„Frásögn dómsmálaráðherra er afar villandi“

Lög­mað­ur nokk­urra venesú­elskra rík­is­borg­ara sem fóru með leiguflugi Út­lend­inga­stofn­un­ar til Venesúela í gær hyggst fara í dóms­mál við ís­lenska rík­ið fyr­ir hönd þeirra. Hann seg­ir mál­flutn­ing dóms­mála­ráð­herra um at­burð­ina vill­andi.

„Frásögn dómsmálaráðherra er afar villandi“
Ráðherrann Upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins, Fjalar Sigurðarson, hefur neitað beiðni Heimildarinnar um viðtal við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögmaðurinn Helgi Þorsteinsson Silva segir málflutning dómsmálaráðherra um atburðarásina í Venesúela eftir að hælisleitendur voru sendir þangað frá Íslandi villandi. Ráðherrann, Guðrún Hafsteinsdóttir, ræddi málið við mbl.is í dag en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins hefur neitað viðtalsbeiðni Heimildarinnar. 

Í viðtalinu segir Guðrún að hópurinn sé nú frjáls ferða sinna og að allir séu komnir með vegabréfin sín. Heimildin hefur rætt við einn einstakling úr hópnum sem var sleppt í gær. 

„Þeir sem hafa fengið tvöfalda neitun, hjá Útlendingastofnun og kærunefnd, það er eiginlega alveg borðleggjandi að ríkinu verður stefnt til ógildingar á þeim úrskurðum“
Helgi Þorsteinsson Silva

Helgi dregur það ekki sérstaklega í efa að fólkið hafi verið leyst úr haldi en saknar þess að Guðrún sé látin svara fyrir önnur brot á réttindum fólksins sem það hefur sagt frá.  

„Þessi frásögn dómsmálaráðherra er afar villandi því hún tekur ekki á alvarlegustu ásökununum sem hafa komið fram frá tugum fólks við lögmenn sína, ekki bara mig. Þær eru þær að tekið hafi verið af þeim fé og þau látin fylla út ýmis skjöl – þar á meðal að þau hafi framið föðurlandssvik sem er refsivert brot. Hún nefnir það ekki í einu orði,“ segir Helgi. 

„Það eru pólitískar ofsóknir“

Málflutningur ráðherrans sé því ekki lýsandi fyrir ástandið. 

LögmaðurHelgi telur að allnokkrir úr hópnum ættu að fá vernd eftir atburði miðvikudagsins.

Hvað lýsir þá ástandinu? 

„Það að vopnaðar sveitir hafa tekið fjölmörg viðtöl – sem eru frekar eins og yfirheyrslur – af öllum, merkja þau og mynda í bak og fyrir. Einhverjar frásagnir eru um að það hafi verið haft af þeim fé, mjög líklegt að þeir sem halda því enn þá muni ekki halda því mikið lengur og þetta að þau hafi verið látin skrifa undir fjölda skjala án þess að fá að kynna sér efni þeirra. Þau sem hafi þó náð að kynna sér það lauslega hafi séð að þau hafi skrifað undir að þau hafi framið föðurlandssvik. Það lýsir ástandinu. Það eru pólitískar ofsóknir,“ segir Helgi. 

Hann ætlar núna að senda inn viðbótarrökstuðning – byggðan á aðgerðum venesúelskra stjórnvalda gagnvart fólkinu sem flaug til Venesúela frá Íslandi á miðvikudag – fyrir mál fólks sem er enn hér á landi og er í umsóknarferli um alþjóðlega vernd eða hefur fengið neitun.

„Maður gerir ráð fyrir því að margir þeirra gætu í kjölfarið fengið alþjóðlega vernd,“ segir Helgi. „Þeir sem hafa fengið tvöfalda neitun, hjá Útlendingastofnun og kærunefnd, það er eiginlega alveg borðleggjandi að ríkinu verður stefnt til ógildingar á þeim úrskurðum.“

Með vernd á Íslandi en staðsett í Venesúela

Hvað hópinn sem farinn er úr landi varðar segir Helgi að fyrir þau sem drógu umsóknina sína til baka og þáðu far til Venesúela og styrk frá íslenskum stjórnvöldum sé lítið hægt að gera. 

En hvað með fólkið sem fór út og hafði fengið tvöfalda neitun?

„Þeir eru enn með umboð hjá íslenskum lögmanni og fyrir þá mun ég fara í dómsmál þó að þeir séu komnir til Venesúela. Ef það fer þannig eins og ég held að það fari og úrskurðurinn verður ógildur – þá stöndum við frammi fyrir því að þeir eru með vernd á Íslandi en séu í Venesúela.“

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Kalla Karlsdóttir skrifaði
  Þvílíkt og annað eins, á nú að reyna að ljúga þetta fólk inn í landið aftur..
  -8
 • Kristjana Magnusdottir skrifaði
  All líf reynir að forða sér frá hinu óþekkta það gildir jafnt um mannfólkið og dýrin sem við höldum vera lveg skynlaus
  0
 • ÓG
  Ólafur Gunnarsson skrifaði
  Hver borgar löfræðingnum?
  0
  • GEJ
   Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
   Við gerum það í formi skatta, er það ekki augljóst?
   0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Haldið gegn vilja sínum: „Eins og við værum dæmdir glæpamenn“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hald­ið gegn vilja sín­um: „Eins og við vær­um dæmd­ir glæpa­menn“

„Þetta var of­boðs­lega nið­ur­lægj­andi, eins og refs­ing fyr­ir að hafa far­ið úr landi,“ seg­ir Ori­ana Agu­delo Pineda sem lenti ásamt 180 öðr­um Venesúela­bú­um í heima­land­inu í gær. Hún seg­ist ekki hafa feng­ið að hitta ætt­ingja á flug­vell­in­um og að hóp­ur­inn hafi ver­ið færð­ur í hús­næði þar sem þeim er hald­ið gegn vilja þess í tvo daga.
Martröð Venesúelabúa tekur engan enda
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Mar­tröð Venesúela­búa tek­ur eng­an enda

„Ef allt fer á versta veg finnst mér ég alla vega hafa reynt að segja mína sögu,“ seg­ir venesú­elski hæl­is­leit­and­inn Isaac Rodrígu­ez. Út­lend­inga­stofn­un flaug 180 sam­lönd­um hans úr landi í gær. Lög­regl­an tók á móti fólk­inu og færði það í hús­næði þar sem því hef­ur ver­ið gert að dvelja næstu tvo daga á með­an yf­ir­heyrsl­ur fara fram.

Mest lesið

Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
5
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
7
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár