Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Innhverfur leiðangur

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér á Að­ventu, byggt á hinni frægu sögu Gunn­ars Gunn­ars­son­ar – sem Rauði sóf­inn set­ur upp í sam­starfi við Borg­ar­leik­hús­ið.

Innhverfur leiðangur
Friðgeir Einarsson og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. Sveitarómantík er þjóðarsport, segir leikhúsgagnrýnandi.
Leikhús

Að­venta

Niðurstaða:

Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson

Leikgerð: Móeiður Helgadóttir og Egill Ingibergsson

Rauði sófinn í samvinnu við Borgarleikhúsið

Leikstjóri: Egill Ingibergsson

Leikarar: Friðgeir Einarsson og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Leikmynd og teikningar: Þórarinn Blöndal, Móeiður Helgadóttir og Egill Ingibergsson

Búningar og leikgervi: Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Tæknimaður og lýsing: Magnús Thorlacius

Tónlist og hljóðmynd: Sigurður Halldórsson

Kór: Kvennakórinn Katla

Niðurstaða: Forvitnileg tilraun sem fellur um sjálfa sig.

Gefðu umsögn

„Þegar hátíð fer í hönd búa menn sig undir hana hver á sína vísu. Það getur gerst á margan máta. Benedikt hafði sinn hátt á því sem öðru.“

Maður, sauður og hundur halda upp á öræfi. Þrenningin er hversdagsleg frekar en heilög þó fyrir þeim liggi göfugt verkefni, að finna eftirlegukindur og bjarga frá köldum dauðdaga. Vinnumaðurinn Benedikt, forystusauðurinn Eitill og fjárhundurinn Leó eru íslenskum bókaunnendum þekktir, nánast eins og fjölskylduvinir í sumum tilvikum, enda er Aðventa Gunnars Gunnarssonar fyrir löngu orðin klassík. Áhorfendur í Borgarleikhúsinu fá nú tækifæri til að slást í för með þrenningunni í þessari tuttugustu og sjöundu aðventuferð Benedikts.

Sveitarómantík er þjóðarsport

Sveitarómantík er þjóðarsport og nóg er af henni í Aðventu: pauf í stórbrotinni náttúru, hin íslenska nægjusemi, góðlátlegt grín, rólyndi, dugnaður, kaffidrykkja og hangikjet. En Aðventa er annað og miklu meira en einfaldur sveitarómans. Þetta er saga um tilvist mannsins í alheiminum, tengslin við almættið, eilífu baráttuna við náttúruna, leitina að tilgangi lífsins. Lestur Róberts Arnfinnssonar á bókinni vekur tilfinningastorm enda kjamsar hann á textanum og flytur af mikilli innlifun.

Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir ráðast svo sannarlega ekki á fjallgarðinn þar sem hann er lægstur í tilraun sinni að setja Aðventu á svið. Þeirra lausn er að strípa textann niður í einstaka setningar og endurspegla söguna með öðrum aðferðum. Þar spila tónlist, söngur og þögn stór hlutverk ásamt nútímatækni og teikningum. Þannig reyna þau, Egill er einnig skrifaður fyrir leikstjórninni og leikmyndinni sem Móeiður kemur líka að, að fanga átök sögunnar og innra líf Benedikts. Vandamálið er að þegar orðin eru fjarlægð stendur fábrotin framvindan ein eftir. Þá ríður á að ýta undir dramatíkina með öllum mögulegum ráðum. Hvernig er annars hægt að sviðsetja slíkar náttúrulýsingar?:

„Birtunóran, sem mjallarþyrlarnir mólu á milli sín fölnaði æ meir, mólst í myrkur með daufa tunglsglætu einhverstaðar að baki, mjallar myrkur, rjúkandi rofalausa aldimmu. Hamförunum linnti ekki, gnýr og stunur sem væru jötnar að fangbröðum glumdu við: barátta ósýnilegra reginafla, endalaus og af öllum áttum – æðisgengin, öskrandi fimbulnótt.“

Vantar alla dramatík

Því miður tekst tilraunin ekki. Í staðinn fyrir drífandi og dramatíska frásögn staðnar hún og frýs stundum alveg, í hana vantar alla innri dramatík sem skrifast aðallega á leikstjórann. Sýningin er lengi í gang og spilað djarft með því að leyfa þögninni að vera ríkjandi, nánast eins og persóna í verkinu. Friðgeir Einarsson leikur Benedikt, ríflega fimmtuga vinnumanninn sem er „biðvanur“, „tötramaður af líkama og sál“, „gamall, lúinn og bráðónýtur“ að eigin sögn. Búinn vistum og rekublaði heldur hann af stað í sitt árlega ferðalag, stundum gangandi og á skíðum þegar snjór leyfir, í leit að eftirlegukindum og innri friði. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir bregður sér í allra kvikinda líki, þar á meðal í ham Eitils og Leós. Bæði gera þau vel, þá sérstaklega þegar þau skapa lítið augnablik milli Sigríðar og Benedikts en einnig hvernig þau koma djúpu sambandi hunds og manns til skila.

Naumhyggjan er allsráðandi og að engu óðslega farið. Leikmyndin saman stendur af tveimur tjöldum, blár bakgrunnur sem notaður er til að varpa Friðgeiri upp á hvíta tjaldið fyrir miðju leiksviðsins. Þar spretta fram svarthvítar hreyfimyndir sem staðsetja áhorfandann í sögunni. Fallegar eru teikningarnar og víddir stundum listilega vel leystar, en á öðrum stundum fletja þær út fannfergið. Aðra leikmuni er meira og minna að finna í bakpoka Benedikts. Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir leysir búningana vel, fyrir utan mosagrænu úlpuna sem er of nútímaleg fyrir þetta þjóðlega umhverfi.

Öll leitum við að innri kyrrð

Sterk og afgerandi hljóðmynd hefði lyft Aðventu upp á hærra plan, búið til dramatík og kynt undir innri átökum sögunnar. En líkt og með annað í sýningunni verður hún fljótlega fyrirsjáanleg. Sigurður Halldórsson semur tónlistina og skapar hljóðheim sýningarinnar, en kvennakórinn Katla tekur einnig þátt. Eintóna hljóðmyndin varð öllu betri þegar kórinn bættist við en nær aldrei að skapa þann ofsa sem umvefur Benedikt og berst innra með honum.

Öll erum við að leita að eins konar innri kyrrð og friði í þessari endalausu leit að tilgangi lífsins. Einfalt húsaskjól getur verið „hallarígildi“ ef hugarfarið er rétt. Smæð okkar í alheiminum getur verið styrkleiki frekar en áhyggjuefni. Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson minnir okkur á allt þetta og meira. Leikgerð Rauða sófans endurspeglar því miður ekki þennan kjarna sögunnar þótt sýningin hafi fundið innri kraft eftir hlé. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
5
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
6
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu