Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Krafin um endurgreiðslu launa – „Hvílík vanvirðing“

Fjöl­miðla­kon­an Mar­grét Erla Maack fékk ekki greidd laun síð­asta mán­uð­inn sem hún vann fyr­ir Hring­braut þar sem hún var verktaki er Torg fór í þrot. Þetta var högg en hún var far­in „að sjá til sól­ar“ þeg­ar hún var svo kraf­in um end­ur­greiðslu launa fyr­ir mán­uð­inn þar á und­an.

Krafin um endurgreiðslu launa – „Hvílík vanvirðing“
Fjölmiðlakona Margrét Erla Maack hefur í staðið í ströngu frá því snemma á síðasta ári er hún missti vinnuna á Hringbraut þegar Torg fór í þrot. Mynd: Heiða Helgadóttir

Margrét Erla Maack segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við fyrrverandi eigendur Torgs og þrotabú fyrirtækisins. „Leikrit“ er orð sem hún notar til að lýsa því sem á hefur gengið. Hún er nú komin í einkennilega stöðu, fékk ekki greitt fyrir vinnu sína í mars, mánuðinn sem fyrirtækið varð gjaldþrota, og einnig sögð skulda þrotabúinu febrúarlaunin sín.  

Í upphafi árs, þegar hætt var að bera Fréttablaðið í hús, greindi fjölmiðlakonan Margrét Erla, sem vann á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, yfirmönnum sínum frá því að „ef það þyrfti að losa fólk úr vinnu til að spara pening“ væri hún til í að hætta. Lítið var gert úr þessum áhyggjum hennar en aðeins nokkrum vikum seinna eða í lok mars var útgáfufélag miðlanna, Torg, lýst gjaldþrota. Í kjölfarið varð ljóst að Margrét fengi ekki greitt fyrir vinnu sína í marsmánuði enda væri hún svokallaður „gerviverktaki“. Í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag segist hún hvetja fólk eftir fremsta megni til að forðast slíkar ráðningar og viðskiptasambönd. „Engin réttindi, ekki tilkall í ábyrgðarsjóð launa.“

Stórt högg

Margrét skrifar að krafa hennar fyrir vinnuframlag í mars hafi numið 765.900 krónum en Torg, „í krafti lögmanna sinna af Lex“ hafi neitað að viðurkenna þetta forgangskröfu í þrotabúið. „Það er andskoti stórt högg að vinna heilan mánuð og fá ekkert af því greitt. Í ofanálag að vera ákveðið andlit sjónvarpsstöðvar þennan tíma. Hvílík vanvirðing.“

Í sumar segist hún svo hafa mætt „á eitthvað voðalegt leikrit á Lex“ er þar fór fram skiptafundur. Viðstaddir voru meðal annarra Helgi Magnússon, sem átti Torg, og Jón Þórisson sem var forstjóri fyrirtækisins. Á þessum fundi segir Margrét Erla þá hafa fengið „ljósaperumóment“ um að „sækja um pening til fjölmiðlanefndar“ og er þar átt við umsókn um ríkisstyrk til handa fjölmiðlum. Hann fengu þeir hins vegar ekki.

„Daginn eftir þennan fund hringdi Jón Þórisson í mig og bað mig um að skrifa pistla fyrir DV,“ segir Margrét, en Helgi keypti DV út úr Torgi er það hafði verið lýst gjaldþrota. Það gerði hann í gegnum fyrirtækið Fjölmiðlatorg sem hann hafði reyndar stofnað haustið 2022, nokkum mánuðum eftir að Torg varð gjaldþrota.

„Ég hélt að þetta væri símaat,“ segir Margrét Erla um símtalið, „en nei, svo var ekki.“ Hún segist hafa gert Jóni ljóst að hún hefði engan áhuga á að vinna fyrir þetta fólk aftur á ævi sinni. Það skuldaði henni pening. „Og fékk þá hið gullna svar: „Þetta er náttúrulega ekki saman fyrirtækið.“

„Nei,“ svaraði ég „en sama fólkið.“ Í þessu símtali hafi kannski siðferðið verið afhjúpað. „Ný kennitala, sama röddin.“

Margrét, sem er einstæð móðir, segist hafa lagt mikið á sig til að vinna sig upp úr því „fjármálagili“ sem launamissirinn hefði valdið og loks farin að sjá til sólar er hún fékk ábyrgðarbréf þess efnis að henni bæri að greiða til baka síðasta reikninginn sem hún hafði fengið greiddan frá Torgi. Sá reikningur var fyrir vinnu hennar í febrúar og hafði hljóðað upp á rúmlega 700 þúsund krónur.

„Ég er búin að vera orðlaus yfir þessu í nokkurn tíma og mjög lítil í mér,“ skrifar Margrét.. Í bréfinu sagði að henni ætti að vera það ljóst að Torg hefði ekki verið borguinaraðili fyrir reikningnum þar sem um gjaldþrot félagsins hefði verið fjallað í fréttum.

Tilboð og gagntilboð

Lögmaður Margrétar bauð þrotabúinu „skiptidíl“ sem fól í raun í sér að þar sem Torg skuldaði henni laun í mánuð og segði nú hana skulda sér sambærilega upphæð kæmi málið út á sléttu. Þessu tilboði var hins vegar hafnað og gagntilboð sett fram: Að Margrét greiddi til baka 80 prósent af „skuld“ sinni.

„Allt þetta er víst löglegt,“ heldur Margrét áfram í færslu sinni. „Þrotabú Torgs neitar að greiða mér laun því ég var verktaki. Þeir krefja mig um að endurgreiða laun því ég var verktaki. Tveir mánuðir sem ég vann á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í vaskinn.“

Hún segist nú íhuga næstu skref og finnst erfitt að viðurkenna fyrir sjálfri sér að „jafnómerkilegir hlutir og peningar skuli hafa svona mikil og langvarandi áhrif á geðheilsu mína“.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Það er nú kominn tími til að stoppa þetta eilífa kennitöluflakk þar sem fólk er skilið eftir í rúst og þetta fólk heldur bara áfram að setja önnur líf í rúst, þetta er barasta glæpamenn sem eiga heima í fangelsi og hana nú.
    0
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Geturðu utskyrt "gerviverktaki" fyrir mig?

    Það er hrikalegt að lenda i svona glæpamönnum,gangi þer allt i haginn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
6
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár