Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subway á Íslandi, hefur fengið samþykkt lögbann á að hluti fasteignarinnar á Hringbraut 121, JL-húsið, verði notaðar sem heimili fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í húsinu hafa meðal annars búið umsækjendur um alþjóðlega vernd frá Venesúela. Morgunblaðið greindi frá lögbannssúrskurðinum í morgun en sagði ekki frá því hver hefði farið fram á lögbannið, einungis að það hefði verið einn af eigendum hluta hússins.
„Það er óleyfisdvöl í húsinu.“
Eitt af félögunum sem á fasteignir í JL-húsinu heitir Staðarfjall ehf. Það er í eigu Leiti eignarhaldsfélags ehf. sem er í eigu Skúla Gunnars. Samlokukeðja Skúla Gunnars rekur veitingastað í húsinu. Stærsti hluti hússins er í eigu aðila eins og Félagsbústaða og Myndlistarskóla Íslands.
Reykjavíkurborg hefur leigt hluta húsnæðisins undir heimili fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og hefur …
Athugasemdir (5)