Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Er markmiðið „að tryggja að konan mæti fyrir dóm á tilteknum degi“?

Þing­mað­ur Flokks fólks­ins spurði for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Al­þingi hvers vegna stjórn­völd beiti ekki með­al­hófi í framsali á ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um?

Er markmiðið „að tryggja að konan mæti fyrir dóm á tilteknum degi“?
Meðalhóf? Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Mynd: Bára Huld Beck

Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi, hvernig það mætti vera að íslensk stjórnvöld ákveði að framselja íslenskan ríkisborgara úr landi og út í það sem hann kallaði óvissuna í Noregi.

Tilefnið var mál Eddu Bjarkar Arnarsdóttur sem var handtekin í gær eftir að handtökuskipun var lögð á hana frá Noregi þar sem forsjárdeilur standa yfir milli hennar og fyrrverandi eiginmanns.

Tómas sagði markmið framsalsbeiðninnar vera það eitt „að tryggja að konan mæti fyrir dóm á tilteknum degi sem hefur ekki einu sinni verið ákveðinn.“

„Konan hefur lýst því yfir að hún hugðist mæta í dómsal þegar þar að kæmi hvort sem er. Nú á þessari stundu þarf hún að dúsa í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Það getur vel verið að konan þurfi að dvelja í gæsluvarðhaldi í Noregi fram eftir næsta ári vegna þess að dómstólar eru ekki alltaf fljótir að setja mál á dagskrá. Ofan á allt eru að koma jól. Hvers vegna beita stjórnvöld ekki meðalhófi við framsal eigin þegna?“ spurði Tómas. 

Í svari Katrínar sagðist hún ekki vera með neinar nákvæmar upplýsingar um þetta mál umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Hún telur að framsalið byggist á framsalssamningi milli Noregs og Íslands. Löggæslan á Íslandi sé bundin framsalssamningum og beri því að fylgja slíkum reglum. Hún tekur undir að það sé mikilvægt að huga að hagsmunum barnanna. 

Edda Björk var handtekin í gær eftir að handtökuskipun var lögð fram gegn henni frá Noregi þar sem forsjárdeilur standa yfir milli hennar og fyrrverandi eiginmanns. Fer faðir drengjanna einn með forsjána en Edda kom með drengina til Íslands fyrir ári síðan án hans vitundar. Í lok júlí í ár óskaði lögreglan í Noregi eftir að Edda yrði framseld til Noregs til að vera viðstödd réttarhöld um forsjármál drengjanna. Situr nú Edda í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði og bíður eftir framsali til Noregs.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Ánæjulegt að Tommi skuli rumska.Förum að lögum og breitum þeim sem eru ekki nógu góð
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Ég er alls ekki að taka neina afstöðu til eða frá í þessu sorglega máli.
    En mér er mynnisstætt þega saksóknari Namibíu fór fram á framsal á glæpa hyski samherja mútursamstæðunar.
    Þá stóð ekki á svörum ríkisÓstjórnarinnar.
    Við framseljum ekki „íslenska“ ríkisborgara til annara landa.
    Er hér ekki mikill tvískinnungur í gangi og mismunun ?
    5
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Ótrúlegt að blessuð konan skuli vera meðhöndluð sem einhver glæpamaður!
    Getur verið að eitthvað mikið sé að í samskiptum frændþjóða?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár