Er markmiðið „að tryggja að konan mæti fyrir dóm á tilteknum degi“?

Þing­mað­ur Flokks fólks­ins spurði for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Al­þingi hvers vegna stjórn­völd beiti ekki með­al­hófi í framsali á ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um?

Er markmiðið „að tryggja að konan mæti fyrir dóm á tilteknum degi“?
Meðalhóf? Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Mynd: Bára Huld Beck

Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi, hvernig það mætti vera að íslensk stjórnvöld ákveði að framselja íslenskan ríkisborgara úr landi og út í það sem hann kallaði óvissuna í Noregi.

Tilefnið var mál Eddu Bjarkar Arnarsdóttur sem var handtekin í gær eftir að handtökuskipun var lögð á hana frá Noregi þar sem forsjárdeilur standa yfir milli hennar og fyrrverandi eiginmanns.

Tómas sagði markmið framsalsbeiðninnar vera það eitt „að tryggja að konan mæti fyrir dóm á tilteknum degi sem hefur ekki einu sinni verið ákveðinn.“

„Konan hefur lýst því yfir að hún hugðist mæta í dómsal þegar þar að kæmi hvort sem er. Nú á þessari stundu þarf hún að dúsa í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Það getur vel verið að konan þurfi að dvelja í gæsluvarðhaldi í Noregi fram eftir næsta ári vegna þess að dómstólar eru ekki alltaf fljótir að setja mál á dagskrá. Ofan á allt eru að koma jól. Hvers vegna beita stjórnvöld ekki meðalhófi við framsal eigin þegna?“ spurði Tómas. 

Í svari Katrínar sagðist hún ekki vera með neinar nákvæmar upplýsingar um þetta mál umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Hún telur að framsalið byggist á framsalssamningi milli Noregs og Íslands. Löggæslan á Íslandi sé bundin framsalssamningum og beri því að fylgja slíkum reglum. Hún tekur undir að það sé mikilvægt að huga að hagsmunum barnanna. 

Edda Björk var handtekin í gær eftir að handtökuskipun var lögð fram gegn henni frá Noregi þar sem forsjárdeilur standa yfir milli hennar og fyrrverandi eiginmanns. Fer faðir drengjanna einn með forsjána en Edda kom með drengina til Íslands fyrir ári síðan án hans vitundar. Í lok júlí í ár óskaði lögreglan í Noregi eftir að Edda yrði framseld til Noregs til að vera viðstödd réttarhöld um forsjármál drengjanna. Situr nú Edda í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði og bíður eftir framsali til Noregs.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Ánæjulegt að Tommi skuli rumska.Förum að lögum og breitum þeim sem eru ekki nógu góð
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Ég er alls ekki að taka neina afstöðu til eða frá í þessu sorglega máli.
    En mér er mynnisstætt þega saksóknari Namibíu fór fram á framsal á glæpa hyski samherja mútursamstæðunar.
    Þá stóð ekki á svörum ríkisÓstjórnarinnar.
    Við framseljum ekki „íslenska“ ríkisborgara til annara landa.
    Er hér ekki mikill tvískinnungur í gangi og mismunun ?
    5
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Ótrúlegt að blessuð konan skuli vera meðhöndluð sem einhver glæpamaður!
    Getur verið að eitthvað mikið sé að í samskiptum frændþjóða?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár