vegna þessa hafi Samkeppniseftirlitið þurft að beita forgangsröðun verkefna og þannig neyðst til að draga úr starfsemi í mikilvægum verkefnaflokkum. 

Eftirlitið bendir á að samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi muni fjárframlög til þess verða 20 prósent lægri á næsta ári á föstu verðlagi en þau voru árið 2014. „Á sama árabili munu umsvif í efnahagslífinu aukast um og yfir 35- 40 prósent. Á sama tíma hafa ný verkefni bæst við og meiri kröfur gerðar, t.d. um rannsókn samrunamála. Þessi þróun er komin langt út fyrir öll þolmörk.“

Fjárframlög til eftirlitsins á næsta ári verða 582 milljónir króna en væru um einn milljarður króna ef þau hefðu fylgt breytingum á umsvifum efnahagslífsins frá árinu 2014. Ef þau hefðu haldist óbreytt á föstu verðlagi frá því ári væru þau 723 milljónir króna. Um 80 prósent af útgjöldum Samkeppniseftirlitsins eru vegna launa og launatengdra gjalda starfsfólks. Fjöldi ársverka hjá eftirlitinu er, þrátt fyrir stóraukin umsvif efnahagslífsins, nánast sá sami og hann var fyrir áratug. Þá voru ársverkin 24,1 en í fyrra voru þau 25,6. 

Aðhaldskrafa stenst enga skoðun

Í umsögninni segir að það standist enga skoðun að stjórnvöld taki ekki tillit til þessarar þróunar þegar fjárheimildir eftirlitsins eru ákveðnar, heldur séu þau þvert á móti að gera aðhaldskröfu til þess. Það sé sérstaklega alvarlegt meðal annars vegna þess að viðurkennt sé að samkeppni á mikilvægum mörkuðum á Íslandi sé ábótavant. Fyrri rannsóknir Samkeppniseftirlitsins, sem margar hafi verið staðfestar af dómstólum, varpi skýru ljósi á þetta. Sömuleiðis liggi fyrir að samkeppnishindranir geti verið sérstaklega skaðlegar í litlum hagkerfum.

Þá er efling samkeppni rétt viðbrögð við efnahagserfiðleikum eins og þeim sem nú ríkja, þegar verðbólga er átta prósent og verðhækkanir eru miklar. „Breið samstaða er um það meðal þjóða að virk samkeppni á mörkuðum stuðli til lengri tíma að heilbrigðri atvinnustarfsemi og þar með traustara efnahagslífi. Seðlabankinn og ýmsir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa undanfarið bent á þetta. Víða á meðal nágrannalanda er verið að styrkja samkeppniseftirlit.“

Ábatinn 18-31föld fjárframlög til eftirlitsins

Þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi skilað af sér stjórnsýsluúttekt í júlí 2022 um starfsemi Samkeppniseftirlitsins, þar sem fram hafi komið að engir stórkostlegir ágallar væru á því og lagðar voru til ýmsar aðgerðir til að styrka eftirlitið, sem kölluðu á auknar fjárheimildir, hafi ekkert verið gert. 

Ein af styrkingartillögum Ríkisendurskoðunar hafi verið að framkvæma skyldi reglubundið mat á ábata af íhlutunum Samkeppniseftirlitsins, sem rýnt yrði af utanaðkomandi aðila. „Á næstunni verður birt ábatamat í samræmi við þessi tilmæli, en það hefur verið rýnt af Jóni Þór Sturlusyni, forseta viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Niðurstöður ábatamatsins sýna að á árabilinu 2013-2022 hefur árlegur reiknaður ábati af íhlutunum Samkeppniseftirlitsins numið um 18-31 földum fjárveitingum til eftirlitsins, eða 0,31 - 0,53 prósent af vergri landsframleiðslu.“

Í gildandi fjármálaáætlun eru sett markmið um að reiknaður ábati af starfi eftirlitsins skuli nema 0,5 prósent á hverju tíu ára tímabili. Miðað við gildandi og fyrirhugaðar fjárheimildir eftirlitsins ætlar Samkeppniseftirlitið að þeim markmiðum verði ekki náð. „Núgildandi og fyrirhugaðar fjárheimildir skerða því ábata almennings af samkeppniseftirliti. Í þessu samhengi ber jafnframt að nefna að frá árinu 2014 til 2024 má ætla að hlutfall framlaga til Samkeppniseftirlitsins lækki úr um 0,019 prósent af VLF í 0,013 prósent.“

Kjósa
54
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SVB
    Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
    Af gjörðum stjórnvalda seinustu áratugi má sjá að það er stefnan að styðja við svik og svindl af öllum toga enda svíkja þau mest sjálf með "sölu" gjöfum ríkiseigna.
    2
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Einhvern veginn kemur þetta alls ekkert á óvart: „Núgildandi og fyrirhugaðar fjárheimildir skerða því ábata almennings af samkeppniseftirliti“
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár