Í hópnum Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands voru rétt í þessu birtar myndir sem sýna sprungu sem liggur í gegnum Grindavík.
„Stór og löng sprunga hefur opnast á nokkrum stöðum í og við Grindavík vegna kvikuinnskotsins.“
Myndirnar tók Ingibergur Þórir Jónasson, Grindvíkingur, á föstudag klukkan 16.30 við suðvesturhorn Grindavíkur „og sýna skuggalega þróun innan bæjarmarkanna. Tilvist sprungunnar var áður vel þekkt af staðkunnugum og hún nefnd Stamphólsgjá. Sprungan virðst nú hafa gliðnað verulega og jarðvegur fallið ofan í hana,“ segir í færslunni.
„Þegar horft er í átt til bæjarins sést hvernig sprungan stefnir beint í gegnum miðjan bæinn. Þar hverfa ummerki sprungunnar inn undir mannvirki, en af því litla myndefni sem borist hefur úr bænum um helgina er ljóst að mikið tjón hefur hlotist af þessum sprunguhreyfingum.“
Athugasemdir