Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framandi heimur, mundo ajeno

Eins og seg­ir í inn­gangi er bók­in „vitn­is­burð­ur um flækj­ur inn­flytj­anda“ sem set­ur spurn­ing­ar­merki við „hvað það þýð­ir að vera ís­lensk­ur rit­höf­und­ur“. Ljóð með klof­ið hjarta er ekki galla­laus ljóða­bók — sum ljóð­in skilja lít­ið eft­ir sig — en með sinni bráð­snjöllu fram­setn­ingu og tím­an­lega um­fjöll­un­ar­efni er hún merki­legt fram­lag til ís­lenskra sam­tíma­bók­mennta.

Framandi heimur, mundo ajeno
Bók

Ljóð fyr­ir klof­ið hjarta

Höfundur Helen Cova
Karíba útgáfa
56 blaðsíður
Niðurstaða:

Frumlegt og merkilegt framlag til íslenskra innflytjendabókmennta. Ljóðin eru misöflug en taka á brýnum málum á nýstárlegan og áhrifaríkan hátt.

Gefðu umsögn

Margir kannast við að reyna að fóta sig á nýju tungumáli og rekast á vegg. Það er einhver meining í huga manns, einhver stórmerkileg meining, sem manni bara tekst ekki að koma á framfæri. Maður hikar, tafsar, stamar, og lendir að lokum á einhverri málamiðlun milli tungumálsins sem maður hugsar á og þess sem maður reynir að tala á, málamiðlun sem er hvergi nærri þeirri orðsnilld sem maður hafði ætlað sér. Maður lýkur máli sínu með hnút í maganum (var ég að gera mig að fífli?) og vildi óska þess eins að maður hefði aldrei opnað á sér munninn til að byrja með.

Svona upplifanir geta verið nóg til að fá mann til að gefast upp á því að tala ný tungumál. Að halda áfram krefst seiglu. Að gefa út ljóð krefst hugrekkis. Helen Cova, íslenskur rithöfundur af venesúelskum uppruna, er hugrökk svo eftir verður tekið. Ljóð fyrir klofið hjarta er fjórða bók hennar á íslensku, á eftir barnabókunum Snúlla finnst gott að vera einn (2019) og Snúlla finnst erfitt að segja nei (2022) og smásagnasafninu Sjálfsát: Að éta sjálfan sig (2020). Allar komu þessar bækur út á ensku og/eða spænsku samhliða íslensku útgáfunni. Helen hefur því lagt áherslu á fjöltyngi í sinni útgáfustarfsemi, en í Ljóðum fyrir klofið hjarta einblínir hún beint á þá tilfinningu að vera klofinn milli tveggja tungumálaheima. Niðurstaðan er afskaplega frumleg ljóðabók svo eftir verður tekið.

Eins og segir í inngangi er bókin „vitnisburður um flækjur innflytjanda“ sem setur spurningarmerki við „hvað það þýðir að vera íslenskur rithöfundur“. Bókin nær þessu fram með því að birta ljóðin í tveimur dálkum. Vinstra megin birtist uppkastið, handrit höfundarins, oftast á íslensku en með orð eða setningar á spænsku á milli og ýmsar „villur“ í beygingum og stafsetningu íslensku orðanna. Þar sjáum við það sem Helen kallar „mína íslensku, framsetningu á tungumáli sem stöðugt er lært og skoðað, mótað af flækjum innflytjanda lífsins […] með öllum sínum ófullkomleika“.

Ljóðabókin „upphefur þennan ófullkomleika“, setur hann á svið og neitar að skammast sín fyrir hann. Hægra megin birtast svo sömu ljóð eftir að hafa verið yfirlesin og snúið yfir á reglubundnari, staðlaðri íslensku til að „móta ljóðin að heimi bókmenningarinnar sem þau voru ætluð“.

Að mati þessa lesanda er engin spurning um að ljóðin vinstra megin, þau hráu og handskrifuðu, skara fram úr þeim yfirlesnu hægra megin. Handskrifuðu ljóðin bera sterkan spænskan keim, ekki bara í þeirri merkingu að vera að hluta til á spænsku, heldur í ljóðrænni áherslu. Myndlíkingarnar eru stórar, háleit orð eru valin frekar en lágstemmd, línurnar eru stuttar og knappar. Hægra megin verður allt íslenskara, jarðbundnara og grárra og missir stundum flugið. En það er í samsetningunni sem snilld bókarinnar liggur.

„Niðurstaðan er afskaplega frumleg ljóðabók svo eftir verður tekið“

Vinstra megin sjáum við „Por qué es que / aunque vienes / de mundo ajeno / virðist þú vera / svo nálægt mér?“ Hægra megin birtist „Hvers vegna. / Jafnvel þó / þú komir frá / andstæðum heimi / virðist þú vera mér / samstæður?“ Það er eins og dálkarnir séu að varpa spurningunum hvor til annars. Útgáfurnar tvær af ljóðinu eru auðvitað nálægar og samstæðar, en þær eru líka hvor annarri framandi (þannig myndi ég persónulega þýða ajeno, frekar en „andstæður“). En það sem finnst vinstra megin er einhvern veginn sannara, en styrkist þó bara af nærveru stöðluðu íslenskunnar til hliðar við sig.

Bókinni er skipt í þrjá kafla, eða þrjú sjónarhorn: „Ísland“, „Venezuela“ og „Bæði“. Horft er á Ísland frá Venesúela, á Venesúela frá Íslandi, og í báðar áttir í senn. Hér birtist kunnuglegt stef úr innflytjendabókmenntum allra landa: Hafandi flutt úr heimalandinu, kemst maður nokkurn tímann til baka að fullu? Eða hefur maður breyst varanlega, er maður orðinn „svikari heimalandsins“ // „traidora de la patria“? Í tilfelli Helenar er þessi spurning enn brýnni, þar sem ástandið í Venesúela er skelfilegt eins og við flest þekkjum. Það dregur þó ekkert úr löngun íslenskra stjórnvalda til að vísa Venesúelamönnum á Íslandi aftur „heim“, hvað sem það nú þýðir.

Helen spyr eins og svo margir hljóta að gera á Íslandi nú: „Hvaða ónefnda / refsing bíður / þessarar konu?“ Ljóðmælandi er milli steins og sleggju: „Ísland / mun brjóta beinin mín / með klakanum sínum … með sínu myrkri / vægðarlaust / endalaust“, en „Venesúela / mun brjóta beinin mín / með byssunni … Með vélbyssunni, / vægðarlaus, / endalaus“. 

Ljóð með klofið hjarta er ekki gallalaus ljóðabók, sum ljóðin skilja lítið eftir sig, en með sinni bráðsnjöllu framsetningu og tímanlega umfjöllunarefni er hún merkilegt framlag til íslenskra samtímabókmennta. Við þurfum fleiri Íslendinga á borð við Helen Cova og færri á borð við dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár