Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Segja samkeppni á Íslandi vera komna í „grafalvarlega stöðu“ og gagnrýna stjórnvöld harðlega

Fjár­fram­lög til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins verða 20 pró­sent lægri á næsta ári en þau voru fyr­ir ára­tug þrátt fyr­ir að um­svif í efna­hags­líf­inu hafi auk­ist um allt að 40 pró­sent á sama tíma. Í stað þess að efla sam­keppnis­eft­ir­lit í efna­hagserf­ið­leik­um, líkt og ým­is ná­granna­lönd hafa gert, þá sé ver­ið að skera það nið­ur á Ís­landi.

Segja samkeppni á Íslandi vera komna í „grafalvarlega stöðu“ og gagnrýna stjórnvöld harðlega
Forstjórinn Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, er skrifaður fyrir álitinu ásamt stjórnarformanni þess. Mynd: Heida Helgadottir

Samkeppniseftirlitið hefur skilað inn viðbótarumsögn um fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp þar sem það vill „undirstrika þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í.“

Í umsögninni, sem Sveinn Agnarsson stjórnarformaður og Páll Gunnar Pálsson forstjóri skrifa undir, er bent á að eftirlitið hafi ítrekað varað stjórnvöld við þeim þrönga stakk sem því hafi verið skorinn og leitt hafi til þess að það hafi til að sinna lögbundnum skyldum sínum. Vegna þessa hafi Samkeppniseftirlitið þurft að beita forgangsröðun verkefna og þannig neyðst til að draga úr starfsemi í mikilvægum verkefnaflokkum. 

Eftirlitið bendir á að samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi muni fjárframlög til þess verða 20 prósent lægri á næsta ári á föstu verðlagi en þau voru árið 2014. „Á sama árabili munu umsvif í efnahagslífinu aukast um og yfir 35- 40 prósent. Á sama tíma hafa ný verkefni bæst við og meiri kröfur gerðar, t.d. um rannsókn samrunamála. Þessi þróun er komin langt út fyrir öll þolmörk.“

Fjárframlög til eftirlitsins á næsta ári verða 582 milljónir króna en væru um einn milljarður króna ef þau hefðu fylgt breytingum á umsvifum efnahagslífsins frá árinu 2014. Ef þau hefðu haldist óbreytt á föstu verðlagi frá því ári væru þau 723 milljónir króna. Um 80 prósent af útgjöldum Samkeppniseftirlitsins eru vegna launa og launatengdra gjalda starfsfólks. Fjöldi ársverka hjá eftirlitinu er, þrátt fyrir stóraukin umsvif efnahagslífsins, nánast sá sami og hann var fyrir áratug. Þá voru ársverkin 24,1 en í fyrra voru þau 25,6. 

Aðhaldskrafa stenst enga skoðun

Í umsögninni segir að það standist enga skoðun að stjórnvöld taki ekki tillit til þessarar þróunar þegar fjárheimildir eftirlitsins eru ákveðnar, heldur séu þau þvert á móti að gera aðhaldskröfu til þess. Það sé sérstaklega alvarlegt meðal annars vegna þess að viðurkennt sé að samkeppni á mikilvægum mörkuðum á Íslandi sé ábótavant. Fyrri rannsóknir Samkeppniseftirlitsins, sem margar hafi verið staðfestar af dómstólum, varpi skýru ljósi á þetta. Sömuleiðis liggi fyrir að samkeppnishindranir geti verið sérstaklega skaðlegar í litlum hagkerfum.

Þá er efling samkeppni rétt viðbrögð við efnahagserfiðleikum eins og þeim sem nú ríkja, þegar verðbólga er átta prósent og verðhækkanir eru miklar. „Breið samstaða er um það meðal þjóða að virk samkeppni á mörkuðum stuðli til lengri tíma að heilbrigðri atvinnustarfsemi og þar með traustara efnahagslífi. Seðlabankinn og ýmsir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa undanfarið bent á þetta. Víða á meðal nágrannalanda er verið að styrkja samkeppniseftirlit.“

Ábatinn 18-31föld fjárframlög til eftirlitsins

Þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi skilað af sér stjórnsýsluúttekt í júlí 2022 um starfsemi Samkeppniseftirlitsins, þar sem fram hafi komið að engir stórkostlegir ágallar væru á því og lagðar voru til ýmsar aðgerðir til að styrka eftirlitið, sem kölluðu á auknar fjárheimildir, hafi ekkert verið gert. 

Ein af styrkingartillögum Ríkisendurskoðunar hafi verið að framkvæma skyldi reglubundið mat á ábata af íhlutunum Samkeppniseftirlitsins, sem rýnt yrði af utanaðkomandi aðila. „Á næstunni verður birt ábatamat í samræmi við þessi tilmæli, en það hefur verið rýnt af Jóni Þór Sturlusyni, forseta viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Niðurstöður ábatamatsins sýna að á árabilinu 2013-2022 hefur árlegur reiknaður ábati af íhlutunum Samkeppniseftirlitsins numið um 18-31 földum fjárveitingum til eftirlitsins, eða 0,31 - 0,53 prósent af vergri landsframleiðslu.“

Í gildandi fjármálaáætlun eru sett markmið um að reiknaður ábati af starfi eftirlitsins skuli nema 0,5 prósent á hverju tíu ára tímabili. Miðað við gildandi og fyrirhugaðar fjárheimildir eftirlitsins ætlar Samkeppniseftirlitið að þeim markmiðum verði ekki náð. „Núgildandi og fyrirhugaðar fjárheimildir skerða því ábata almennings af samkeppniseftirliti. Í þessu samhengi ber jafnframt að nefna að frá árinu 2014 til 2024 má ætla að hlutfall framlaga til Samkeppniseftirlitsins lækki úr um 0,019 prósent af VLF í 0,013 prósent.“

Kjósa
54
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • SVB
  Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
  Af gjörðum stjórnvalda seinustu áratugi má sjá að það er stefnan að styðja við svik og svindl af öllum toga enda svíkja þau mest sjálf með "sölu" gjöfum ríkiseigna.
  2
 • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
  Einhvern veginn kemur þetta alls ekkert á óvart: „Núgildandi og fyrirhugaðar fjárheimildir skerða því ábata almennings af samkeppniseftirliti“
  2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
6
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár