Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Ætli það hafi minnkað álag á börnin að handtaka móður þeirra?“

Dóms­mála­ráð­herra ræddi við barna­mála­ráð­herra um til­raun lög­reglu til að flytja þrjá ís­lenska drengi til föð­ur síns í Nor­egi í gær­kvöld. Móð­ir drengj­anna var hand­tek­in en sleppt skömmu síð­ar og að­gerð­inni frest­að. Þing­mað­ur Pírata spyr hvort stjórn­völd ráði við með­ferð að­fara­gerða.

„Ætli það hafi minnkað álag á börnin að handtaka móður þeirra?“
Aðfarargerð Edda Björk Arnardóttir var handtekin í gærkvöldi þegar flytja átti þrjá syni hennar úr landi til föður þeirra í Noregi. Lögreglumenn voru einkennisklddir, þvert á það sem kveður á um í barnalögum. Aðgerðinni var frestað og dómsmálaráðherra ætlar að fara yfir verkferla.

„Í gær horfðu þrír ungir drengir, 10 og 12 ára, upp á móður sína handtekna, lögreglubíla og mótorhjól mæta, með sírenur og fjölda lögreglumanna í fullum klæðum til þess að fjarlægja þá af heimili sínu, færa þá úr landi og í hendur föður síns af hans kröfu en gegn þeirra vilja.“

Þannig hóf Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, fyrirspurn sína til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Drengirnir eru synir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Í mars í fyrra sótti hún þá með einkaflugvél til Noregs og flutti til Íslands, þvert á úrskurð norskra yfirvalda sem dæmt hafði föður þeirra fullt forræði yfir drengjunum, en faðirinn býr í Noregi. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að faðirinn fer með forsjá drengjanna. 

„Hætt var við aðgerðina þar sem börnin vildu ekki fara. En var þetta í fyrsta skipti sem börnin voru spurð? Aldeilis ekki. Lögmaður móðurinnar hefur ítrekað bent á matsgerð dómkvadds sálfræðings þar sem kemur fram eindreginn vilji drengjanna til að vilja vera á Íslandi hjá móður sinni,“ sagði Arndís og vísaði í 45. grein barnalaga þar sem kemur fram að ef sá sem barn dvelst hjá neitar að afhenda það réttum forsjármanni getur héraðsdómari, að kröfu viðkomandi, ákveðið að lögheimili eða forsjá verði komið á með aðfaragerð. Í framhaldi vísaði hún í 43. grein laganna: „Gefa skal barni kost á að tjá sig um mál og taka skal tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska.“   

Þingmaður PírataArndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir spurði dómsmálaráðherra út í aðfarargerð lögreglu og sýslumanns.

Í barnalögum kemur einnig fram að við aðfarargerð skulu lögreglumenn vera óeinkennisklæddir. „Framkvæmd aðfarar skal hagað þannig að sem minnst álag verði fyrir barn og er sýslumanni heimilt að stöðva gerðina telji hann sérstaka hættu á að barn hljóti skaða af framhaldi hennar.“

„Ætli það hafi minnkað álag á börnin að handtaka móður þeirra?“ spurði Arndís Anna, áður en hún spurði dómsmálaráðherra hvort hún telji „nýleg dæmi um ofbeldisfullar aðfaragerðir í þessum málum þar sem foreldrar barna eru handtekin fyrir framan þau, aðgerðir sem farið er í gegn vilja barnanna sem um ræðir og í trássi við lágmarksreglur um meðalhóf og aðrar reglur sem um þessi mál gilda, bera þess merki að stjórnvöld ráði við meðferð þessara heimilda?“

„Hvað hyggst hæstvirtur ráðherra gera til að þessu linni, til að tryggja að grundvallarreglum um réttindi barna til að tjá sig um málefni er þau varða sé fylgt, að skoðanir þeirra séu virtar í samræmi við aldur og þroska og að hagsmunir barna séu hafðir að leiðarljósi?“ spurði Arndís Anna. 

„Eins og þarna væri um sekasta fíkniefnabarón Íslands að ræða“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði það hafa tekið verulega á að sjá umfjöllun fjölmiðla um aðgerð lögreglu og sýslumanns í gærkvöldi. „Ég vil líka fá að segja að það bærðust auðvitað þær tilfinningar í brjósti mínu hvort — já, áhyggjur mínar af velferð barnanna í þessum aðstæðum sem þarna sköpuðust.“

Hún sagðist samt sem áður ekki þekkja málið og ekki hafa heimild til að tjá sig um einstök mál. 

DómsmálaráðherraGuðrún Hafsteinsdóttir hefur rætt við Ásmund Einar Daðason, barnamálarðaherra, um aðfarargerð lögreglu og sýslumanns.

Arndís Anna gaf lítið fyrir svör ráðherra og ítrekaði atburðarásina við heimili fjölskyldunni í gærkvöldi. „Þarna voru komnir þrír til fjórir lögreglubílar, tvö mótorhjól, allir lögreglumenn í fullum skrúða með sírenum og ljósum og öllu tilheyrandi; götum lokað og annað, eins og þarna væri um sekasta fíkniefnabarón Íslands að ræða.“ Því næst endurtók hún spurningu sína til ráðherra: „Hvað hyggst ráðherra gera til að koma skikki á þessi mál?“

Guðrún sagðist hafa rætt aðgerðina við Ásmund Einar Daðason, barnamálaráðherra. Hún segist taka því alvarlega að lögreglumenn voru ekki óeinkennisklæddir í aðgerðum gærkvöldsins. „Það kemur skýrt fram að lögreglumenn skuli vera óeinkennislæddir. Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær að þá var það ekki raunin.“  

„Heldur betur ekki,“ skaut Arndís Anna inn í úr þingsal. „Ég tek því alvarlega,“ hélt ráðherra áfram og sagðist ætla að taka verkferla til skoðunar. „Það verður farið yfir málið.“ Það hyggst hún vinna í sameiningu við barnamálaráðherra. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi og hagsmuni barna á Íslandi.“

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Efast þingmaður Pírata um landslög,var þá ekki nægur timi til að vinna að þeim breitingum sem þingmaðurin hefur talið þurfa,en ekki standa núna fyrir upphlaupi og tilfininga klámi.
    -4
    • Kolbrún Arnardóttir skrifaði
      Þarna er bókstaflega verið að benda á að "ríkisvaldið" sýslumaður braut lög við framkvæmdina á þann hátt að það sé líklegt til að valda börnunum skaða.
      -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
2
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
5
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
7
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
8
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
7
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár