Mótmælendur fleygðu rauðu glimmeri yfir Bjarna Benediktsson

Mót­mæl­end­ur settu fund­ar­höld í Há­skóla Ís­lands úr skorð­um eft­ir að þeir köst­uðu glimmeri yf­ir Bjarna Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra. Hóp­ur­inn krefst þess að Ís­land rjúfi stjórn­mála- og við­skipta­tengsl við Ísra­el. Guð­mund­ur Hálf­dan­ar­son, einn fund­ar­hald­ar­ana seg­ir uppá­kom­una hafa vak­ið óþægi­leg­ar til­finn­ing­ar.

Mótmælendur fleygðu rauðu glimmeri yfir Bjarna Benediktsson
Bjarni Benediktsson Utanríkisráðherra Mynd: Skjáskot/RUV

Hátíðarfundur í Háskóla Íslands fór fljótlega úr böndunum og ræðuhöldum aflýst eftir að einn úr hópi mótmælenda gekk að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra og kastaði glimmeri yfir hann. Á fundinum, sem var haldinn í Veröld – húsi Vigdísar, stóð til að minnast þess að 75 ár væru liðin frá því að mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur.

Upphaflega stóð til að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytti opnunarávarp fundarins, en hún boðaði forföll skömmu fyrir. Þá var ákveðið að Bjarni myndi flytja opnunarávarpið. Áður en að hann gat þó tekið til máls gekk einn úr hópi mótmælenda upp að honum og kastaði rauðu glimmeri yfir hann. Því næst stigu fleiri mótmælendur fram og stilltu sér upp við sviðið með stóran borða sem á stóð „Stjórnmálaslit & viðskiptabann á Ísrael“.

Viðburðurinn var skipulagður af forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í samvinnu við Alþjóðamálastofnun og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands. Myndbönd af atvikinu birtust fljótlega í fjölmiðlum og þar má …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Er þetta ekki svolítið smekklaust og öfgakennt. hversvegna mótmælið þið ekki Hamas og öllu sem þeir hafa komið af stað.?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár