Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Færð með valdi frá Hólmsheiði: „Edda Björk var snúin niður“

Lög­reglu­menn mættu í klefa Eddu Bjark­ar Arn­ar­dótt­ur og færðu hana það­an með valdi fyr­ir skemmstu, að sögn lög­manns Eddu. Út­lit er fyr­ir að flytja eigi hana til Nor­egs.

Færð með valdi frá Hólmsheiði: „Edda Björk var snúin niður“
Flugvél Edda Björk Árnadóttir og börn hennar. Nú er útlit fyrir að Edda verði flutt úr landi í lögreglufylgd.

„Edda Björk var snúin niður á Hólmsheiði,“ segir Elísabet Sæmundsdóttir, vinkona Eddu Bjarkar Arnardóttur sem var skömmu eftir hádegi flutt með valdi úr klefa sínum í fangelsinu á Hólmsheiði. 

Útlit er fyrir að flytja eigi hana til Noregs síðdegis vegna forræðisdeilu sem hún á í við barnsföður sinn sem er búsettur þar í landi. 

„Mér finnst þetta dapurlegt,“ segir lögmaður Eddu, Jóhannes Karl Sveinsson. 

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar komu lögreglumennirnir fyrirvaralaust í fangelsið í kringum hádegi og var fangavörðum bannað að láta verjendur eða aðra vita. Samfangar Eddu komust í síma og létu vita af aðförunum. Þá er einnig útlit fyrir að lyf Eddu og sjúkraskýrsla hafi ekki verið tekin með. 

Elísabet segir ástandið súrrealískt. 

„Maður bara treysti því að íslenskt dómskerfi myndi ekki fara svona með íslenskan ríkisborgara. Maður er bara orðlaus,“ segir Elísabet. „Hún Edda er einstök og við vitum að hún stendur þetta af sér. Hún er með gott bakland og allt það en þetta er með ólíkindum - að þetta skuli látið viðgangast.

Landsréttur hefur ekki úrskurðað um gæsluvarðhaldið

Edda var fyrst flutt í gæsluvarðhald síðastliðinn þriðjudag vegna komandi réttarhalda í Noregi. Dagsetningin á þeim réttarhöldum hefur ekki verið opinberuð. 

„Tilgangur gæsluvarðhaldsins er að hún sé til taks þegar norsk yfirvöld koma og vilja fá hana afhenta,“ segir Jóhannes. „Hún mótmælti því að hún yrði sett í gæsluvarðhald og sagði að það væri allt of þungbært úrræði, sérstaklega í ljósi þess að það er ekki búið að ákveða dagsetningu þessara réttarhalda sem á að tryggja viðveru hennar við úti í Noregi.“

Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kærður til Landsréttar síðastliðið þriðjudagskvöld en hann hefur ekki enn úrskurðað í málinu. 

„Hvaða viðbjóður er hér í gangi?“ 

Í nótt ætlaði lögreglan að færa Eddu úr landi en um 40 manns hópuðust fyrir utan fangelsið á Hólmsheiði og mótmæltu aðgerðinni. 

Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu, heimsótti Eddu í fangelsið í morgun. Í færslu á Facebook segir Ragnheiður að fulltrúar ríkislögreglustjóra hafi mætt á staðinn um leið og hún yfirgaf svæðið. „Hvaða viðbjóður er hér í gangi?“ spyr Ragnheiður í færslu sem má sjá hér að neðan.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Elsa Þorbjörg Árnadóttir skrifaði
    Það verður fjör þegar Þorsteinn Már verður snúinn niður og sendur til Namibíu...hlýtur að styttast í það...eða?
    0
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Er þessi viðbjóður virkilega að gerast á Íslandi, farið ver með Íslending heldur en útlendar afætur..
    -4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Eddu Bjarkar

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?
GreiningMál Eddu Bjarkar

For­ræð­is­deila Eddu Bjark­ar og barns­föð­ur henn­ar: Hvað gerð­ist eig­in­lega?

Deil­ur ís­lenskra for­eldra, sem hafa stað­ið yf­ir í fimm ár, hafa ver­ið dregn­ar fram í ær­andi skært kast­ljós fjöl­miðla á síð­ast­liðn­um mán­uði. For­eldr­arn­ir, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir og barns­fað­ir henn­ar, eiga sam­an fimm börn og hafa deil­ur þeirra far­ið fram svo oft frammi fyr­ir dóm­stól­um að tvær hend­ur þarf til þess að telja skipt­in.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár