Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Katrín hafnar ávirðingum Þorgerðar um afneitun ríkisstjórnarinnar

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar, sagði rík­is­stjórn­ina „virð­ast vera í af­neit­un­ar­ham“ í óund­ir­bún­um fyr­isp­urn­ar­tíma á Al­þingi í dag. Téð af­neit­un væri gagn­vart bágri stöðu heim­il­inna vegna slæmra vaxt­ar­kjara. Beindi hún máli sínu til Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra, sem svar­aði að ekki væri raun­sönn mynd að allt væri í kalda­koli.

Katrín hafnar ávirðingum Þorgerðar um afneitun ríkisstjórnarinnar
Vaxtakjör Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ríkisstjórnina vera að „senda himinháa reikninga á heimili landsins.“ Það sé það sem „slæleg efnahagsstjórnun ríkisstjórnarinnar“ kosti. Mynd: Bára Huld Beck

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði ríkisstjórnina „virðast vera í afneitunarham“ í óundirbúnum fyrispurnartíma á Alþingi í dag. Téð afneitun væri gagnvart bágri stöðu heimilanna vegna slæmra vaxtarkjara. Beindi hún máli sínu til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem svaraði að ekki væri raunsönn mynd að allt væri í kaldakoli. 

Þorgerður gagnrýnir þau fjárlög sem leggja á fyrir þingið á morgun. Þau séu ekki eins og hennar flokkur myndi vilja hafa þau. „Við höfum ítrekað varað við þessari útgjaldagleði ríkisstjórnarinnar alveg frá árinu 2018.“

Senda himinháa reikninga á heimili landsins

Hún viðurkennir að þingmenn Viðreisnar hafi „nöldrað“ út af fjárlögunum árum saman. Það sé vegna hræðslu við afleiðingarnar fyrir íslensk heimili auk lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hún segir ríkisstjórnina vera að „senda himinháa reikninga á heimili landsins.“ Það sé kostnaðurinn við „slælega efnahagsstjórnun ríkisstjórnarinnar“. 

Þannig bendi ekkert til þess, að mati Þorgerðar, að ríkisstjórnin ætli að taka utan um bága stöðu heimilanna í landinu. Hún hafi áhyggjur af framhaldinu. „Ég er hrædd um að við séum bara rétt að sjá upphafið af þessum veruleika núna,“ segir hún.

Þorgerður segir að ríkisstjórnin hafi sýnt á spilin og að ekkert standi til að gera fyrir heimilin í landinu. „Meðan staðan er svona verðum við að taka tímabundið utan um þennan hóp.“

Bætur í málefnum barna og húsnæðismálum

Í svari sínu sagði Katrín Jakobsdóttir að stjórnvöld hefðu beitt sér með margvíslegum hætti til að draga úr fátækt barna. Máli sínu til stuðnings nefndi hún endurskoðun á barnabótakerfinu og frekari kerfisbreytingar. 

Stjórnvöld hafi enn fremur endurskoðað húsnæðiskerfið. Hún og aðrir telji að rót vandans liggi í framboði af húsnæði. „Nú er staðan þannig að hátt í þriðjungur þeirra íbúða sem hefur verið byggður á undanförnum árum eru byggðar fyrir tilstuðlan opinberra framlaga,“ segir Katrín.

„Ef við viljum ráðast að rót vandans þegar kemur að húsnæðiskostnaði heimilanna þá skiptir máli að framboðið standi undir eftirspurn og þar hefur ríkisvaldið verið að beita sér.“

Katrín sagði ríkið bjóða upp á fjölþættan stuðning á sviði húsnæðismála. Vaxtabætur væru ekki eina leiðin til að styðja við heimilin í landinu. „Við erum að reyna að tryggja að ríkisfjármálin styðji við peningastefnuna þannig að verðbólgan gangi niður.“

Að lokum minntist Katrín á að kaupmáttur launa hefði hækkað um 3% á árinu. „Það að draga upp þá mynd að hér sé allt í kaldakoli, þótt vissulega sé verðbólgan þrálát og vaxtastigið hátt, er ekki raunsönn mynd.“

Kaupmáttur launa og kaupmáttur ráðstöfunartekna

Þess er vert að geta að í ræðu sinni vísaði forsætisráðherra í hækkun kaupmáttar launa. Þegar Hagstofan fjallar um kaupmátt, sem mælikvarða fyrir tekjuskiptingaruppgjör hagkerfisins, vísar hún til „kaupmáttar ráðstöfunartekna“, á meðan forsætisráðherra vísar til kaupmáttar sem munarins á þróun vísitölu launa og verðbólgu.

Þegar talað er um kaupmátt launa er ekki gert ráð fyrir vaxtagjöldum. Þau hafa hækkað umtalsvert. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur þannig lækkað fjóra ársfjórðunga í röð samhliða hækkun á kaupmætti launa. Þannig greindi Hagstofan frá því í mars síðastliðnum að kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði fallið um 1,7% árið 2022 og í síðustu frétt sinni um kaupmátt launa greindi Hagstofan frá því að hann hefði fallið um 5,7% á öðrum ársfjórðungi 2023 miðað við árið áður.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár