Starfsfólk forsætisráðuneytisins segist ekki vita betur en að hundrað milljóna króna styrkur sem útgerðarfélagið Samherji fékk úr Orkusjóði hafi verið veittur á hlutlægum forsendum. Þetta kemur fram í svarbréfi ráðuneytisins við opnu bréfi McHenry Venaani, formanns stærsta stjórnarandstöðuflokks Namibíu, til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
„Þessi styrkur getur með engu móti verið túlkaður sem stuðningur eða viðurkenning á fyrirtækinu í tengslum við starfsemi þess í Namibíu,“ segir í svarbréfinu. Páll Þórhallsson ráðuneytisstjóri og Sighvatur Arnmundsson, upplýsinga og fjölmiðlafulltrúi ráðuneytisins, skrifa undir bréfið til Venaani.
Í bréfinu sem Venaani sendi Katrínu sagði hann að sér og fleirum blöskraði fréttir af því að íslensk stjórnvöld styrktu Samherja á sama tíma og fyrirtækið og fjöldi stjórnenda og starfsmanna væru til rannsóknar vegna alvarlegra spillingarásakana í Namibíu og víðar. Hann skoraði á Katrínu að draga styrk ríkisins til Samherja til baka. …
Það er ekki sama hver stjórnar er auglýsingabragð VG liða ?