Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Óupplýsti kærleikurinn

Fríða Ís­berg seg­ir frá ljóð­inu sem breytti henni.

Óupplýsti kærleikurinn

Fyrir mér er meðfylgjandi ljóð í raun orðið eins konar anthem fyrir ákveðinn hóp af fólki sem sótti ritlist við Háskóla Íslands meðan Sigurður Pálsson kenndi þar ljóðlist. Og eins og á marga aðra, hafði þetta ljóð mikil áhrif á mig, og mér finnst enn einstaklega gefandi að leggja það fyrir nemendur, þegar ég sjálf held námskeið í ljóðlist. Þetta ljóð er eins og góð plata, þar sem hvert einasta lag hefur verið uppáhalds einhvern tímann.

Í byrjun, árið 2015, fannst mér eiginlega ekki hægt að byrja eða enda ljóð á betri hátt. Síðan fékk ég línuna Við erum ekki án vonar á heilann í svona ár, og núna er það óupplýsti kærleikurinn sem mér finnst mikilvægasta línan í ljóðinu: Alvarlegustu glæpir upplýsast aldrei þrátt fyrir viðleitni margra lögreglumanna. Á sama hátt er einhvers staðar í lífi okkar mikill óupplýstur kærleikur. 

Madrigal 

„Ég erfði dimman skóg þangað sem ég fer sjaldan. En sá dagur kemur þegar dauðir og lifendur skipta um stað. Þá fer skógurinn á hreyfingu. Við erum ekki án vonar. Alvarlegustu glæpir upplýsast aldrei þrátt fyrir viðleitni margra lögreglumanna. Á sama hátt er einhvers staðar í lífi okkar mikill óupplýstur kærleikur. Ég erfði dimman skóg en í dag geng ég í öðrum skógi, og hann er bjartur. Allt sem lifir syngur, hlykkjast, iðar og skríður! Það er vor og loftið ákaflega sterkt. Ég hef próf úr háskóla gleymskunnar og er jafn tómhentur og skyrtan á þvottasnúrunni.“ 

Tomas Tranströmer, úr Fyrir lifendur og dauða, 1989.

Þýðing: Njörður P. Njarðvík.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár