Hátíðarfundur í Háskóla Íslands fór fljótlega úr böndunum og ræðuhöldum aflýst eftir að einn úr hópi mótmælenda gekk að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra og kastaði glimmeri yfir hann. Á fundinum, sem var haldinn í Veröld – húsi Vigdísar, stóð til að minnast þess að 75 ár væru liðin frá því að mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur.
Upphaflega stóð til að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytti opnunarávarp fundarins, en hún boðaði forföll skömmu fyrir. Þá var ákveðið að Bjarni myndi flytja opnunarávarpið. Áður en að hann gat þó tekið til máls gekk einn úr hópi mótmælenda upp að honum og kastaði rauðu glimmeri yfir hann. Því næst stigu fleiri mótmælendur fram og stilltu sér upp við sviðið með stóran borða sem á stóð „Stjórnmálaslit & viðskiptabann á Ísrael“.
Viðburðurinn var skipulagður af forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í samvinnu við Alþjóðamálastofnun og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands. Myndbönd af atvikinu birtust fljótlega í fjölmiðlum og þar má …
Athugasemdir (1)