Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Ragnar Þór Ingólfsson: „Mótmælin beindust að stjórnendum Gildis, ekki starfsfólki“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son seg­ir ásak­arnin­ar í bréfi, sem stjórn­end­ur líf­eyr­is­sjóðs­ins Gildi sendu til stjórn­ar VR, koma sér á óvart. Hann seg­ist sjálf­ur ekki hafa haft sig mik­ið frammi á mót­mæla­fund­in­um sem hafi far­ið frið­sam­lega fram. Þá vís­ar ásök­un­um um árás­ir gegn eig­in fé­lags­mönn­um á bug. Mót­mæl­in hafi ekki beinst að starfs­fólki Gild­is, held­ur stjórn­end­um sjóðs­ins.

Ragnar Þór Ingólfsson: „Mótmælin beindust að stjórnendum Gildis, ekki starfsfólki“
Ragna Þór Ingólfsson formaður VR vísar ásökunum stjórnenda Gildis á bug. Mynd: Bára Huld Beck

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, hafnar fullyrðingum um framgöngu og hegðun hans á mótmælafundi sem átti sér stað í húsakynnum Gildis lífeyrissjóðs, sem birtust í kvörtunarbréfi sem Gildi sendi stjórn VR. Í samtali við Heimildina segir Ragnar engum hafi stafað ógn eða hætt af þeim sem voru að mótmæla. Mótmælin hafi farið „mjög friðsamlega fram“ sem aðrir sem voru viðstaddir mótmælin geti staðfest. 

„Þarna voru börn, eldra fólk, Grindvíkingar sem eru í mikilli óvissu og í skelfilegri stöðu. Þarna voru formenn annarra verkalýðsfélaga eins og verkalýðsfélag Grindavíkur og sömuleiðis vélstjóra og sjómannafélag Grindavíkur,“ segir Ragnar Þór.

Tilgangur mótmælanna var að þrýsta á lífeyrissjóðinn að koma betur til móts við íbúa Grindavíkur sem eiga húsnæðislán hjá sjóðnum.  

Ragnar segir yfirlýsinguna um framferði sitt koma sér á gríðarlega á óvart og sig hafa farið á farið á „fjölda funda með fólki úr pólitíkinni þar sem skoðanaskipti eru mun hvassari og harkalegri heldur en þau sem fóru þarna fram“.

Þá tekur hann fram sjálfur hafi hann nánast ekkert tekið til máls. Fundinum hafi að mestu verið stýrt af Herði Guðbrandssyni, formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur og hafi samskiptin nánast eingöngu farið fram við Árna Guðmundsson. 

Gildi Lífeyrissjóður sendi fyrir stuttu bréf til stjórnar stéttarfélagsins VR þar sem kvartað er undan framgöngu Ragnars á mótmælafundinum. Í bréfinu er hann sagður hafa verið einn helsti hvatamaður þess að mótmælin færu ekki friðsamlega fram. 

Þá kemur einnig fram í kvörtun Gildis að sjóðurinn hafi virkjað svokallaða EKKO-áætlun sem sé notuð til að bregðast við, og koma í veg fyrir, ofbeldi og áreiti á vinnustaðnum. Í bréfinu er því haldið fram að mörgum starfsmönnum sjóðsins hafi þótt mótmælin ógnandi og framferði mótmælanda, þar á meðal formanns VR, verið ígildi andlegs ofbeldis. 

Tilgangur bréfsins hafi einnig verið að vekja athygli á því að langflest starfsfólk Gildis séu félagsmenn VR og þar með hljóti það skjóta skökku við að formaður stéttarfélagsins beiti sér gegn eigin félagsmönnum með slíkum hætti.

Spurður út þetta atriði bréfsins segist Ragnar hafna því alfarið. „Mótmælin beindust ekki að starfsfólki Gildis, hvort sem það voru félagsmenn í VR eða ekki. Þessi mótmæli beindust gegn stjórnendum sjóðanna sem hafa tekið afstöðu með því að nýta sér ákveðna óvissu sem er um heimild lífeyrissjóðanna til að veita þessum þrönga hópi ívilnun á þessum erfiðu tímum.“

Stéttarfélögin hafna ásökunum stjórnenda Gildis 

Fjölmargir aðilar sem komu að mótmælunum hafa stigið fram og mótmælt yfirlýsingunum í bréfi Gildis og fullyrðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson hafi hvatt til þess að mótmælin færu fram ófriðsamlegum hætti. Í yfirlýsingu Harðar Guðbrandssonar vísar hann þeim ávirðingum, að formaðurinn hafi farið fram með offorsi, til föðurhúsanna og segir Ragnar hafa komið fram á „málefnalegan og kurteisan hátt“.

Í nýlegri yfirlýsingu stjórnarmanna Eflingar, eru ásakanir framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra Gildis gegn Ragnari Þór fordæmdar. Lýsingarnar sem birtar eru í bréfi þeirra séu fullar af ósannindum rógburði til þess föllnum að vega að mannorði Ragnars. Þá túlka stjórnamernn Eflingar bréfið sem árás á Ragnar, sem sé „um leið árás á okkur, á sjóðfélaga frá Grindavík og aðra þá sem tóku þátt í umræddum mótmælum“.

Þingmaður Flokks Fólksins kemur Ragnari til varnar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, varaformaður þingflokks Flokks fólksins, sem var viðstödd mótmælin á skrifstofu Gildis, hefur einnig tjáð sig um málið í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni. Þar hafnar hún frásögninni og ásökununum komu  fram í bréfinu frá Gildi. Ekkert ofbeldi hafi átt sér stað og allir hafi haldið ró sinni, þar á meðal Ragnar Þór.  Í færslunni varpar hún þeirri spurningu fram hvort það sé „núna orðið „ofbeldi“ að boða til mótmæla?“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Ingrid Kuhlman
7
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
8
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár