Vilja nýta sandinn „áður en hann hverfur endanlega“

Fyr­ir­tæk­ið LavaConcept vill taka sand úr fjör­unni við Vík í Mýr­dal og flytja hann til Þýska­lands. Á hverju ári yrðu um 50 þús­und tonn af sandi flutt land­leið­ina til Þor­láks­hafn­ar á flutn­inga­bíl­um sem færu 12–16 ferð­ir þá daga sem vinnsl­an yrði í gangi.

Vilja nýta sandinn „áður en hann hverfur endanlega“
Reynisdrangar Efnistökusvæðið er áformað um 11 kílómetrum austan við þéttbýli Víkur í Mýrdal. Mynd: Úr matsskýrslu

Þegar Katla gaus árið 1918 ruddist milljarður rúmmetra af sandi fram og myndaði m.a. Kötlutanga. Í miðri þessari stóru sandauðn stendur Hjörleifshöfði eins og eyja. Eigendur hans í dag, þessa tilkomumikla náttúrufyrirbæris, stofnuðu fyrir áratug fyrirtækið LavaConcept Iceland ehf. og hófu rannsóknir á sandinum með það í huga að skapa úr honum verðmæti, líkt og segir í nýútgefinni matsskýrslu áformaðrar framkvæmdar sem snýst um að flytja hundruð þúsunda tonna af sandinum úr fjörunni sunnan höfðans til Þýskalands.

Frá því að Kötlutangi myndaðist hefur hann stöðugt verið að ganga til baka. Landbrot á þessu svæði er mikið og segja framkvæmdaaðilar að nú sé strandlínan farin að nálgast mjög þá stöðu sem hún var í árið 1904. „Hyggst framkvæmdaraðili,“ segir í matsskýrslunni, „nýta sandinn og gera verðmæti úr honum áður en hann hverfur endanlega“.

 LavaConcept hefur þegar gert samning við þýska kaupendur á sandinum og yrði hann notaður til sandblásturs. Til stendur …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Græðgin er óseðjandi
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Kolefnishlutleysi ætti að vera skilyrði fyrir leyfið, bæði á vinnslusvæðinu og svo flutninginn. Þá meina ég alvöru kolefnishlutleysi, ekki vafasaman kolefnisjafnað eða ennþá verra einhver aflátsbréf.
    0
  • ÁS
    Áslaug Sigurjónsdóttir skrifaði
    Mér er spurn, ef þetta efni þessi sandur er svona mikilvægur, er þá ekki best að við hér á Íslandi notum hann, er einhver sem er inn í þessu hvort við gætum nýtt sandinn til uppbyggingar eins og þetta fyrirtæki ætlar að gera?
    0
  • Osk Magnusdottir skrifaði
    Vegurinn í gegnu Selfoss ber enga veginn þessa þungu flutninga,nóg er nú umferðinn fyrir.
    0
  • Ingibjörg Þorleifsdóttir skrifaði
    Hver á þetta fyrirtæki?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár