Óupplýsti kærleikurinn

Fríða Ís­berg seg­ir frá ljóð­inu sem breytti henni.

Óupplýsti kærleikurinn

Fyrir mér er meðfylgjandi ljóð í raun orðið eins konar anthem fyrir ákveðinn hóp af fólki sem sótti ritlist við Háskóla Íslands meðan Sigurður Pálsson kenndi þar ljóðlist. Og eins og á marga aðra, hafði þetta ljóð mikil áhrif á mig, og mér finnst enn einstaklega gefandi að leggja það fyrir nemendur, þegar ég sjálf held námskeið í ljóðlist. Þetta ljóð er eins og góð plata, þar sem hvert einasta lag hefur verið uppáhalds einhvern tímann.

Í byrjun, árið 2015, fannst mér eiginlega ekki hægt að byrja eða enda ljóð á betri hátt. Síðan fékk ég línuna Við erum ekki án vonar á heilann í svona ár, og núna er það óupplýsti kærleikurinn sem mér finnst mikilvægasta línan í ljóðinu: Alvarlegustu glæpir upplýsast aldrei þrátt fyrir viðleitni margra lögreglumanna. Á sama hátt er einhvers staðar í lífi okkar mikill óupplýstur kærleikur. 

Madrigal 

„Ég erfði dimman skóg þangað sem ég fer sjaldan. En sá dagur kemur þegar dauðir og lifendur skipta um stað. Þá fer skógurinn á hreyfingu. Við erum ekki án vonar. Alvarlegustu glæpir upplýsast aldrei þrátt fyrir viðleitni margra lögreglumanna. Á sama hátt er einhvers staðar í lífi okkar mikill óupplýstur kærleikur. Ég erfði dimman skóg en í dag geng ég í öðrum skógi, og hann er bjartur. Allt sem lifir syngur, hlykkjast, iðar og skríður! Það er vor og loftið ákaflega sterkt. Ég hef próf úr háskóla gleymskunnar og er jafn tómhentur og skyrtan á þvottasnúrunni.“ 

Tomas Tranströmer, úr Fyrir lifendur og dauða, 1989.

Þýðing: Njörður P. Njarðvík.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár