Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Vilja auka tekjur ríkisins með skattlagningu upp á 24 milljarða

Sam­fylk­ing­in legg­ur fram sinn eig­in „kjarapakka“ sem er ætl­að að stemma stigu við verð­bólg­unni og létta und­ir með heim­il­un­um. Hluti af því er að hækka fjár­magn­s­tekju­skatt úr 22% í 25%.

Vilja auka tekjur ríkisins með skattlagningu upp á 24 milljarða
Fjárlög Samfylkingin boðar að létt verði undir með heimilunum og fjárveitingar auknar vegna ástandsins í Grindavík. Mynd: Baldur Kristjánsson

Í þeim breytingartillögum sem Samfylkingin hefur lagt fram á fjárlögum ríkisstjórnarinnar kemur meðal annars fram að flokkurinn vilji auka skattlagningu upp að því sem nemur 24 milljörðum króna. Tillögunum er ætlað að stemma stigu við verðbólgunni og létta undir með heimilunum í ríkari mæli.

Samfylkingin vill að 6 milljarðar fari í vaxta- og húsnæðisbætur og 6 milljarðar í að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík, svo sem afkomutryggingu og leigustuðning.

Lokun „ehf-gatsins,“ hækkun fjármagnstekjuskatts og álag á veiðigjöld stórútgerða

Flokkurinn leggur til fjölþættar leiðir til að skila þessum auknu tekjum í ríkissjóð. Jafnaðarmenn vilja meðal annars gera það með því að loka svokölluðu „ehf-gati.“

Eins og mál standa geta þeir sem eiga eignarhaldsfélög reiknað sér afar lág laun fyrir þá vinnu sem felst í rekstrinum. Í stað þess að telja tekjur sínar fram sem laun eru þær að miklu leyti taldar fram sem fjármagnstekjur, til dæmis í gegnum arðgreiðslur. 

Þetta felur í sér umtalsverðan sparnað á skatti. Hæsta skattþrepið á hagnað fyrirtækja og arðgreiðslur ofan á hann er samtals og uppsafnað 37,6%, en 46,25% á almennan tekjuskatt. Enn fremur er ekkert útsvar greitt til sveitarfélaga vegna fjármagnstekna, ólíkt almennum tekjuskatti. 

Ríkisstjórnin hafði tilkynnt að frumvarp þess efnis að loka „ehf-gatinu“ myndi liggja fyrir á haustþingi. Enn bólar ekki á því. Auk þess hefur ekkert heyrst af vinnu starfshóps sem átti að skila tillögum til gerðar slíks frumvarps í júní.

Samfylkingin vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25%. Auk þess vill hún leggja álag á veiðigjald stórútgerða og afturkalla bankaskattslækkun. 

Þessari bankaskattslækkun var komið á í mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Bankaskattur var þá lækkaður úr 0,376% af heildarskuldum banka umfram 50 milljarða niður í 0,145%. 

Átti þetta að auðvelda bönkum að lækka vexti á útlánum samhliða vaxtalækkunum Seðlabankans og auka þannig útlán. Bankarnir sögðu að með breytingunni myndi vaxtamunur dragast saman og lán til heimila og fyrirtækja verða ódýrari.

Lækkunin á bankaskatti minnkaði skattgreiðslur bankanna þriggja um 12 milljarða króna. 

Hærri vaxtabætur vegna hærri vaxta

Til þess að milda höggið fyrir heimilin vill Samfylkingin að vaxtabætur verði hækkaðar samhliða vaxtastigi. Með því er sagt að hægt verði að styðja við 10.000 fleiri skuldsett heimili en áður. Eins og fjárlögin liggja fyrir núna myndu 5.000 heimili detta út úr vaxtabótakerfinu.

Samfylkingin vill húsnæðisbætur til leigjenda verði hækkaðar og vaxtabætur til bænda auknar. Það síðarnefnda er tímabundinn stuðningur sem ætlaður er bændum sem hafa þunga vaxtabyrði.

Auk annarra aðgerða eru tímabundin leigubremsa að danskri fyrirmynd, ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum og auknar hömlur á útleigu í gegnum Airbnb og skammtímaleigu íbúða.

Haft er eftir Kristrúnu Frostadóttur að ótrúlegt sé að ríkisstjórnin ætli að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur í ljósi hárra vaxta og verðbólgu. Samfylkingin vilji fara aðra leið, að boða aðhald þar sem „þenslan er í raun og veru“.

Spurður nánar út í hvað frekari stjórn á íbúðum í skammtímaleigu gæti falið í sér segir Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, að hugmyndin sé að auka framboð húsnæðis fyrir fólk að búa í.

Hann segir að helst þurfi að taka á skammtímaleigu í atvinnuskyni en vitað er um heilu blokkirnar sem eru leigðar út í skammtímaleigu í atvinnuskyni og nýtist því ekki sem húsnæði fyrir íbúa. Hægt sé að breyta reglugerðum í kringum slíkan rekstur. Til dæmis að gera kröfu um að allt slíkt húsnæði verði skráð sem atvinnuhúsnæði og lúti skipulagsreglum samkvæmt því auk þess sem fasteignagjöld eru hærri af atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði.

„Sveitarfélög þurfa að fá auknar heimildir til að ákveða sjálf staðsetningu og fjölda íbúða sem notaðar í skammtímaleigu í atvinnuskyni. Svo þarf að auka eftirlit með bæði þessu og heimagistingunni til að reglum sé fylgt,“ segir Ólafur. Hann segir Samfylkinguna einnig telja eðlilegt að jafnræðis sé gætt og að gistináttaskattur verði greiddur af heimagistingu eins og allri annarri gistingu.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ragnhildur Helgadóttir
2
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
4
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
5
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
6
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Ragnhildur Helgadóttir
8
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
9
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
7
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár