Stjórn Marel segir það ekki samræmast hagsmunum hluthafa að samþykkja viljayfirlýsingu um kaup á öllu hlutafé í fyrirtækinu. Samhliða yfirlýsingunni, sem var ekki bindandi, fylgdi „óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7 prósent hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna.“ Eyrir Invest er langstæsti einstaki eigandi Marel.
Það var fyrirtækið JBT Corporation sem lagði fram hina óskuldbindandi viljayfirlýsingu. „Stjórnin samþykkti einróma að viljayfirlýsingin sé ekki í þágu hagsmuna hluthafa Marel, hún taki hvorki tillit til innra virðis rekstrar Marel, né þeirrar áhættu sem fælist í framkvæmd viðskiptanna,“ segir í tilkynningu stjórnar Marel til Kauphallarinnar.
Yfirlýsingin varð opinber klukkan fjögur um nótt aðfaranótt síðastliðins föstudags. Þá birtist óljós tilkynning í Kauphöll Íslands um að óskuldbindandi yfirlýsing varðandi mögulegt tilboð í öll bréf í Marel hefði borist. Ekkert kom fram hver hefði gert hið mögulega tilboð né hversu hátt það væri.
Klukkan 10:20 …
Athugasemdir