Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vildu fella út ákvæði um gjald á húseigendur vegna varnargarða

Minni­hluti alls­herj­ar­nefnd­ar vildi að ákvæði um sér­staka gjald­töku á alla hús­eig­end­ur lands­ins yrði fellt út úr frum­varp um vernd mik­il­vægra inn­viða á Reykja­nesi. Þrátt fyr­ir að því hafi ver­ið hafn­að sam­þykktu þing­menn­irn­ir frum­varp­ið sem varð að lög­um seint í gær­kvöldi.

Vildu fella út ákvæði um gjald á húseigendur vegna varnargarða
Virkjunin varin Bygging varnargarðar við orkuverið í Svartsengi er þegar hafin. Öll framkvæmdin verður greidd úr ríkissjóði og fjármögnuð með gjaldi sem lagt verður á húseigendur. Garðarnir verða allt að átta metrar á hæð. Myndin sýnir mögulegt útlit þeirra. Mynd: Verkís

Rétt fyrir miðnætti í gær, mánudag, voru samþykkt lög á Alþingi um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Þau veita dómsmálaráðherra heimild, að fenginni tillögu ríkislögreglustjóra, að taka ákvörðun um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna sem miða að því að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir verði fyrir tjóni af völdum náttúruvár sem tengist eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga. Þegar er hafin vinna við byggingu garða til verndar orkuveri HS Orku í Svartsengi, sem einnig munu vernda Bláa lónið.

Í tillögu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra verður garðurinn fullbyggður um fjögur hundruð þúsund rúmmetrar að stærð. Hann verður þó byggður í áföngum. Byrjað verðu á því að reisa 2–3 metra varnarlínu sem síðan verður hækkuð upp í að meðaltali átta  metra hæð. Þrátt fyrir að unnið yrði á vöktum og með töluverðum afköstum verktaka má gera ráð fyrir að það taki um 30-40 sólarhringa að fullbyggja garðinn.

Fjármagnað með gjaldi á húseigendur

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að kostnaður við uppbyggingu varnargarðs við Svartsengi sé áætlaður 2,5 milljarðar króna auk 20% óvissu sem gert er ráð fyrir að minnki þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.

Með lagasetningunni er einnig sett á  gjaldtaka til þriggja ára, svonefnt forvarnagjald, sem innheimt verður af brunatryggðum húseignum. Gjaldið rennur í ríkissjóð, segir í greinargerð frumvarpsins, og að því sé ætlað að standa undir kostnaði við fyrirbyggjandi framkvæmdir. Af því leiðir, segir í greinargerðinni, „að allur kostnaður vegna þeirra framkvæmda sem dómsmálaráðherra ákveður að ráðast í“ samkvæmt hinum nýsamþykktu lögum greiðist úr ríkissjóði.

PíratiHalldóra Mogensen.

Minnihluti allsherjarnefndar, sem skipaður er Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata, Bergþóri Ólasyni, Miðflokki og Eyjólfi Ármannssyni, þingmanni Flokks fólksins, gerði þennan hluta frumvarpsins að umfjöllunarefni í áliti sínu á frumvarpinu. Í stað þess að standa undir fyrirséðum útgjöldum við byggingu varnargarða og fleiri framkvæmda með nýjum skatti taldi minnihlutinn „eðlilegast að greiða þessi útgjöld einfaldlega beint úr ríkissjóði“. Í samhengi ríkisfjármála væri ekki um óyfirstíganlega fjárhæð að ræða og því einfaldara að líta til varasjóðs ríkisstjórnarinnar eða bæta útgjöldunum við fjárlög næsta árs.

Hver er asinn?

Forvarnargjaldinu er ætla að vera tímabundið en minnihlutinn bendir í áliti sínu á að í flutningsræðu forsætisráðherra hafi komið skýrt fram að áform væru um að taka upp sambærilega gjaldtöku með varanlegum hætti á næstu árum til að standa straum af kostnaði sem kann að hljótast af aukinni eldvirkni og vaxandi hættu á vatnsflóðum. „Ef ríkisstjórnin telur ástæðu til að koma slíkri gjaldtöku á með varanlegum hætti væri eðlilegt að ræða kosti og galla slíkrar umgjarðar í sjálfstæðu þingmáli sem fengi fulla þinglega meðferð, frekar en að stíga fyrstu skrefin í þá átt með frumvarpi sem afgreitt er á einum degi„. Jafnframt taldi minnihlutinn óljóst hver „asinn“ væri við þann hluta málsins í ljósi þess að gjaldtökuákvæðið á ekki að taka gildi fyrr en um áramótin. Minni hlutinn lagði því til að fella brott þau ákvæði frumvarpsins sem sneru að sérstakri gjaldtöku vegna framkvæmda við varnargarða í nágrenni Svartsengis, og var breytingartillaga þess efnis lögð fram. 

Hún var felld.

En þrátt fyrir að gjaldtakan hafi verið inni í frumvarpinu er um það voru greidd atkvæði eftir þriðju umræðu málsins á Alþingi samþykktu þingmenn minnihluta allsherjarnefndar það enda töldu þeir markmið þess, að byggja varnargarða til að vernda byggðina í Grindavík og nauðsynlega innviði, mikilvægt.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Það var vægast sagt stórundarleg ákvörðun að láta Grindvíkinga taka þátt í fjármögnun varnarmannvirkja umhverfis einkafyrirtæki með skatti á hús þeirra. Jafnvel þó húsin fari ekki undir hraun þá eru mörg þeirra nú þegar mikið skemmd og vel gæti þannig farið að þetta yrðu einu húsin á landinu sem verða Reykjaneseldum að bráð. Það er nokkuð augljóst að þau verða ónothæf það sem eftir er þessa árs nema e.t.v. með ströngum skilyrðum um að íbúar séu reiðubúnir að rýma þau fyrirvaralaust hvenær sem er. Sennilega væri best fyrir alla að miða við að ekki verði föst búseta í Grindavík þetta skólaár.
    0
  • Guðjón Halldórsson skrifaði
    Það vantar að krefjast svar við þeirri einföldu spurningu hvers vegna hluthafar einkafyrirtækjann sem verið er að vernda og bjarga eru ekki látin borga ! og samkvæmt forsætisráðherra, þá kom það ekki til umræðu - hverslags rugl stjórnsýsla og virðingaleysi fyri skattfé er hér í gangi.
    2
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ég hef sagt það áður og ætla að segja það enn og aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er gjörspillt valdaelíta sem svífst einskis. Veit ekki hvernig aðrir flokkar myndu höndla aðstæður sem þessar en eins og þið vitið þá stendur Bjarni Benediktsson fyrir sölu á bönkum og öllu því sem einhver gróði er af, ástæðuna segir hann vera að ríkið eigi ekki að standa í áhættufjárfestingum.

    Við sáum það í Covidinu að sterkefnuð fyrirtæki í einkaeigu þar sem framkvæmdastjórar mala gull og lifa skv. því, fengu rekstrarstyrki og greiddu svo sér sveran arð stuttu síðar. Við sáum þetta í bankasölunni og við sjáum þetta enn. En, svo kemur fallið og hver ber þá ábyrgðina þegar glæpahyskið hefur mergsogið eignir sem við höfum stofnað til?

    Allmenningur borgar en glæpahyskið stofnar nýja kennitölu og byrjar upp á nýtt.

    Bláa Lónið og HS orka er í einkaeigu en forsætisráðherfan er á sömu línu og Bjarni Ben. Alamenningur á að borga þau troða ofaní kokið á okkur tillögu þess efnis að húseigendur skuli greiða. Annaðhvort er Katrín Jakobsdóttir glæpakvendi eða nautheimsk nema að hvort tveggja sé. Það er aldrei betra að koma einhverju í gegn en þegar almenningur er í sjokki og finnur til með þolendum.

    Einkavæða allan gróða og ríkisvæða allt tap. Andskotinn!
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
4
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár