Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði“

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Al­þingi í dag hélt Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, því fram að ákveð­ið stjórn­leysi ríkti í stjórn á Airbnb og íbúð­um í skamm­tíma­leigu. Lét hún Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur standa fyr­ir svör­um um reglu­gerð sem hún setti á skamm­tíma­leigu íbúða.

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði“
Skammtímaleiga Kristrún segir reglugerð Þórdísar Kolbrúnar sem heimilar gistirekstur í íbúðarhúsnæði vera skaðlega. Mynd: Golli

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag hélt Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, því fram að ákveðið stjórnleysi ríkti í stjórn á Airbnb og íbúðum í skammtímaleigu. Beindi hún spurningum sínum til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra. 

Samfylkingin hefur boðað aukna stjórn í þessum málaflokki til að auka húsnæðisöryggi. Talsmenn flokksins hafa haldið því fram að fyrirtæki sem leigja fjölda íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna sé sérstaklega vandamál. 

Skaðleg reglugerð

Kristrún sagði tiltekna reglugerð, sem Þórdís Kolbrún hefði sett á árið 2018 þegar hún var ferðamálaráðherra, vera sérstaklega skaðlega í þessu samhengi. Reglugerðin kvað á um að ekki væri lengur krafa að allir gististaðir utan heimagistingar þyrftu að vera starfræktir í atvinnuhúsnæði. 

Að sögn Kristrúnar hefur reglugerðin það í för með sér að fyrirtæki sem eru með fjölda íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna komist hjá því að skrá þær sem atvinnuhúsnæði. Íbúðirnar haldi því áfram að vera skráðar sem íbúðarhúsnæði þrátt fyrir að vera nýttar í atvinnurekstri. Þannig segir hún að fyrirtækin komist hjá því að greiða fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði sem geta verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði.

Sleppa við að fylgja reglum sveitarfélaga

„Og þannig komast þessi fyrirtæki hjá því að fylgja skipulagsreglum sveitarfélaga um atvinnuhúsnæði sem takmarkast yfirleitt við ákveðin svæði. Allt skekkir þetta samskeppnisstöðuna við önnur fyrirtæki í gistiþjónustu eða hvaða fyrirtæki sem er sem þarf að skrá húsnæði sitt sem atvinnuhúsnæði.“

Sagði Kristrún þá þróun hafa ágerst mjög að íbúðir séu frekar nýttar fyrir ferðamennsku en fasta búsetu. „Jafnvel heilu blokkirnar. Án þess að sveitarfélög fái rönd við reist.“

Endurskoðun þörf en bendir á sveitarfélögin

Þórdís Kolbrún svaraði því að ljóst væri að breyta þyrfti umhverfi Airbnb. Hún tók undir það að samkeppnisstaða á markaðnum væri skökk og jafnræði þyrfti á milli aðila. 

Fjármála- og efnahagsráðherra hélt því enn fremur fram að þegar reglugerðin hefði verið sett hefði enginn rammi verið utan um þessa starfsemi. Að næstum sex árum liðnum væri eðlilegt og sjálfsagt að þróa rammann utan um skammtímaleigu áfram. „Atvinnurekstur er auðvitað atvinnurekstur og við sjáum það á fjölda íbúða á Airbnb, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðinu, er gríðarlega mikill.“

Vísaði hún einnig í ábyrgð sveitarfélaganna að fylgjast með starfseminni. Þau þurfi að vera í stakk búin að fylgjast með að reglum sé fylgt.

„Mér sýnist af fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna daga að það hafi ekki gengið neitt sérstaklega vel. Þannig að ég skora á hæstvirtan þingmann að tala við sína félaga hjá Reykjavíkurborg og spyrja hvað þau eru að gera til að ná betri tökum á umsvifum Airbnb á höfuðborgarsvæðinu.“

Kristrún virtist ekki nægilega ánægð með þessi svör og benti á að þegar hefði verið reglugerð árið 2018 sem sett var á 2016. Því hefði verið rammi fyrir reglugerðarbreytinguna. „Og nú erum við í þeirri stöðu að íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði hún. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Af hverju er ekki sett busetuskylda á íbúðir eins og er víða i Danmörku? Hér meiga íbúðir ekki vera án leigjenda með skráða búsetu. Sé íbúð án þess að vera í fastri útleigu getur kommunan skikkað eiganda til að leigja þeim sem sem þess þurfa. Og með er ekki leyfilegt að okra á leigjendum eða henda þeim út eftir hentisemi
    0
    • Indriði Ingi Stefánsson skrifaði
      Ekki alveg það sama en ég lagði þetta fram á Alþingi um daginn. https://www.althingi.is/altext/154/s/0341.html
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár