Krafin um endurgreiðslu launa – „Hvílík vanvirðing“

Fjöl­miðla­kon­an Mar­grét Erla Maack fékk ekki greidd laun síð­asta mán­uð­inn sem hún vann fyr­ir Hring­braut þar sem hún var verktaki er Torg fór í þrot. Þetta var högg en hún var far­in „að sjá til sól­ar“ þeg­ar hún var svo kraf­in um end­ur­greiðslu launa fyr­ir mán­uð­inn þar á und­an.

Krafin um endurgreiðslu launa – „Hvílík vanvirðing“
Fjölmiðlakona Margrét Erla Maack hefur í staðið í ströngu frá því snemma á síðasta ári er hún missti vinnuna á Hringbraut þegar Torg fór í þrot. Mynd: Heiða Helgadóttir

Margrét Erla Maack segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við fyrrverandi eigendur Torgs og þrotabú fyrirtækisins. „Leikrit“ er orð sem hún notar til að lýsa því sem á hefur gengið. Hún er nú komin í einkennilega stöðu, fékk ekki greitt fyrir vinnu sína í mars, mánuðinn sem fyrirtækið varð gjaldþrota, og einnig sögð skulda þrotabúinu febrúarlaunin sín.  

Í upphafi árs, þegar hætt var að bera Fréttablaðið í hús, greindi fjölmiðlakonan Margrét Erla, sem vann á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, yfirmönnum sínum frá því að „ef það þyrfti að losa fólk úr vinnu til að spara pening“ væri hún til í að hætta. Lítið var gert úr þessum áhyggjum hennar en aðeins nokkrum vikum seinna eða í lok mars var útgáfufélag miðlanna, Torg, lýst gjaldþrota. Í kjölfarið varð ljóst að Margrét fengi ekki greitt fyrir vinnu sína í marsmánuði enda væri hún svokallaður „gerviverktaki“. Í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag segist hún hvetja fólk eftir fremsta megni til að forðast slíkar ráðningar og viðskiptasambönd. „Engin réttindi, ekki tilkall í ábyrgðarsjóð launa.“

Stórt högg

Margrét skrifar að krafa hennar fyrir vinnuframlag í mars hafi numið 765.900 krónum en Torg, „í krafti lögmanna sinna af Lex“ hafi neitað að viðurkenna þetta forgangskröfu í þrotabúið. „Það er andskoti stórt högg að vinna heilan mánuð og fá ekkert af því greitt. Í ofanálag að vera ákveðið andlit sjónvarpsstöðvar þennan tíma. Hvílík vanvirðing.“

Í sumar segist hún svo hafa mætt „á eitthvað voðalegt leikrit á Lex“ er þar fór fram skiptafundur. Viðstaddir voru meðal annarra Helgi Magnússon, sem átti Torg, og Jón Þórisson sem var forstjóri fyrirtækisins. Á þessum fundi segir Margrét Erla þá hafa fengið „ljósaperumóment“ um að „sækja um pening til fjölmiðlanefndar“ og er þar átt við umsókn um ríkisstyrk til handa fjölmiðlum. Hann fengu þeir hins vegar ekki.

„Daginn eftir þennan fund hringdi Jón Þórisson í mig og bað mig um að skrifa pistla fyrir DV,“ segir Margrét, en Helgi keypti DV út úr Torgi er það hafði verið lýst gjaldþrota. Það gerði hann í gegnum fyrirtækið Fjölmiðlatorg sem hann hafði reyndar stofnað haustið 2022, nokkum mánuðum eftir að Torg varð gjaldþrota.

„Ég hélt að þetta væri símaat,“ segir Margrét Erla um símtalið, „en nei, svo var ekki.“ Hún segist hafa gert Jóni ljóst að hún hefði engan áhuga á að vinna fyrir þetta fólk aftur á ævi sinni. Það skuldaði henni pening. „Og fékk þá hið gullna svar: „Þetta er náttúrulega ekki saman fyrirtækið.“

„Nei,“ svaraði ég „en sama fólkið.“ Í þessu símtali hafi kannski siðferðið verið afhjúpað. „Ný kennitala, sama röddin.“

Margrét, sem er einstæð móðir, segist hafa lagt mikið á sig til að vinna sig upp úr því „fjármálagili“ sem launamissirinn hefði valdið og loks farin að sjá til sólar er hún fékk ábyrgðarbréf þess efnis að henni bæri að greiða til baka síðasta reikninginn sem hún hafði fengið greiddan frá Torgi. Sá reikningur var fyrir vinnu hennar í febrúar og hafði hljóðað upp á rúmlega 700 þúsund krónur.

„Ég er búin að vera orðlaus yfir þessu í nokkurn tíma og mjög lítil í mér,“ skrifar Margrét.. Í bréfinu sagði að henni ætti að vera það ljóst að Torg hefði ekki verið borguinaraðili fyrir reikningnum þar sem um gjaldþrot félagsins hefði verið fjallað í fréttum.

Tilboð og gagntilboð

Lögmaður Margrétar bauð þrotabúinu „skiptidíl“ sem fól í raun í sér að þar sem Torg skuldaði henni laun í mánuð og segði nú hana skulda sér sambærilega upphæð kæmi málið út á sléttu. Þessu tilboði var hins vegar hafnað og gagntilboð sett fram: Að Margrét greiddi til baka 80 prósent af „skuld“ sinni.

„Allt þetta er víst löglegt,“ heldur Margrét áfram í færslu sinni. „Þrotabú Torgs neitar að greiða mér laun því ég var verktaki. Þeir krefja mig um að endurgreiða laun því ég var verktaki. Tveir mánuðir sem ég vann á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í vaskinn.“

Hún segist nú íhuga næstu skref og finnst erfitt að viðurkenna fyrir sjálfri sér að „jafnómerkilegir hlutir og peningar skuli hafa svona mikil og langvarandi áhrif á geðheilsu mína“.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Það er nú kominn tími til að stoppa þetta eilífa kennitöluflakk þar sem fólk er skilið eftir í rúst og þetta fólk heldur bara áfram að setja önnur líf í rúst, þetta er barasta glæpamenn sem eiga heima í fangelsi og hana nú.
    0
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Geturðu utskyrt "gerviverktaki" fyrir mig?

    Það er hrikalegt að lenda i svona glæpamönnum,gangi þer allt i haginn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
6
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár