Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég var búin að drekka of mikið og brást illa við þegar dyraverðir opnuðu hurðina á klósettinu“

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, seg­ir að hegð­un henn­ar hafi ekki ver­ið til fyr­ir­mynd­ar á föstu­dags­kvöld. Hún hafi beð­ið hlut­að­eig­andi af­sök­un­ar og að sér þyk­ir „leitt að hafa brugð­ist svona við.“

„Ég var búin að drekka of mikið og brást illa við þegar dyraverðir opnuðu hurðina á klósettinu“

„Þetta mál er mér ekki til sóma og mér þykir það mjög leiðinlegt.“ Svona hefst stutt yfirlýsing sem Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, hefur sent frá sér.

Þar segir hún að á föstudagskvöld, þegar hún var handtekin á skemmtistaðnum Kiki, hafi hún verið „búin að drekka of mikið og brást illa við þegar dyraverðir opnuðu hurðina á klósettinu, ég var dónaleg og streittist á móti. Óháð öllu öðru, var hegðun mín ekki til fyrirmyndar.“

Arndís Anna segir að hún hafi beðið hlutaðeigandi afsökunar á framkomu sinni. „Það eru forréttindi að vera kjörinn fulltrúi, því fylgir ábyrgð og mér þykir leitt að hafa brugðist svona við.“

Þingmaðurinn var handtekin á föstudagskvöld eftir að hafa verið talsverðan tíma inni á klósetti skemmtistaðarins Kiki. Dyraverðir staðarins ætluðu vegna þessa að vísa henni út af staðnum. Við það komst hún í mikið uppnám og lögreglan var kölluð til. 

Arndís Anna greindi frá málinu í færslu á Facebook í gær, í kjölfar þess að mbl.is hafði greint frá handtöku hennar. Þar sagði meðan annars: „Ég brá mér á skemmtistað á föstudagskvöld, eins og gengur og gerist, og fór á einn minn uppáhaldsstað, Kiki. Ég fór á salernið og var búin að vera þar sjálfsagt í talsverðan tíma þegar dyraverðir opna hurðina.

Mér brá við þetta og við að það stæði til að bera mig út með valdi, þegar mér fannst ekki tilefni til. Ég hef skilning á því að starf dyravarða á skemmtistöðum sé erfitt og ekki síst með fullt hús af fólki í misjöfnu ástandi, þó mín upplifun hafi verið sú að þarna hafi framganga þeirra verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. Ég hef talað við fyrirsvarsmann staðarins sem bað mig afsökunar fyrir þeirra hönd, sem mér þykir afar vænt um.“

Í færslunni í fær sagðist Arndís Anna vera þakklát lögreglunni fyrir þeirra viðbrögð og fagmennsku, og fyrir alúðina sem þau sýndu sér í kjölfarið, enda hafi hún komist í talsvert uppnám við það sem hún kallar aðfarir. „Það að lögreglan taki útkall frá hinsegin skemmtistað alvarlega, hvers eðlis sem það er, og bregðist svona skjótt við er sérstaklega mikilvægt og yljaði það mér um hjartaræturnar í öllum þessum ósköpum."

Heimildin greindi frá því fyrr í dag að samkvæmt frétt sem birtist á vefmiðlinum Nútímanum í morgun staðfestu „heimildarmenn innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu“ við miðilinn í hvernig ástandi Arndís Anna hefði verið þegar lögreglan kom á vettvang á skemmtistaðnum Kiki aðfararnótt laugardags; að hún hefði verið „dáin áfengisdauða,“ upplýsingar sem lögreglan hefur ekki gefið út opinberlega.

Samkvæmt svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Heimildarinnar verða þessar staðhæfingar sem þarna koma fram teknar til skoðunar. Sé þetta rétt, að slíkar upplýsingar hafi borist frá lögreglunni sé það „óheimilt,“ samræmist ekki vinnureglum lögreglunnar og sé brot á trúnaði. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár