Í nýlegri grein bandaríska fjölmiðilsins The New York Times var þeirri spurningu velt upp hvort að ganga eða hlaup skilaði meiri ávinningi fyrir líkamlega heilsu. Greinin ber titilinn Hlaup eða ganga: hvort er betra fyrir langvarandi heilsu?
Sérfræðingar og niðurstöður rannsókna svöruðu spurningunni á þá leið að hlaup væru líklega aðeins betri. Vert er þó að taka fram að göngutúrar töldust almennt hafa mjög jákvæð áhrif á heilsu fólks, enda er öll hreyfing betri en engin. Rökin fyrir því að hlaup væru talin betri hreyfing þegar kemur að langvarandi heilsu voru þau að líkaminn er fljótur að aðlagast göngu og hægt er að fá sama ávinning af hlaupum nema á styttri tíma. Megininntak greinarinnar er því að gagnlegt væri að auka hraða göngu eða, ef möguleiki væri á, breyta henni í stutt hlaup.
„Ef hægt er að breyta einhverjum hluta af göngutúrnum í hlaup, er möguleiki á mörgum af sömu …
Athugasemdir