„Ég hef verið hræddari í dag en áður,“ sagði Valdís Ósk Sigríðardóttir þegar ljósmyndari Heimildarinnar hitti hana, börnin hennar og ömmu fyrst, nóttina örlagaríku þegar íbúar bæjarins voru að flýja öfluga jarðskjálfta. Valdís Ósk, börnin hennar þrjú, foreldrar hennar og amma voru þá að leggja af stað að Kaldárhöfða, hús fjölskyldunnar við Sogið. Börnin voru í aftursætinu, amman í framsætinu og sjálf ætlaði Valdís að keyra. Fjórar silkihænur voru líka í bílnum, einnig fimm hundar en sá sjötti og stærsti komst ekki fyrir. „Mamma tekur hann,“ sagði Valdís. Mamma hennar var á leiðinni með eiginmanni sínum og bræðrum Valdísar. „Við erum öll héðan úr Grindavík. Förum í samfloti, tíu saman á ættaróðalið. Það er allt löngu tilbúið, eftir seinasta stóra skjálfta.“
Ísak Þór Ragnarsson, unnusti Valdísar Óskar, er slökkviliðsmaður og var á vaktinni líkt og flestir viðbragðsaðilar þetta kvöld og þessa nótt. „Ég sagði henni náttúrlega að hugsa um börnin. …
Athugasemdir