Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Félag Helga Magnússonar tapaði 2,5 milljörðum króna í fyrra

Eft­ir að hafa selt hlut sinn í Bláa lón­inu á ár­inu 2021, og hagn­ast um 3,2 millj­arða króna, þá varð mik­ill við­snún­ing­ur á rekstri Hof­garða í fyrra. Tap­ið skýrist að mestu vegna þess að hluta­bréf fé­lags­ins lækk­uðu í virði.

Félag Helga Magnússonar tapaði 2,5 milljörðum króna í fyrra
Fjölmiðlar Helgi Magnússon hefur verið stórtækur í fjárfestingum í fjölmiðlum á síðustu árum. Mesta athygli vöktu kaup hans á Fréttablaðinu, sem hætti að koma út í lok mars á þessu ári eftir að útgáfufélag þess fór í þrot. Mynd: Torg

Hof­garðar ehf., félag í eigu Helga Magn­ús­son­ar, tapaði rúmlega 2,5 milljörðum króna á árinu 2022 eftir að búið var að reikna inn 146 milljóna króna reiknaðan tekjuskatt vegna tapreksturs, sem reiknast sem tekjur. Alls var rekstrartapið því nálægt 2,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Hofgarða.

Tapið skýrist að uppistöðu af því að virði hlutabréfa sem Hofgarðar eiga lækkuðu verulega í virði, eða um 1,6 milljarða króna á síðasta ári. Þá var bókfært 409 milljón króna sölutap af hlutabréfum auk þess sem Helgi færði niður kröfur um 707 milljónir króna. 

Sú niðurfærsla var vegna lána sem Hofgarðar höfðu veitt Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins og tengdra miðla, sem Helgi hefur átt að mestu undanfarin ár. Torg var tekið til gjaldþrotaskipta í vor og Fréttablaðið hætti að koma út í lok mars síðastliðins. Alls var kröfum upp á 1,5 milljarð króna lýst í búið. 

Langhæsta krafan, upp á 988 milljónir króna, kom frá Hofgörðum.

Til skoðunar að rifta sölu

Heimildin greindi frá því í byrjun júlí að einungis um 100 milljón króna eignir væru á þeim tíma í þrotabúi Torgs. Síðan þá hefur Landsprent, systurfélag útgáfufélags Morgunblaðsins, keypt prentvél sem notuð var til að prenta Fréttablaðið fyrir ótilgreinda upphæð úr búinu auk þess sem búið reyndi að sækja um rekstrarstyrk í ríkissjóð sem ætlaðir eru fjölmiðlum í rekstri, en var hafnað. 

Til skoðunar hefur verið hjá skiptastjóra Torgs hvort ástæða sé til þess að rifta samningi sem það gerði við Hofgarða í mars 2021. Þá keyptu Hofgarðar vörumerki fjölmiðla út úr Torgi og fyrir það segist Helgi, sem var eigandi beggja félaga, hafa greitt 480 milljónir króna. Auk þess keypti dótturfélag Hofgarða dv.is, hringbraut.is og Iceland Magazine á 420 milljónir króna úr þrotabúi Torgs í lok marsmánaðar 2023, á sama tíma og þeir tilkynntu starfsfólki Torgs að félagið væri að fara í þrot og að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt. Fyrir liggur að sú upphæð var ekki greidd í reiðufé ef miðað er við að eignir þrotabús Torgs duga ekki fyrir forgangskröfum.

Mikill hagnaður 2021 eftir sölu á hlut í Bláa lóninu

Þrátt fyrir mikið tap í fyrra eru Hofgarðar ekki á flæðiskeri statt. Félagið hagnaðist um 3,2 milljarða króna á árinu 2021, þar sem meginskýringin var sala á sex prósenta hlut félagsins í Bláa lóninu til fjárfestingafélagsins Stoða á því ári. Eigið fé Hofgarða fór úr 2,9 milljörðum króna í 5,2 milljarða króna milli áranna 2020 og 2021 vegna þessa.

Í fyrra dróst eigið féð saman vegna ofangreinds taps og þess að félagið borgaði upp 500 milljón króna langtímalán. Alls var eigið fé Hofgarða 3,6 milljarðar króna um síðustu áramót.

Helstu eignir félagsins eru hlutabréf í óskráðum félögum sem metin eru á rúmlega einn milljarð króna og skráð hlutabréf og hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum sem metin voru á rúmlega 1,6 milljarða króna í lok árs 2022. Þá átti félagið óefnislegar eignir sem metnar voru á 480 milljónir króna, en þar er væntanlega um að ræða vörumerki þeirra fjölmiðla sem Helgi keypti út úr Torgi árið 2021 á nákvæmlega þá upphæð.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár