Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Ragnar Þór Ingólfsson: „Mótmælin beindust að stjórnendum Gildis, ekki starfsfólki“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son seg­ir ásak­arnin­ar í bréfi, sem stjórn­end­ur líf­eyr­is­sjóðs­ins Gildi sendu til stjórn­ar VR, koma sér á óvart. Hann seg­ist sjálf­ur ekki hafa haft sig mik­ið frammi á mót­mæla­fund­in­um sem hafi far­ið frið­sam­lega fram. Þá vís­ar ásök­un­um um árás­ir gegn eig­in fé­lags­mönn­um á bug. Mót­mæl­in hafi ekki beinst að starfs­fólki Gild­is, held­ur stjórn­end­um sjóðs­ins.

Ragnar Þór Ingólfsson: „Mótmælin beindust að stjórnendum Gildis, ekki starfsfólki“
Ragna Þór Ingólfsson formaður VR vísar ásökunum stjórnenda Gildis á bug. Mynd: Bára Huld Beck

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, hafnar fullyrðingum um framgöngu og hegðun hans á mótmælafundi sem átti sér stað í húsakynnum Gildis lífeyrissjóðs, sem birtust í kvörtunarbréfi sem Gildi sendi stjórn VR. Í samtali við Heimildina segir Ragnar engum hafi stafað ógn eða hætt af þeim sem voru að mótmæla. Mótmælin hafi farið „mjög friðsamlega fram“ sem aðrir sem voru viðstaddir mótmælin geti staðfest. 

„Þarna voru börn, eldra fólk, Grindvíkingar sem eru í mikilli óvissu og í skelfilegri stöðu. Þarna voru formenn annarra verkalýðsfélaga eins og verkalýðsfélag Grindavíkur og sömuleiðis vélstjóra og sjómannafélag Grindavíkur,“ segir Ragnar Þór.

Tilgangur mótmælanna var að þrýsta á lífeyrissjóðinn að koma betur til móts við íbúa Grindavíkur sem eiga húsnæðislán hjá sjóðnum.  

Ragnar segir yfirlýsinguna um framferði sitt koma sér á gríðarlega á óvart og sig hafa farið á farið á „fjölda funda með fólki úr pólitíkinni þar sem skoðanaskipti eru mun hvassari og harkalegri heldur en þau sem fóru þarna fram“.

Þá tekur hann fram sjálfur hafi hann nánast ekkert tekið til máls. Fundinum hafi að mestu verið stýrt af Herði Guðbrandssyni, formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur og hafi samskiptin nánast eingöngu farið fram við Árna Guðmundsson. 

Gildi Lífeyrissjóður sendi fyrir stuttu bréf til stjórnar stéttarfélagsins VR þar sem kvartað er undan framgöngu Ragnars á mótmælafundinum. Í bréfinu er hann sagður hafa verið einn helsti hvatamaður þess að mótmælin færu ekki friðsamlega fram. 

Þá kemur einnig fram í kvörtun Gildis að sjóðurinn hafi virkjað svokallaða EKKO-áætlun sem sé notuð til að bregðast við, og koma í veg fyrir, ofbeldi og áreiti á vinnustaðnum. Í bréfinu er því haldið fram að mörgum starfsmönnum sjóðsins hafi þótt mótmælin ógnandi og framferði mótmælanda, þar á meðal formanns VR, verið ígildi andlegs ofbeldis. 

Tilgangur bréfsins hafi einnig verið að vekja athygli á því að langflest starfsfólk Gildis séu félagsmenn VR og þar með hljóti það skjóta skökku við að formaður stéttarfélagsins beiti sér gegn eigin félagsmönnum með slíkum hætti.

Spurður út þetta atriði bréfsins segist Ragnar hafna því alfarið. „Mótmælin beindust ekki að starfsfólki Gildis, hvort sem það voru félagsmenn í VR eða ekki. Þessi mótmæli beindust gegn stjórnendum sjóðanna sem hafa tekið afstöðu með því að nýta sér ákveðna óvissu sem er um heimild lífeyrissjóðanna til að veita þessum þrönga hópi ívilnun á þessum erfiðu tímum.“

Stéttarfélögin hafna ásökunum stjórnenda Gildis 

Fjölmargir aðilar sem komu að mótmælunum hafa stigið fram og mótmælt yfirlýsingunum í bréfi Gildis og fullyrðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson hafi hvatt til þess að mótmælin færu fram ófriðsamlegum hætti. Í yfirlýsingu Harðar Guðbrandssonar vísar hann þeim ávirðingum, að formaðurinn hafi farið fram með offorsi, til föðurhúsanna og segir Ragnar hafa komið fram á „málefnalegan og kurteisan hátt“.

Í nýlegri yfirlýsingu stjórnarmanna Eflingar, eru ásakanir framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra Gildis gegn Ragnari Þór fordæmdar. Lýsingarnar sem birtar eru í bréfi þeirra séu fullar af ósannindum rógburði til þess föllnum að vega að mannorði Ragnars. Þá túlka stjórnamernn Eflingar bréfið sem árás á Ragnar, sem sé „um leið árás á okkur, á sjóðfélaga frá Grindavík og aðra þá sem tóku þátt í umræddum mótmælum“.

Þingmaður Flokks Fólksins kemur Ragnari til varnar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, varaformaður þingflokks Flokks fólksins, sem var viðstödd mótmælin á skrifstofu Gildis, hefur einnig tjáð sig um málið í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni. Þar hafnar hún frásögninni og ásökununum komu  fram í bréfinu frá Gildi. Ekkert ofbeldi hafi átt sér stað og allir hafi haldið ró sinni, þar á meðal Ragnar Þór.  Í færslunni varpar hún þeirri spurningu fram hvort það sé „núna orðið „ofbeldi“ að boða til mótmæla?“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
6
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár