Skipulagðir hópar manna hafa stundað það, undanfarið eitt og hálft til tvö ár, að ræna flöskum og dósum úr söfnunargámum Grænna skáta sem finna má á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið. Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Grænna skáta, segir við Heimildina að tjón skátanna vegna þessa nemi um milljón á mánuði, og sé því jafnvel um 20 milljónir króna þegar allt er saman talið.
„Það er erfitt að kortleggja þetta en þetta eru umtalsverðar upphæðir, því það er verið að saga gámana og eyðileggja þá. Tjónið er ekki bara að það sé verið að ræna dósum og flöskum,“ segir Kristinn.
Málið fékk á sig nýjan og alvarlegri blæ síðustu helgi er starfsmanni Grænna skáta var hótað. „Einum af mínum starfsmönnum var hótað af einum þessara aðila sem við höfum grunaða um að standa fyrir þessum stuldi hjá okkur. Hann sagðist vita hvar viðkomandi byggi …
Athugasemdir (3)