Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Palestínska skáldinu Mosab Abu Toha sleppt úr haldi Ísraelshers

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um er­lendra miðla var Mosab Abu Toha, palestínsku verð­launa­skáldi sem hafði skrif­að um ástand­ið á Gaza, sleppt úr haldi Ísra­els­hers á þriðju­dag eft­ir tveggja daga yf­ir­heyrslu og bar­smíð­ar. Vin­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ir að lík­leg­ast hafi hon­um ver­ið sleppt vegna þrýst­ings frá stór­um banda­rísk­um miðl­um á borð við The New Yor­ker.

Palestínska skáldinu Mosab Abu Toha sleppt úr haldi Ísraelshers
Yfirheyrsla og barsmíðar Ísraelski herinn staðfestir að hafa tekið Mosab Abu Toha föngum og fært hann í fangabúðir til yfirheyrslu. Þrátt fyrir að vera á opinberum lista þeirra sem áttu að fá að flýja yfir landamærin er nú búið að taka af Mosab og fjölskyldu hans vegabréfin.

Palestínska verðlaunaskáldinu Mosab Abu Toha var, samkvæmt erlendum miðlum, sleppt úr haldi Ísraelshers síðasta þriðjudag eftir tveggja daga yfirheyrslur. En samkvæmt frétt frá CNN hefur ísraelski herinn staðfest að hafa handtekið hann og yfirheyrt og sakað hann um að vera í samskiptum við hryðjuverkasamtök, ásamt tvö hundruð öðrum. Mosab hafði fjallað um ástandið og líf sitt á Gaza á meðan stríðið hefur staðið yfir fyrir erlenda miðla á borð við The New Yorker.

Hann hafði lýst í smáatriðum hvernig Gaza blasti við honum, hvernig æskuheimilið hans var sprengt í tætlur ásamt tímabundnu heimili hans og fjölskyldu hans í Jabalia flóttamannabúðunum. Diana Buttu, fjölskylduvinur og lögfræðingur segir í samtali við The New York Times að honum hafi líklegast verið sleppt vegna „opinbers þrýstings“, meðal annars frá The New Yorker, þar sem Mosab Abu Toha skrifaði fyrir miðilinn, sem og PEN America samtökunum. „Hann var yfirheyrður og hann var laminn,“ segir Diana Buttu við New York Times. „Þeir börðu hann í magann. Þeir börðu hann í andlitið nokkrum sinnum,“ segir hún. Í fréttinni er einnig tekið fram að tugir fjölskyldna sem lagt höfðu leið sína til suður Gaza til að flýja, hefðu tilkynnt um hvarf sona sinna, eiginmanna og feðra, sem þær sögðu enga tengingu hafa við vopnasveitir, eða Hamas.

Skotið að eiginkonu Mosab

Diana Buttu segist hafa verið í samskiptum við Mosab eftir að honum var sleppt og hann hafi lýst því fyrir henni að á sunnudaginn síðasta hafi hann verið handtekinn, settur í bíla merktum ísraelska hernum og hann keyrður burt til suður Ísrael en allir í þeim bílum voru með bundið fyrir augum. Ísraelski herinn hefur staðfest að Mosab var í haldi í suður Ísrael í fangabúðum.

Þegar honum var sleppt var engum öðrum sleppt úr haldi á sama tíma, segir hún. Eiginkona Mosab, lýsir handtökunni fyrir New York Times, að Mosab hafi verið með þriggja ára son sinn í fanginu þegar hermenn kölluðu til hans og honum skipað að setja hann frá sér. Þegar herinn tók hann í burtu öskraði sonur hans á eftir honum, eins og konan hans orðaði það í samtali við miðilinn. Þá lýsir hún því hvernig hún var hrædd um eigið líf þegar hún hljóp á eftir syni þeirra sem sat á jörðinni. Herinn hefði hótað henni að skjóta á hana og skotið aðvörunarskotum í jörðina. 

Eins og Heimildin greindi frá fyrr í vikunni var Mosab og fjölskylda hans á lista bandaríska utanríkisráðuneytisins yfir þá sem máttu fara yfir landamærin við Rafah en Mosab og fjölskylda hans höfðu búið í Bandaríkjunum áður en þau fluttu aftur til Gaza en yngsti sonur þeirra er bandarískur ríkisborgari. Þegar honum var sleppt úr haldi á þriðjudag var ísraelsher búinn að taka af honum vegabréfið og vegabréf allra í fjölskyldu hans. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er makalaust hvað glæpir geta þrifist lengi bara ef stuðningurinn er nógu ríkur. Ríki sem í krafti auðs síns sem kalla sig einkennilega nokk líðræðisríki, þar sem valið er á milli tveggja eins flokka eru að missa tökin hægt og rólega.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu