Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans voru gefnar út á fimmta tímanum í dag. Verðlaunin verða veitt snemma á næsta ári.
Íslensku bókmenntaverðlaunin eru veitt í þremur flokkum. Flokki skáldverka, barna- og unglingabóka auk flokks fræðibóka og rita almenns efnis.
Meðal tilnefndra er Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Heimildarinnar. Er hún tilnefnd í flokki flokki fræðibóka og rita almenns efnis fyrir bók sína Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg - Baráttusaga Guðrúnar Jónsdóttur.
Í flokki skáldverka eru eftirfarandi höfundar tilnefndir:
- Steinunn Sigurðardóttir, Ból. Útgefandi: Mál og menning.
- Auður Ava Ólafsdóttir, DJ Bambi. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa.
- Bjarni M. Bjarnason, Dúnstúlkan í þokunni. Útgefandi, Veröld.
- Vilborg Davíðsdóttir, Land næturinnar. Útgefandi, Mál og menning.
- Eiríkur Örn Norðdahl, Náttúrulögmálin. Útgefandi: Mál og menning.
Í dómnefnd voru Guðrún Birna Eiríksdóttir, Hlynur Páll Pálsson og Steingerður Steinarsdóttir sem var formaður dómnefndar.
Athugasemdir