Spurningaþraut Illuga 24. nóvember 2023

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 24. nóv­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 24. nóvember 2023
Fyrri mynd: Hvaða dýr má sjá á myndinni?

Seinni mynd:

Hér er mynd úr leiksýningu fyrir nokkrum áratugum. Hver er leikkonan?

  1. Fyrrum ráðherra á Bretlandi, Braverman að ættarnafni, ber skírnarnafn ættað úr amerískri sjónvarpsseríu. Hvaða sjónvarpsseríu?
  2. Hún heitir Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir og ber reyndar eitt skírnarnafn enn. Hvaða nafn er það?
  3. Hvað af þessum ríkjum ræður yfir flestum kjarnorkusprengjum: Bandaríkin, Kína, Norður-Kórea, Rússland?
  4. Hvaða frumefni er táknað með O í lotukerfinu?
  5. Úlfljótur nokkur er sagður hafa gegnt tilteknu embætti á Íslandi fyrstur allra. Hvaða embætti?
  6. Hvaða ríki ræður Galapagos-eyjaklasanum?
  7. Hvaða frambjóðandi dró sig til baka rétt fyrir forsetakosningar 1996?
  8. Hvaða ríki vann orrustuna við Midway í síðari heimsstyrjöld?
  9. Grínistinn Ricky Gervais sló í gegn í sjónvarpsseríu einni fyrir rúmum 20 árum. Hvað nefnist hún?
  10. Tyson Fury er íþróttamaður. Hvað stundar hann?
  11. Í hvaða landi er drykkurinn Sangria upprunninn?
  12. En í hvaða landi er borgin Kristianstad?
  13. Vivaldi er m.a. nafn á ítölskum listamanni. Hvernig listamanni?
  14. Fyrir hvaða flokk sat Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á þingi?
  15. „Hart í bak“ er leikrit eftir Jökul Jakobsson. Hvað þýðir „hart í bak“?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri mynd má sjá breiðnef. Á seinni mynd Ólafíu Hrönn leikkonu.
Svör við öðrum spurningum:
1.  Dallas.  —  2.  Guðrún.  —  3.  Rússland.  —  4.  Súrefni.  —  5.  Lögsögumaður.  —  6.  Ekvador. —  7.  Guðrún Pétursdóttir.  —  8.  Bandaríkin.  —  9.  The Office.  —  10.  Hnefaleika.  —  11.  Á Spáni.  —  12.  Í Svíþjóð.  —  13.  Tónskáldi.  —  14.  Framsóknarflokkinn.  —  15.  Beygja skarpt til vinstri.
Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár