Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Laufey Lín tilnefnd til Grammy-verðlaunanna

Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir og Ólaf­ur Arn­alds eru til­nefnd til Grammy-verð­laun­anna. Bruce Springsteen er til­nefnd­ur í sama flokki og Lauf­ey.

Laufey Lín tilnefnd til Grammy-verðlaunanna

Tveir Íslendingar eru tilnefndir til Grammy-verðlaunanna 2024. Laufey Lín Jónsdóttir er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundna popptónlistar, sungin tónlist (e.Tra­diti­onal Pop Vocal Alb­um) og Ólafur Arnalds fyrir plötuna Some Kind of Peace (Piano Reworks) í flokknum nýaldarstemmningstónlist (e. Best New Age, Ambient, or Chant Album).

Þetta er fyrsta tilnefning Laufeyjar en Ólafur hefur tvisvar áður hlotið tilnefningu.„Ég trúi þessu ekki!“ segir Laufey Lín í færslu á Instagram. Engir aukvisar eru tilnefndir í sama flokki og hún, en þar má meðal annars finna Bruce Springsteen. 

„Hvað er eiginlega í vatninu hér á landi hljóta margir að spyrja sig?“ skrifar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra í viðbrögðum við tilnefningunum á Facebook. Hún segir þær enga tilviljun. „Þrotlaus vinna og metnaður skili sér í þessum frábæru tilnefningum.“  

„Við Íslendingar getum verið stolt af þeim sem og okkar öfluga tónlistarlífi. Það skiptir máli að halda áfram að hlúa að því eins og þessi nýju og glæsilegu dæmi sanna. Það munum við svo sannarlega gera!“

Dr. Gunni fer fögrum orðum um Laufeyju í dómi um Bewitced í Heimildinni: 

„Hún er að „alþýðuskapi“ og hefur notað möguleika internetsins til hins ítrasta, alsjóuð í öllum Tiktok-töktum, mímum og gervigreindar-töfrabrögðum. Hún er söluhæsti jazzlistamaður samtímans, Norah Jones okkar tíma, og sú sem þykir hafa „bjargað jazzinum“ frá hægum dauða. Það hnussar náttúrlega í hreintrúarmönnum – Þetta er ekki alvöru jazz! – en yfir það heila er jazzgeggjurum vel við Laufeyju og vona að ungir aðdáendur hennar muni feta sig lengra inn á víðerni jazzins.“

Ólafur Arnalds er fullur þakklætis fyrir tilnefninguna og þakkar þeim sem unnu að plötunni sem er tilnefnd.

Grammy-verðlaunin verða afhent 4. febrúar 2024. Hér má sjá allar tilnefningarnar en flestar hlýtur tónlistarkonan SZA. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Gaman þegar svona ung kona er að fást við tónlist sem er gamallar gerðar og nær eyrum fólks með því. Góður listamaður.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár