Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fantasía, furðusaga í tíma og rúmi

Ís­lend­ing­ar eign­uð­ust fyrstu þýð­ingu á Para­dís­armissi ár­ið 1828 en þá kom út á bók þýð­ing Jóns Þor­láks­son­ar frá Bæg­isá. Þótt um þýð­ingu Jóns frá Bæg­isá sé fátt nema gott að segja er ljóst að hún er ekki besti kost­ur­inn fyr­ir les­end­ur 21. ald­ar og því er það mik­ið fagn­að­ar­efni að út sé kom­in glæ­ný þýð­ing Jóns Er­lends­son­ar. Það er að­dá­un­ar­vert þeg­ar menn ráð­ast í þýð­ingu á slíku stór­virki af áhuga, elju og færni, eins og hér er raun­in.

Fantasía, furðusaga í tíma og rúmi
Bók

Para­dís­armiss­ir

Höfundur John Milton/Jón Erlendsson
Forlagið
519 blaðsíður
Niðurstaða:

Paradísarmissir í þýðingu Jóns Erlendssonar er afreksverk sem hann á mikið lof skilið fyrir að hafa unnið, þótt hér gefist ekki færi á samanburði við frumtextann er ljóst að þýðingartextinn er hreint afbragð; hann er tær og skiljanlegur og rennur vel áfram og á því að mínu mati skilið allar þær stjörnur sem í boði eru.

Gefðu umsögn

Paradísarmissir Johns Milton (1608-1674) er eitt þekktasta söguljóð heimsbókmenntanna og líklega hafa flestir heyrt þess getið en sennilega fáir lesið nema sérfræðingar og sérlegir áhugamenn um slíkar bókmenntir. Verkið kom fyrst út árið 1667 í tíu bókum en í endanlegri útgáfu á dánarári Miltons, 1674, og var því deilt niður í tólf bækur. Íslendingar eignuðust fyrstu þýðingu á ljóðinu árið 1828 en þá kom út á bók þýðing Jóns Þorlákssonar frá Bægisá en hann sneri söguljóði Miltons yfir á íslenska bragarháttinn fornyrðislag, af mikilli list. Þýðing Jóns frá Bægisá er að sjálfsögðu löngu ófáanleg en má þó nálgast í rafrænu formi á vef Landsbókasafns, baekur.is, fyrir þá sem kynna vilja sér þessa eldri þýðingu.

Þótt um þýðingu Jóns frá Bægisá sé fátt nema gott að segja er ljóst að hún er ekki besti kosturinn fyrir lesendur 21. aldar og því er það mikið fagnaðarefni að út sé komin glæný þýðing Jóns Erlendssonar. Það er aðdáunarvert þegar menn ráðast í þýðingu á slíku stórvirki af áhuga, elju og færni, eins og hér er raunin. Jón sagði frá því í viðtali í Kiljunni að hann hefði þýtt hinar þrettán þúsund ljóðlínur Miltons á sjö ára tímabili og ljóst að nostrað hefur verið við textann. Jón þýðir ljóðið í sama bragarhætti og frumtextinn; stakhendu (e. blank verse) sem vísar til ljóðlínu sem stendur stök, er óháð rími og er sett saman úr fimm hnígandi tvíliðum. Hann heldur þessu formi en bætir við íslenskri stuðlasetningu sem, eins og flestir vita, eykur áhrifamátt hrynjandinnar í hverju kvæði.

„Það er mikill fengur að inngangi Ástráðs og víst að hann greiðir leið hins almenna lesanda að þessu 17. aldar söguljóði“

En á þetta sautjándu aldar söguljóð erindi við nútímann, gæti einhver spurt, og líkt og Egill Helgason spurði í Kiljunni: „Er hægt að lesa þetta sér til ánægju?“ Ég svara þessum spurningum tvímælalaust játandi og bendi á að efniviðurinn er sóttur í stórbrotnar biblíulegar goðsögur og ber keim af fantasíu og furðum, eins og Ástráður Eysteinsson bendir á í inngangi sínum að bókinni og ég geri að yfirskrift þessarar umsagnar: „Paradísarmissir er fantasía, furðusaga í tíma og rúmi“ (bls. 31). Ungt fólk er áhugasamt um slíkt efni og ekki spillir fyrir að í ljóðinu er mikið um stórbrotin átök, óhlýðni og uppreisnir, bardaga og styrjaldir, ástir og syndir … svo fátt eitt sé talið.

Eins og titillinn vísar til fjallar Paradísarmissir um brottrekstur Adams og Evu úr Edengarði: „Þar á einum stað var nautn og notum / náttúrunnar allrar fyrir komið“ og falls þeirra þegar þau átu af ávexti Skilningstrésins:

„Herlegast og hæst bar Lífsinstréð

hlaðið gullnum blóma eilífum,

í næsta beði bani mannsins óx,

björkin hættulega, Skilningtréð.

Dýru verði vitneskjan um gott

var þar keypt við þekkinguna‘ á illu.“ (bls. 165)

En fall Adams og Evu er ekki eina fallið sem söguljóðið fjallar um; það hefst á falli engilsins Lúsífers sem missir sig í afbrýðisemi þegar Guð skapar son sinn Messías og gerir hann að hæstráðanda í Himnaríki ásamt sér sjálfum. Lúsífer, sem var meðal hæst settu engla, finnst hann afsettur og efnir til uppreisnar í Himnaríki og fær með sér í lið um þriðjung englaskarans sem berjast við lið Guðs þar til hann kallar á son sinn Messías sem steypir Lúsífer og öllum hans englaher fram af brún Himnaríkis. Þaðan falla þeir í níu dægur lóðbeint niður í hið nýskapaða Víti. Lúsífer sem upplifir sinn eigin Paradísarmissi og breytist í Satan, ályktar síðar: „Orrustan er töpuð, ekki stríðið, / ósigraður viljinn, kjarkurinn / og hatrammasti hefndarráðaþorstinn / og hugur til að berjast endalaust“ (bls. 50). Hefndin sem Satan ráðgerir felst í að spilla því nýja mannkyni sem Guð hefur skapað og sett niður í Edensgarð; koma syndinni í heiminn og vinna þannig á móti sköpunarverki Guðs.

Margir hafa bent á að persóna Lúsífers/Satans í Paradísarmissi Miltons sé í raun sú sem er mest „heillandi“. Hann er í raun margþættur og flókinn persónuleiki, á oft í sálarstríði og iðrast, þótt illskan hafi ætíð yfirhöndina. Í fjórðu bók, þar sem hann er á leið til Edensgarðs í þeim erindagjörðum að táldraga þau Adam og Evu, er lýst efasemdum hans um eigin gjörðir, ótta hans, öfund og örvæntingu. 

„þýðingartextinn er hreint afbragð; hann er tær og skiljanlegur og rennur vel áfram og á því að mínu mati skilið allar þær stjörnur sem í boði eru“

Í upphafi hverrar bókar eru efnisatriðum ljóðlínanna sem bókin samanstendur af lýst í lausu máli og er það góð hjálp fyrir lesanda að byrja á þeim inngangi áður en ljóðtextinn er lesinn. Þýðing Jóns Erlendssonar er þó á svo þjálu og góðu máli að það er litlum erfiðleikum bundið að skilja framvindu atburða.

Eins og áður segir skrifar Ástráður Eysteinsson langan og vandaðan inngang að verkinu sem hefur yfirskriftina: „Himnaríki, jörð og aðrir staðir“ þar sem hann segir frá skáldinu, gerir góða grein fyrir  tilurð ljóðsins, bragarhætti þess, hugmyndaheimi og uppbyggingu verksins og setur í bókmenntalegt samhengi. Það er mikill fengur að inngangi Ástráðs og víst að hann greiðir leið hins almenna lesanda að þessu 17. aldar söguljóði. 

Paradísarmissir í þýðingu Jóns Erlendssonar er afreksverk sem hann á mikið lof skilið fyrir að hafa unnið, þótt hér gefist ekki færi á samanburði við frumtextann er ljóst að þýðingartextinn er hreint afbragð; hann er tær og skiljanlegur og rennur vel áfram og á því að mínu mati skilið allar þær stjörnur sem í boði eru. Auk þess er bókin fallegur gripur, textann fleyga frábærar koparstungur franska listamannsins Gustave Dore (1832-1883) sem gaman er að rýna í meðfram lestrinum. Hér gefst bókmenntaáhugamönnum prýðis tækifæri til að kynna sér þetta lykilverk enskra bókmennta og ég skora á þá yngri í þeim hópi að prófa líka; þetta er verk sem gæti verið (og hefur verið) innblástur að nýjum sköpunarverkum í alls kyns listgreinum: ljóðum, myndverkum, sögum, kvikmyndum, þáttaröðum …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár