Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þurftu að bora 20 þúsund holur til að koma hvítlauknum niður

Hjón sem rækta líf­ræn­an ís­lensk­an hvít­lauk í Döl­un­um nota sér­staka að­ferð til að ná fram sér­kenn­um hans. Þau bæta með­al ann­ars moltu, hænsna­skít, þaramjöli og ýmsu öðru út í mold­ina sem lauk­ur­inn er rækt­að­ur í.

Þurftu að bora 20 þúsund holur til að koma hvítlauknum niður
Hvítlauksbóndi Þórunn Ólafsdóttir nostrar við hvítlaukinn sem hún ræktar. Mynd: ÚR VÖR

Í Neðri-Brekku í Dölunum rækta hjónin Þórunn Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson hvítlauk á lífrænan hátt. Fyrirtæki þeirra hjóna heitir Dalahvítlaukur og bíða þau nú í ofvæni eftir uppskeru næsta sumars og eru þau ekki ein um það.

Að sögn Þórunnar hófst ræktunin eftir að Garðyrkjufélag Íslands var með kynningarkvöld varðandi hvítlauksræktun, en Jóhann Róbertsson og konan hans kynntu þar ræktunina og hvað væri hægt að gera með hvítlaukinn. Þórunn segir að þeim hafi svo í kjölfarið staðið til boða að kaupa nokkra lauka til að setja niður og eftir það hafi ekki verið aftur snúið. 

„Það er ekki hægt að líkja því saman að kaupa út úr búð eða rækta þetta, það er svo mikið ferskara svona þegar maður ræktar laukinn. Ég rækta þetta svo þannig að ég sný ekki moldinni, því ef þú stingur upp þá slíturðu jarðvegslífið í sundur og það tekur langan tíma að ná sér á strik aftur. Við byrjuðum í fyrra að nota þessa aðferð og erum að byggja upp beðin, við bætum út í moltu, hæsnaskít, þaramjöli og alls kyns góðgæti. Það tekur svo alveg tvö til þrjú ár að byggja upp lífræna partinn, þ.e. örverurnar og sveppalífið, og það er svo það sem vinnur með rótakerfi allra plantna, þannig að úr þessu verður lífræn mold. Mér fannst svo heillandi hugmynd að gera þetta svona, við erum með milljónir vinnumanna í jarðveginum sem vinna fyrir okkur ef við veitum því athygli og gefum því séns,“ segir Þórunn.

Styrkur frá DalaAuð

Þórunn segir að þau hjón hafi sótt um styrk í DalaAuð, en DalaAuður er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar og er undir hatti Brothættra byggða. Styrkinn sóttu þau um fyrir þurrkhúsum, en að sögn Þórunnar þarf að þurrka laukinn í fjórar til fimm vikur eftir að hann er tekinn upp.

DalahvítlaukurDalaAuður, samstarfsverkefni Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar sem heyrir undir hatt Brothættra byggða, hefur styrkt verkefnið.

„Við fengum styrk til að koma upp tveimur bambahúsum og þar getum við hengt upp laukinn, en húsin voru sett upp í júní síðastliðnum. Svo fengum við styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands fyrir kaup á kurli og moltu, sem fer í að byggja upp jarðveginn. Við erum með kurl á milli beðanna, þar sem ég er dálítil pjattrófa og vil ganga um á inniskónum og vera ekki í drullunni, en svo er þetta líka fyrst og fremst fæða fyrir sveppalífið í jarðveginum.“

Þórunn segist vera mjög þakklát fyrir það hve áhugasamur bóndinn hennar sé um þetta líka, en Haraldur, maður Þórunnar, er gamall búfræðingur og hefur þetta ævintýri þeirra hjóna kveikt í honum aftur að sögn Þórunnar. „Við höfum eitthvað fyrir stafni, erum úti að vinna og ræktum eitthvað gott í leiðinni, þetta verður okkar líkamsrækt. Það þarf að nostra svolítið við þetta og margt sem þarf að huga að. Við vorum að setja laukinn niður alveg til 17. nóvember síðastliðinn. Við fengum laukinn seint, það var ógeðslegt veður, rigndi mjög mikið og svo kom frost beint í kjölfarið. Þannig að við þurftum að bora nálægt 20 þúsund holur fyrir blessaðan laukinn til að koma honum niður!“ segir Þórunn og hlær hástöfum.

Eftirvænting að fá lífrænan íslenskan hvítlauk

Að sögn Þórunnar þá skiptist hvítlaukurinn í tvær tegundir, þá sem eru með harða hálsa og svo aðra sem eru með mýkri háls. Þeir hvítlaukar sem hafa harðari háls eru betur búnir fyrir norðlægar slóðir samkvæmt Þórunni og nota þau því þá gerð að mestu í dag. Nú þurfa þau hjón að bíða til næsta sumars eftir uppskerunni og leynir spennan sér ekki hjá Þórunni og eru þau ekki ein um að vera spennt sem fyrr segir. „Við erum mjög spennt, það er komið rótarkerfi, mjög flott, sem við sáum í fyrradag. Svo þegar maður velur stærstu rifin til útsæðis, þá falla alltaf til minni rif, og úr þeim vinnum við aukaafurð, t.d. hvítlaukssalt, olíu og ýmislegt. Við erum í startholunum núna að gera salt, sjáum hvernig það kemur út, vonandi verða einhverjir sem vilja kaupa það. En maður heyrir utan af sér að það er gríðarleg eftirvænting að fá íslenskan hvítlauk, svona lífrænan,“ segir Þórunn.

Þórunn er ekki hrifin af tilbúnum áburði og vill í raun að fólk hætti að nota slíkt og taka frekar upp þá aðferð sem hún notar. „Þessi tilbúni áburður, þegar plantan fær bara svona spítt í æð, þá verður jarðvegurinn ekki eins góður. Þá er minna rótakerfi og færri örverur, það tekur nefnilega tíma að byggja það upp, það er það sem við erum að reyna að gera núna. Eftir því sem jarðvegurinn er betri, þeim mun kröftugra verður það sem þú ert að rækta og að mínu mati ætti í raun og veru að banna tilbúinn áburð. Ég hvet bara alla sem eru að rækta að hætta að nota tilbúinn áburð og rækta jarðveginn í staðinn, það er það sem þarf að gera. Við viljum sjá fjölbreytni í ræktun og með þessari lífrænu aðferð verður vissulega mikil fjölbreytni í ræktuninni,“ segir Þórunn að lokum.

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár