Síðastliðið vor, eftir að Sigurður Helgi Helgason hafði tekið við forstjórastarfinu hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), var útistandandi mál þar gegn lækni hjá einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu Klíníkinni. Læknirinn var talinn hafa ofrukkað stofnunina, og þar með íslenska ríkið, um tugi milljóna króna og látið ófaglærða starfsmenn vinna verk sem læknirinn átti að sjá um. Þetta herma upplýsingar Heimildarinnar.
„Það er fyllsta ástæða til að hafa meira eftirlit með þeirri þjónustu sem greitt er fyrir úr opinberum sjóðum á Íslandi.“
Eitt af því sem slík mál geta leitt til er að Sjúkratryggingar Íslands krefjist endurgreiðslu frá viðkomandi einstaklingi eða fyrirtæki og slíti jafnvel samningum við þessa aðila þannig að þeir geti ekki sinnt heilbrigðisþjónustu með kostnaðarþátttöku ríkisins. Umrætt mál er ekki það fyrsta sem komið hefur upp innan Sjúkratrygginga Íslands sem varðar gjaldtöku Klíníkurinnar, samkvæmt heimildum. Ekkert hefur komið fram opinberlega um þessi mál tengd Klíníkinni innan Sjúkratrygginga.
Athugasemdir (4)