Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.

Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
Þjófnaður Grænir skátar hafa orðið fyrir töluverðu fjárhagstjóni vegna dósaþjófnaðar og skemmdarverka undanfarin misseri. Framkvæmdastjóri skátanna segir um skipulagða brotastarfsemi að ræða. Mynd: Golli

Skipulagðir hópar manna hafa stundað það, undanfarið eitt og hálft til tvö ár, að ræna flöskum og dósum úr söfnunargámum Grænna skáta sem finna má á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið. Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Grænna skáta, segir við Heimildina að tjón skátanna vegna þessa nemi um milljón á mánuði, og sé því jafnvel um 20 milljónir króna þegar allt er saman talið.

„Það er erfitt að kortleggja þetta en þetta eru umtalsverðar upphæðir, því það er verið að saga gámana og eyðileggja þá. Tjónið er ekki bara að það sé verið að ræna dósum og flöskum,“ segir Kristinn.

DósamálKristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Grænna skáta.

Málið fékk á sig nýjan og alvarlegri blæ síðustu helgi er starfsmanni Grænna skáta var hótað. „Einum af mínum starfsmönnum var hótað af einum þessara aðila sem við höfum grunaða um að standa fyrir þessum stuldi hjá okkur. Hann sagðist vita hvar viðkomandi byggi …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Já hvernig væri að vera með betra öryggismyndavléla eftirlit? hýtur að vera hægt, eða einhverskonar öryggiskerfi sem fer í gang þegar verið er að skemma gámana, spyr sá sem ekki veit.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Myndi það ekki svara kostnaði að koma fyrir öryggismyndavélum í kringum þessa gáma ?
    1
    • Kristinn Ólafsson skrifaði
      Erum með 130 söfnunarskápa og það væri ansi mikill kostnaður
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár