Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Vilja auka tekjur ríkisins með skattlagningu upp á 24 milljarða

Sam­fylk­ing­in legg­ur fram sinn eig­in „kjarapakka“ sem er ætl­að að stemma stigu við verð­bólg­unni og létta und­ir með heim­il­un­um. Hluti af því er að hækka fjár­magn­s­tekju­skatt úr 22% í 25%.

Vilja auka tekjur ríkisins með skattlagningu upp á 24 milljarða
Fjárlög Samfylkingin boðar að létt verði undir með heimilunum og fjárveitingar auknar vegna ástandsins í Grindavík. Mynd: Baldur Kristjánsson

Í þeim breytingartillögum sem Samfylkingin hefur lagt fram á fjárlögum ríkisstjórnarinnar kemur meðal annars fram að flokkurinn vilji auka skattlagningu upp að því sem nemur 24 milljörðum króna. Tillögunum er ætlað að stemma stigu við verðbólgunni og létta undir með heimilunum í ríkari mæli.

Samfylkingin vill að 6 milljarðar fari í vaxta- og húsnæðisbætur og 6 milljarðar í að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík, svo sem afkomutryggingu og leigustuðning.

Lokun „ehf-gatsins,“ hækkun fjármagnstekjuskatts og álag á veiðigjöld stórútgerða

Flokkurinn leggur til fjölþættar leiðir til að skila þessum auknu tekjum í ríkissjóð. Jafnaðarmenn vilja meðal annars gera það með því að loka svokölluðu „ehf-gati.“

Eins og mál standa geta þeir sem eiga eignarhaldsfélög reiknað sér afar lág laun fyrir þá vinnu sem felst í rekstrinum. Í stað þess að telja tekjur sínar fram sem laun eru þær að miklu leyti taldar fram sem fjármagnstekjur, til dæmis í gegnum arðgreiðslur. 

Þetta felur í sér umtalsverðan sparnað á skatti. Hæsta skattþrepið á hagnað fyrirtækja og arðgreiðslur ofan á hann er samtals og uppsafnað 37,6%, en 46,25% á almennan tekjuskatt. Enn fremur er ekkert útsvar greitt til sveitarfélaga vegna fjármagnstekna, ólíkt almennum tekjuskatti. 

Ríkisstjórnin hafði tilkynnt að frumvarp þess efnis að loka „ehf-gatinu“ myndi liggja fyrir á haustþingi. Enn bólar ekki á því. Auk þess hefur ekkert heyrst af vinnu starfshóps sem átti að skila tillögum til gerðar slíks frumvarps í júní.

Samfylkingin vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25%. Auk þess vill hún leggja álag á veiðigjald stórútgerða og afturkalla bankaskattslækkun. 

Þessari bankaskattslækkun var komið á í mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Bankaskattur var þá lækkaður úr 0,376% af heildarskuldum banka umfram 50 milljarða niður í 0,145%. 

Átti þetta að auðvelda bönkum að lækka vexti á útlánum samhliða vaxtalækkunum Seðlabankans og auka þannig útlán. Bankarnir sögðu að með breytingunni myndi vaxtamunur dragast saman og lán til heimila og fyrirtækja verða ódýrari.

Lækkunin á bankaskatti minnkaði skattgreiðslur bankanna þriggja um 12 milljarða króna. 

Hærri vaxtabætur vegna hærri vaxta

Til þess að milda höggið fyrir heimilin vill Samfylkingin að vaxtabætur verði hækkaðar samhliða vaxtastigi. Með því er sagt að hægt verði að styðja við 10.000 fleiri skuldsett heimili en áður. Eins og fjárlögin liggja fyrir núna myndu 5.000 heimili detta út úr vaxtabótakerfinu.

Samfylkingin vill húsnæðisbætur til leigjenda verði hækkaðar og vaxtabætur til bænda auknar. Það síðarnefnda er tímabundinn stuðningur sem ætlaður er bændum sem hafa þunga vaxtabyrði.

Auk annarra aðgerða eru tímabundin leigubremsa að danskri fyrirmynd, ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum og auknar hömlur á útleigu í gegnum Airbnb og skammtímaleigu íbúða.

Haft er eftir Kristrúnu Frostadóttur að ótrúlegt sé að ríkisstjórnin ætli að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur í ljósi hárra vaxta og verðbólgu. Samfylkingin vilji fara aðra leið, að boða aðhald þar sem „þenslan er í raun og veru“.

Spurður nánar út í hvað frekari stjórn á íbúðum í skammtímaleigu gæti falið í sér segir Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, að hugmyndin sé að auka framboð húsnæðis fyrir fólk að búa í.

Hann segir að helst þurfi að taka á skammtímaleigu í atvinnuskyni en vitað er um heilu blokkirnar sem eru leigðar út í skammtímaleigu í atvinnuskyni og nýtist því ekki sem húsnæði fyrir íbúa. Hægt sé að breyta reglugerðum í kringum slíkan rekstur. Til dæmis að gera kröfu um að allt slíkt húsnæði verði skráð sem atvinnuhúsnæði og lúti skipulagsreglum samkvæmt því auk þess sem fasteignagjöld eru hærri af atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði.

„Sveitarfélög þurfa að fá auknar heimildir til að ákveða sjálf staðsetningu og fjölda íbúða sem notaðar í skammtímaleigu í atvinnuskyni. Svo þarf að auka eftirlit með bæði þessu og heimagistingunni til að reglum sé fylgt,“ segir Ólafur. Hann segir Samfylkinguna einnig telja eðlilegt að jafnræðis sé gætt og að gistináttaskattur verði greiddur af heimagistingu eins og allri annarri gistingu.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár