Rétt fyrir miðnætti í gær, mánudag, voru samþykkt lög á Alþingi um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Þau veita dómsmálaráðherra heimild, að fenginni tillögu ríkislögreglustjóra, að taka ákvörðun um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna sem miða að því að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir verði fyrir tjóni af völdum náttúruvár sem tengist eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga. Þegar er hafin vinna við byggingu garða til verndar orkuveri HS Orku í Svartsengi, sem einnig munu vernda Bláa lónið.
Í tillögu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra verður garðurinn fullbyggður um fjögur hundruð þúsund rúmmetrar að stærð. Hann verður þó byggður í áföngum. Byrjað verðu á því að reisa 2–3 metra varnarlínu sem síðan verður hækkuð upp í að meðaltali átta metra hæð. Þrátt fyrir að unnið yrði á vöktum og með töluverðum afköstum verktaka má gera ráð fyrir að það taki um 30-40 sólarhringa að fullbyggja garðinn.
Fjármagnað með gjaldi á húseigendur
Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að kostnaður við uppbyggingu varnargarðs við Svartsengi sé áætlaður 2,5 milljarðar króna auk 20% óvissu sem gert er ráð fyrir að minnki þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.
Með lagasetningunni er einnig sett á gjaldtaka til þriggja ára, svonefnt forvarnagjald, sem innheimt verður af brunatryggðum húseignum. Gjaldið rennur í ríkissjóð, segir í greinargerð frumvarpsins, og að því sé ætlað að standa undir kostnaði við fyrirbyggjandi framkvæmdir. Af því leiðir, segir í greinargerðinni, „að allur kostnaður vegna þeirra framkvæmda sem dómsmálaráðherra ákveður að ráðast í“ samkvæmt hinum nýsamþykktu lögum greiðist úr ríkissjóði.
Minnihluti allsherjarnefndar, sem skipaður er Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata, Bergþóri Ólasyni, Miðflokki og Eyjólfi Ármannssyni, þingmanni Flokks fólksins, gerði þennan hluta frumvarpsins að umfjöllunarefni í áliti sínu á frumvarpinu. Í stað þess að standa undir fyrirséðum útgjöldum við byggingu varnargarða og fleiri framkvæmda með nýjum skatti taldi minnihlutinn „eðlilegast að greiða þessi útgjöld einfaldlega beint úr ríkissjóði“. Í samhengi ríkisfjármála væri ekki um óyfirstíganlega fjárhæð að ræða og því einfaldara að líta til varasjóðs ríkisstjórnarinnar eða bæta útgjöldunum við fjárlög næsta árs.
Hver er asinn?
Forvarnargjaldinu er ætla að vera tímabundið en minnihlutinn bendir í áliti sínu á að í flutningsræðu forsætisráðherra hafi komið skýrt fram að áform væru um að taka upp sambærilega gjaldtöku með varanlegum hætti á næstu árum til að standa straum af kostnaði sem kann að hljótast af aukinni eldvirkni og vaxandi hættu á vatnsflóðum. „Ef ríkisstjórnin telur ástæðu til að koma slíkri gjaldtöku á með varanlegum hætti væri eðlilegt að ræða kosti og galla slíkrar umgjarðar í sjálfstæðu þingmáli sem fengi fulla þinglega meðferð, frekar en að stíga fyrstu skrefin í þá átt með frumvarpi sem afgreitt er á einum degi„. Jafnframt taldi minnihlutinn óljóst hver „asinn“ væri við þann hluta málsins í ljósi þess að gjaldtökuákvæðið á ekki að taka gildi fyrr en um áramótin. Minni hlutinn lagði því til að fella brott þau ákvæði frumvarpsins sem sneru að sérstakri gjaldtöku vegna framkvæmda við varnargarða í nágrenni Svartsengis, og var breytingartillaga þess efnis lögð fram.
Hún var felld.
En þrátt fyrir að gjaldtakan hafi verið inni í frumvarpinu er um það voru greidd atkvæði eftir þriðju umræðu málsins á Alþingi samþykktu þingmenn minnihluta allsherjarnefndar það enda töldu þeir markmið þess, að byggja varnargarða til að vernda byggðina í Grindavík og nauðsynlega innviði, mikilvægt.
Við sáum það í Covidinu að sterkefnuð fyrirtæki í einkaeigu þar sem framkvæmdastjórar mala gull og lifa skv. því, fengu rekstrarstyrki og greiddu svo sér sveran arð stuttu síðar. Við sáum þetta í bankasölunni og við sjáum þetta enn. En, svo kemur fallið og hver ber þá ábyrgðina þegar glæpahyskið hefur mergsogið eignir sem við höfum stofnað til?
Allmenningur borgar en glæpahyskið stofnar nýja kennitölu og byrjar upp á nýtt.
Bláa Lónið og HS orka er í einkaeigu en forsætisráðherfan er á sömu línu og Bjarni Ben. Alamenningur á að borga þau troða ofaní kokið á okkur tillögu þess efnis að húseigendur skuli greiða. Annaðhvort er Katrín Jakobsdóttir glæpakvendi eða nautheimsk nema að hvort tveggja sé. Það er aldrei betra að koma einhverju í gegn en þegar almenningur er í sjokki og finnur til með þolendum.
Einkavæða allan gróða og ríkisvæða allt tap. Andskotinn!