Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Nýttu sér „manninn með gúmmístimpilinn“ í umfangsmikilli svikamyllu

Dönsk lög­manns­stofa hef­ur ver­ið sekt­uð um jafn­gildi átta millj­arða ís­lenskra króna vegna meintra skattsvika. Mál­ið er angi af stærstu svika­myllu í sögu danska skatts­ins.

Nýttu sér „manninn með gúmmístimpilinn“ í umfangsmikilli svikamyllu
Karsten Lauritzen, þá ráðherra skattamála, tilkynnti um skattsvikin umsvifamiklu á blaðamannafundi fyrir átta árum síðan. Enn er verið að reyna að endurheimta fjármunina sem sviknir voru út úr ríkissjóði Danmörku. Mynd: DR

Haustið 2015 greindi Karsten Lauritzen, þáverandi ráðherra skattamála í Danmörku, frá því á fréttamannafundi, að danski skatturinn hefði „endurgreitt“ samtals 12,7 milljarða danskra króna (257 milljarðar íslenskir) til nokkurra aðila sem ráðherrann tilgreindi ekki nánar. Grunur léki á að um væri að ræða skattsvik.  

Þegar fyrirtæki sem starfar í Danmörku skilar hagnaði gengur hluti hagnaðarins yfirleitt til hluthafanna. Af þessum hagnaði eiga hluthafarnir að greiða 27 prósent skatt, sem viðkomandi fyrirtæki heldur eftir og skilar síðan til skattsins. Danmörk er með sérstakt samkomulag varðandi skattamál við mörg lönd. Í því samkomulagi felst meðal annars að hluthafi sem búsettur er utan Danmerkur getur óskað eftir að fá skattinn endurgreiddan og borgað skatt af upphæðinni í búsetulandi viðkomandi (þar sem skattprósentan er iðulega lægri). Oft er endurgreiðslubeiðandinn sjóður í landi þar sem ekki er skylt að borga skatt af arðgreiðslum. Sá sem óskar endurgreiðslu sendir umsókn til skattsins og ef allt er með felldu fær viðkomandi peningana greidda.

Maðkur í endurgreiðslumysunni

Ef allt er með felldu sagði hér að ofan. En, í endurgreiðslunum sem danski skattamálaráðherrann greindi frá, og var ástæða fréttamannafundarins, var ekki allt með felldu. Milljarðarnir 12,7 voru nefnilega ekki endurgreiðsla, peningarnir höfðu aldrei verið greiddir, þarna var einfaldlega verið að greiða út peninga sem aldrei höfðu runnið í danska ríkiskassann, gegnum skattinn. Þeir sem höfðu fengið peningana höfðu einfaldlega sent beiðni um endurgreiðslu til skattsins sem samþykkti þá og borgaði svo.

257
milljarðar íslenskra króna
Upphæðin sem svikin var út úr ríkissjóði Danmerkur í svikamyllunni.

Þótt margir Danir hafi hrokkið við þegar skattamálaráðherrann greindi frá endurgreiðslunum, og kannski blöskrað upphæðin, var þó annað sem kom þeim enn meira á óvart varðandi málið. Það var þegar fjölmiðlar greindu frá því, eftir að hafa gengið hart eftir upplýsingum frá skattinum, hvernig afgreiðsla endurgreiðslnanna fór fram. Einn maður sá um að yfirfara endurgreiðslubeiðnirnar og senda þær áfram í gjaldkeradeildina sem svo millifærði á viðtakanda. Þessi eini starfsmaður, sem fjölmiðlar nefndu „manninn með gúmmístimpilinn“, komst engan veginn yfir að rannsaka hverja beiðni og afleiðingin varð sú að beiðnirnar voru afgreiddar, nánast á færibandi. Ef allt hefði verið með felldu hefði afgreiðsludeildin, sem var einn maður, átt að kanna hvort umsækjendur hefðu átt hlutabréf í dönskum fyrirtækjum.

Danska skattstofan, SKAT, mátti árum saman búa við mikinn niðurskurð. Rök stjórnmálamanna voru ætíð þau að tækni nútímans kæmi í stað „starfsfólksins á gólfinu“ eins og það var iðulega orðað, þúsundum starfsfólks var sagt upp. Ekkert var hlustað á margendurteknar ábendingar starfsfólks um að miklar brotalamir væru í eftirliti skattsins á mörgum sviðum, þar á meðal vegna endurgreiðslna.

Það var ekki fyrr en SKAT fékk ábendingu frá erlendum skattayfirvöldum um að líklegt væri að erlend fyrirtæki, eða sjóðir, hefðu fengið greiddar háar fjárhæðir frá SKAT að farið var að kanna málið og upp komst um svikin.

Allt í háaloft þegar fréttirnar birtust

Þegar fréttirnar um endurgreiðslurnar birtust í dönskum fjölmiðlum snemma í september 2015 varð uppi fótur og fit. Stjórnmálamennirnir kepptust hver um annan þveran að lýsa hneykslun sinni og kröfðust skýringa frá SKAT og skattaráðuneytinu. Enginn taldi sig bera ábyrgð á þessu stærsta skattsvikamáli í sögu Danmerkur. Allir voru sammála um að það væri með ólíkindum, og vitaskuld óþolandi, að milljarðar gætu streymt eftirlitslaust úr ríkiskassanum. Danskir fjölmiðlar fjölluðu ítarlega um „skandalen“ og ræddu meðal annars við fjölda fyrrverandi og þáverandi starfsmanna SKAT. Í þessum viðtölum sögðu margir úr þessum hópi að þeim hefði ekki virst sérstakur vilji hjá skattayfirvöldum til að aðhafast þótt athygli þeirra væri vakin á fjölmörgum málum, jafnvel málum þar sem vafi léki á hvort lögum væri fylgt. Innra eftirlit SKAT hafði allt frá árinu 2012 margoft sent ráðuneytisstjóra skattaráðuneytisins skýrslur og minnisblöð þar sem vakin var athygli á brotalömum í endurgreiðslukerfinu, og mörgu öðru. Danskir fjölmiðlar fullyrtu að þessar skýrslur og minnisblöð hefðu endað í skúffu ráðuneytisstjórans og aldrei náð lengra.

StórtækurSanjay Shah fékk „endurgreidda“ tæpa níu milljarða danskra króna, tæplega 183 milljarða íslenskra króna, frá danska ríkinu.

Þegar línur fóru að skýrast varðandi kröfur dönsku skattstofunnar í „endurgreiðslumálinu“ varð ljóst að það tæki mörg ár og flókin málaferli að endurheimta milljarðana 12,7 og vafasamt verður að telja að þeir fjármunir náist allir til baka. Málaferli eru í gangi í nokkrum þessara mála og fleiri í undirbúningi. Stærsta málið varðar breskan ríkisborgara, Sanjay Shah, sem fékk „endurgreidda“ tæpa níu milljarða danskra króna. Hann sat í gæsluvarðhaldi í Dubai og barðist lengi með kjafti og klóm gegn því að verða framseldur til Danmerkur sem hefur ekki framsalssamning við Dubai. Í vikunni bárust skyndilega þær fréttir að Shah hefði verið framseldur og hefði verið fluttur rakleiðis í Vestre fangelsið í Kaupmannahöfn. Hans bíða nú réttarhöld í Danmörku og í Bretlandi, sem hefur framsalssamning við Dubai en nýlega kvað Hæstiréttur þar upp úr að Danir fái leyfi til að rétta yfir Shah í þar í landi. Þau réttarhöld eiga að hefjast á næsta ári.

Bech-Bruun málið

Árið 2014 vann danska lögmannsstofan Bech-Bruun náið með þýska bankanum North Channel Bank, NCB. Samvinnan fólst í ráðgjöf varðandi skattamál. Fimm árum síðar, í september 2019, játuðu stjórnendur NCB fyrir rétti í Glostrup í Danmörku að þeir hefðu útbúið skjöl í þeim tilgangi að fá útborgaða endurgreiðslu frá SKAT í Danmörku og notið ráðgjafar og leiðsagnar Bech-Bruun lögmannsstofunnar. Endurgreiðslan nam 1,1 milljarði danskra króna. Í framhaldi af þessu krafði SKAT Bech-Bruun um 750 milljónir danskra króna, sú krafa var birt 2. apríl 2020. Lögmannsstofan neitaði og málið fór fyrir dómstóla. Eystri-Landsréttur hafnaði kröfu SKAT, sem áfrýjaði málinu til Hæstaréttar, æðsta dómstóls Danmerkur. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp 20. nóvember sl. Hæstiréttur sneri við dómi Eystri-Landsréttar og Bech-Bruun lögmannsstofunni ber að greiða SKAT 400 milljónir danskra króna. Við þessa upphæð bætast vextir frá 2. apríl 2020.

Þótt milljónirnar 400 séu ekki stór hluti milljarðanna 12,7 í svikamyllunni segja danskir skatta- og réttarfarssérfræðingar niðurstöðuna athyglisverða og vísbendingu um framhaldið.

Eins og áður var nefnt eru mörg önnur mál í undirbúningi, eða nú þegar, í dómskerfinu.

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
6
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár