Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Misstu annað heimili sitt þegar allt fór að skjálfa

Venesú­elsk­ir hæl­is­leit­end­ur sem bjuggu í Grinda­vík sakna bæj­ar­ins. Mörg­um hverj­um líð­ur eins og þeir hafi nú misst seinna heim­ili sitt, enda lík­aði þeim af­skap­lega vel við Grind­vík­inga og bæ­inn sjálf­an. Þetta seg­ir einn hæl­is­leit­end­anna, No­ver Pirela.

Misstu annað heimili sitt þegar allt fór að skjálfa
Í Hvalfirði Nover Pirela hér við Hótel Glym þar sem um 20 venesúelskir hælisleitendur sem bjuggu í Grindavík dvelja nú. Þau vona að ástandið fari að batna og þau geti snúið aftur til Grindavíkur, bæjar sem var orðinn nýja heimilið þeirra eftir að þau flúðu Venesúela.

Um 40 venesúelskir hælisleitendur sem bjuggu í sömu byggingunni í Grindavík dvelja nú í Hvalfirði, við Laugarvatn og í Reykjavík. Þau voru send þangað í kjölfar rýmingar vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga.

Nover Pirela er einn þessara hælisleitenda en hann dvelur nú á hótel Glymi með systur sinni Verónicu og um tuttugu öðrum fullorðnum hælisleitendum.

„Við sem erum hér á Hótel Glym höfum það fínt þó við séum langt í burtu,“ segir Nover. „Í Reykjavík er þetta verra. Þar er fólk sem býr ekki við góðar aðstæður, fjölskyldur með börn og óléttar konur.“ 

Ákall um hjálp fyrir hóp hælisleitendanna var sett inn á Facebook-hópinn Aðstoð við Grindvíkinga í gær og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á sjöunda tug manns buðu fram aðstoð sína í formi fatnaðar og nauðsynja við færsluna. 

„Við erum mjög þakklát því við höfum fengið mikla aðstoð,“ segir Nover. „Allir eru að reyna að hjálpa okkur.“

BoltinnVenesúelskir hælisleitendur og grindvískir vinir á fótboltaleik.

„Við vorum mjög ánægð í Grindavík“

Nover segir að til að byrja með hafi hann ekki verið hræddur við skjálftana í Grindavík. En þegar þeir voru orðnir mjög stórir fór honum ekki að standa á sama og hræðsla greip um sig í hópnum.

„Á föstudaginn varð allt vitlaust,“ segir Nover. „Við erum sorgmædd vegna þess að við vorum mjög ánægð í Grindavík og okkur líkaði vel við fólkið. Þetta var nýtt heimili, langt frá heimilinu okkar.“

SystkiniNover og systir hans Verónica. Þau hafa bæði sótt um alþjóðlega vernd hér á landi.

Þannig að þið misstuð í raun annað heimili ykkar?

„Já, við erum að missa annað heimilið okkar og aðra fjölskyldu.“ 

Nover vonar það besta fyrir Grindavík. 

„Við söknum svo bæjarins okkar og við höfum áhyggjur af honum og Grindvíkingum. Við viljum komast þangað aftur eins fljótt og hægt er.“

Kirkjukór GrindavíkurVenesúelskir hælisleitendur hafa tekið þátt í starfi kórsins að undanförnu.
Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár