Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Frásögn dómsmálaráðherra er afar villandi“

Lög­mað­ur nokk­urra venesú­elskra rík­is­borg­ara sem fóru með leiguflugi Út­lend­inga­stofn­un­ar til Venesúela í gær hyggst fara í dóms­mál við ís­lenska rík­ið fyr­ir hönd þeirra. Hann seg­ir mál­flutn­ing dóms­mála­ráð­herra um at­burð­ina vill­andi.

„Frásögn dómsmálaráðherra er afar villandi“
Ráðherrann Upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins, Fjalar Sigurðarson, hefur neitað beiðni Heimildarinnar um viðtal við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögmaðurinn Helgi Þorsteinsson Silva segir málflutning dómsmálaráðherra um atburðarásina í Venesúela eftir að hælisleitendur voru sendir þangað frá Íslandi villandi. Ráðherrann, Guðrún Hafsteinsdóttir, ræddi málið við mbl.is í dag en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins hefur neitað viðtalsbeiðni Heimildarinnar. 

Í viðtalinu segir Guðrún að hópurinn sé nú frjáls ferða sinna og að allir séu komnir með vegabréfin sín. Heimildin hefur rætt við einn einstakling úr hópnum sem var sleppt í gær. 

„Þeir sem hafa fengið tvöfalda neitun, hjá Útlendingastofnun og kærunefnd, það er eiginlega alveg borðleggjandi að ríkinu verður stefnt til ógildingar á þeim úrskurðum“
Helgi Þorsteinsson Silva

Helgi dregur það ekki sérstaklega í efa að fólkið hafi verið leyst úr haldi en saknar þess að Guðrún sé látin svara fyrir önnur brot á réttindum fólksins sem það hefur sagt frá.  

„Þessi frásögn dómsmálaráðherra er afar villandi því hún tekur ekki á alvarlegustu ásökununum sem hafa komið fram frá tugum fólks við lögmenn sína, ekki bara mig. Þær eru þær að tekið hafi verið af þeim fé og þau látin fylla út ýmis skjöl – þar á meðal að þau hafi framið föðurlandssvik sem er refsivert brot. Hún nefnir það ekki í einu orði,“ segir Helgi. 

„Það eru pólitískar ofsóknir“

Málflutningur ráðherrans sé því ekki lýsandi fyrir ástandið. 

LögmaðurHelgi telur að allnokkrir úr hópnum ættu að fá vernd eftir atburði miðvikudagsins.

Hvað lýsir þá ástandinu? 

„Það að vopnaðar sveitir hafa tekið fjölmörg viðtöl – sem eru frekar eins og yfirheyrslur – af öllum, merkja þau og mynda í bak og fyrir. Einhverjar frásagnir eru um að það hafi verið haft af þeim fé, mjög líklegt að þeir sem halda því enn þá muni ekki halda því mikið lengur og þetta að þau hafi verið látin skrifa undir fjölda skjala án þess að fá að kynna sér efni þeirra. Þau sem hafi þó náð að kynna sér það lauslega hafi séð að þau hafi skrifað undir að þau hafi framið föðurlandssvik. Það lýsir ástandinu. Það eru pólitískar ofsóknir,“ segir Helgi. 

Hann ætlar núna að senda inn viðbótarrökstuðning – byggðan á aðgerðum venesúelskra stjórnvalda gagnvart fólkinu sem flaug til Venesúela frá Íslandi á miðvikudag – fyrir mál fólks sem er enn hér á landi og er í umsóknarferli um alþjóðlega vernd eða hefur fengið neitun.

„Maður gerir ráð fyrir því að margir þeirra gætu í kjölfarið fengið alþjóðlega vernd,“ segir Helgi. „Þeir sem hafa fengið tvöfalda neitun, hjá Útlendingastofnun og kærunefnd, það er eiginlega alveg borðleggjandi að ríkinu verður stefnt til ógildingar á þeim úrskurðum.“

Með vernd á Íslandi en staðsett í Venesúela

Hvað hópinn sem farinn er úr landi varðar segir Helgi að fyrir þau sem drógu umsóknina sína til baka og þáðu far til Venesúela og styrk frá íslenskum stjórnvöldum sé lítið hægt að gera. 

En hvað með fólkið sem fór út og hafði fengið tvöfalda neitun?

„Þeir eru enn með umboð hjá íslenskum lögmanni og fyrir þá mun ég fara í dómsmál þó að þeir séu komnir til Venesúela. Ef það fer þannig eins og ég held að það fari og úrskurðurinn verður ógildur – þá stöndum við frammi fyrir því að þeir eru með vernd á Íslandi en séu í Venesúela.“

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Þvílíkt og annað eins, á nú að reyna að ljúga þetta fólk inn í landið aftur..
    -8
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    All líf reynir að forða sér frá hinu óþekkta það gildir jafnt um mannfólkið og dýrin sem við höldum vera lveg skynlaus
    0
  • ÓG
    Ólafur Gunnarsson skrifaði
    Hver borgar löfræðingnum?
    0
    • GEJ
      Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
      Við gerum það í formi skatta, er það ekki augljóst?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Hafa ekki fengið lendingarleyfi: „Bíðum enn með tilbúnar ferðatöskur”
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hafa ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi: „Bíð­um enn með til­bún­ar ferða­tösk­ur”

Flug­vél sem átti að flytja venesú­elska hæl­is­leit­end­ur úr landi í lok fe­brú­ar er enn ekki far­in af stað. Sum­ir hæl­is­leit­end­anna voru þeg­ar bún­ir að pakka í tösk­ur og til­bún­ir að yf­ir­gefa land­ið þeg­ar í ljós kom að Út­lend­inga­stofn­un hefði ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi. Þeir lifa nú í bið­stöðu en í Venesúela gæti beð­ið þeirra sól­ar­hrings varð­hald.
„Ég er fórnarlamb pólitískra ofsókna“
Viðtal

„Ég er fórn­ar­lamb póli­tískra of­sókna“

Yuri Kar­ina Bouqu­ette De Al­vara­do frá Venesúela er um­sækj­andi um póli­tíska vernd á Ís­landi. Hún og eig­in­mað­ur henn­ar hafa feng­ið synj­un við um­sókn sinni. Hún lýs­ir því hvernig Venesúela er orð­ið að al­ræð­is­ríki og að hún hafi fund­ið það á eig­in skinni eft­ir að hafa ver­ið starf­andi í stjórn­ar­and­stöðu­flokkn­um Pri­mero Justicia þar sem hún fékk borg­ar­stjóra í land­inu upp á móti sér.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár