Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vísbendingar um að fólk hafi búið í matvælageymslunni – „Lifandi og dauðar rottur og mýs “

Um­merki voru um að fólk hafi bú­ið í kjall­ar­an­um að Sól­túni 20, það­an sem tonn­um af ónýt­um mat­væl­um var farg­að í haust. Þrifa­fyr­ir­tæk­ið Vy-þrif sem var með kjall­ar­ann á leigu hafði ekki starfs­leyfi til að geyma mat­væli. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur einnig rek­ið veit­inga­keðj­una PhoVietnam og á 40% hlut í Wok On Mat­höll. Þá keypti hann gamla Her­kastal­ann á hálf­an millj­arð fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um.

Vísbendingar um að fólk hafi búið í matvælageymslunni – „Lifandi og dauðar rottur og mýs “
Mikið var af meindýrum í kjallaranum þar sem matvælin voru geymd, rottur og mýs, bæði lifandi og dauðar. Mynd: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Dýnur, koddar, matarílát og tjald er meðal þess sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fann í kjallaranum að Sóltúni 20 þegar það fór þangað í eftirlitsferð í haust vegna ábendinga um ólykt frá kjallaranum. Í bréfi frá heilbrigðiseftirlitinu til þrifafyrirtækisins Vy-þrif ehf., sem var með húsnæðið á leigu, segir að þetta séu dæmi um „vísbendingar um að fólk hafi dvalið á staðnum.“ Þar segir einnig að matvælafyrirtæki séu hvorki ætluð til íbúðar eða gistingar, og að lögreglan hefur verið upplýst um málið.

Keypti gamla Herkastalann

Eigandi Vy-þrifa er Davíð Viðarsson. Hann breytti nýverið nafni sínu en hann hét áður Quang Le. Davíð er stórtækur í veitingarekstri á Íslandi. Hann hefur rekið veitingakeðjuna PhoVietnam, á Vietnam Market á Suðurlandsbraut og á 40% hlut í Wok On Mathöll ehf. Þá á hann fasteignafélagið, NQ fasteignir ehf., áður KSH fasteigir ehf., sem fyrir tæpum tveimur árum keypti fasteignina við Kirkjustræti 2, sem áður hýsti Hjálpræðisherinn, á um hálfan milljarð króna. Við kaupin var gefið út að þar ætti að reka hótel og mathöll.

Frá Sóltúni 20

Rottuskítur og rottuþvag

Samkvæmt gögnum frá heilbrigðiseftirlitinu liggur fyrir að Vy-þrif hafði ekki sótt um starfsleyfi til að geyma matvæli í kjallara að Sóltúni 20, en í eftirlitinu kom í ljós að þar var geymt mikið magn matvæla,, bæði þurrvara og frystivara. Húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt og áttu skaðvaldar, svo sem nagdýr, greiðan aðgang undir vörudyr en einnig upp um opin niðurföll. Greinileg ummerki voru um meindýr á staðnum, bæði rottuskítur og rottuþvag út um allt og ofan á umbúðum matvæla. „Í ljós kom að bæði lifandi og dauðar rottur og mýs voru á staðnum. Við skoðun á matvælum voru greinileg merki um að meindýr höfðu nagað sig í gegnum umbúðir,“ segir í áðurnefndu bréfi.

Frá Sóltúni 20

Við rannsókn málsins hjá heilbrigðiseftirlitinu hefur komið í ljós að í húsnæðinu voru meðal annars geymd 4.912 kg af matvælum sem nýlega voru innflutt til landsins, matvæli sem að mati heilbrigðiseftirlitsins voru ætluð til dreifingar enda magnið slíkt að ólíklegt væri að þau væru ætluð til einkanota. Ljóst er því að mati heilbrigðiseftirlitsins að húsnæðið var notað til geymslu matvæla sem ætluð voru til dreifingar og neyslu en sú skýring leigutaka að matvælin væru þarna geymd fyrir förgun verður ekki talin trúverðug með hliðsjón af gögnum málsins.

Mikið af koddum voru innan um matvælin.

Alvarleg brot sem gætu ógnað neytendum

Að mati heilbrigðiseftirlitsins hefur Vy-þrif brotið fjölmörg ákvæði matvælalaga og reglugerða sem settar hafa verið með stoð í þeim. Um er að ræða alvarleg brot sem gætu hafa ógnað öryggi neytenda og valdið þeim heilsutjóni ef matvælin hefðu ratað til neytenda með beinum eða óbeinum hætti.

Vy-þrif ehf hefur frest til 14. nóvember til að afhenda heilbrigðiseftirlitinu allar upplýsingar um dreifingu matvæla frá Sóltúni. 

Þegar matvælunum í kjallaranum var fargað hafði Davíð óskað eftir því að fá sjálfur starfsfólk til að farga þeim, frekar en að verktakar á vegum heilbrigðiseftirlitsins gerðu það. 

Frá Sóltúni 20

Skortur á kunnáttu

Þann 29. september þegar förgunin átti að fara fram mættu í upphafi dags tveir starfsmenn í kjallara Sóltúns 20 til að vinna að förguninni. Til staðar var gámur, lyftari og brettatrilla en kunnátta starfsmanna á tækin virtist vera af skornum skammti. Framkvæmdin gekk hægt og þrátt fyrir leiðbeiningar heilbrigðisfulltrúa um það sem betur mætti fara, féllu vörur iðulega af brettum, umbúðir rofnuðu og matvæli dreifðust víða. 

Mikill rottugangur var á staðnum, mest í leyni bak við hurðir, bretti og aðra hluti, en þegar bretti voru færð úr stað skutust þær undan og út úr þeim. Starfsmenn voru ekki í viðeigandi hlífðarfatnaði og virtust veigra sér við að taka upp matvælasekki, en fyrir kom að út úr þeim skytust meindýr. Sum meindýranna lentu í gildrum sem búið var að koma fyrir í húsnæðinu og þurfti heilbrigðiseftirlitið að aflífa eina rottu sem var föst í gildru.

Dýnur voru í húsnæðinu.

Fylltu bakpoka af matnum

Um hádegi var búið að fylla einn gám og tveir starfsmenn bættust við fyrir hönd eiganda lagers en þrátt fyrir það gekk áfram illa að koma matvælunum út í gám. Á þeim tímapunkti kom í ljós að starfsmenn við förgunina voru að koma matvælum undan og höfðu hent matvælum í nærliggjandi runna, fyllt bakpoka með matvælum og komið þeim fyrir á ýmsum stöðum utan rýmisins. 

Á svipuðum tímapunkti voru starfsmenn inni á matvælalagernum sem virtu fyrirmæli heilbrigðisfulltrúa að vettugi og reyndu jafnvel að taka af þeim matvæli sem þeir voru að skrá og mynda á staðnum. Báðust þeir afsökunar og sögðu að um mistök væri að ræða.

Frá Sóltúni 20

Starfsmenn þeir sem voru við förgunina virtu skýr fyrirmæli að vettugi og að sögn Davíðs einnig hans skýru fyrirmæli, að því er segir í gögnum heilbrigðiseftirlitsins.

Heilbrigðiseftirlitið tók því ákvörðun um að stöðva förgunina og innsiglaði húsnæðið. Þann 2. október komu síðan verktakar á vegum heilbrigðiseftirlitsins sem sáu um förgunina.

Staðfest er að 19.160 kg af matvælum ásamt brettum og umbúðum fóru í förgun, þar af voru matvæli skráð minnst 18.198 kg.

Frá Sóltúni 20
Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Rannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Starfsemi matvælafyrirtækja stöðvuð ef öryggi almennings er ógnað
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Starf­semi mat­væla­fyr­ir­tækja stöðv­uð ef ör­yggi al­menn­ings er ógn­að

Fram­kvæmda­stjóri heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur seg­ir þau ekki bera skyldu til að upp­lýsa leigu­sala um nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits hjá leigu­taka. Nið­ur­stöð­urn­ar eru hins veg­ar öll­um að­gengi­leg­ar á vef eft­ir­lits­ins. Eng­inn veit­inga­stað­ur hef­ur kall­að eft­ir kerfi þar sem merk­ing­ar um nið­ur­stöðu eft­ir­lits­ins eiga að vera sýni­leg­ar á staðn­um sjálf­um. Slíkt sé þó reglu­lega til skoð­un­ar.
Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Ákall um hjálp frá starfsfólki Pho Vietnam - „Það er ekki komið fram við okkur eins og manneskjur“
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Ákall um hjálp frá starfs­fólki Pho Vietnam - „Það er ekki kom­ið fram við okk­ur eins og mann­eskj­ur“

Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, stétt­ar­fé­lög­um og fleiri að­il­um barst hjálp­ar­beiðni fyr­ir tæpu ári þar sem því er lýst hvernig eig­andi Pho Vietnam læt­ur starfs­fólk sitt end­ur­greiða sér hluta laun­anna í reiðu­fé. Starfs­fólk sé einnig lát­ið vinna á öðr­um stöð­um en ráðn­ing­ar­samn­ing­ur þess seg­ir til um. Dval­ar­leyfi fólks­ins á Ís­landi er í fjög­ur ár bund­ið samn­ingi við vinnu­veit­and­ann.
Gríðarleg aukning á útgefnum sérfræðileyfum til Víetnama síðastliðin þrjú ár
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Gríð­ar­leg aukn­ing á út­gefn­um sér­fræði­leyf­um til Víet­nama síð­ast­lið­in þrjú ár

Fjöldi víet­namskra rík­is­borg­ara sem fengu út­gef­in dval­ar­leyfi á Ís­landi á grund­velli sér­fræði­þekk­ing­ar hef­ur marg­fald­ast síð­ustu þrjú ár­in. Rök­studd­ur grun­ur er um að at­hafna­mað­ur­inn Dav­íð Við­ars­son hafi nýtt sér þessa leið til að flytja fólk til lands­ins.

Mest lesið

Helgi Gunnlaugsson
4
PistillUppgjör ársins 2024

Helgi Gunnlaugsson

Hug­leið­ing­ar af­brota­fræð­ings við ára­mót

Helgi Gunn­laugs­son af­brota­fræð­ing­ur er orð­inn 67 ára og seg­ir ár­in líða sí­fellt hrað­ar með hækk­andi aldri. Í per­sónu­legu sem og fræði­legu upp­gjöri seg­ir hann fjölda mann­drápa veru­legt áhyggju­efni, en þau hafa aldrei ver­ið fleiri á einu ári hér á landi. Þá veki það ugg að börn sem gerend­ur og þo­lend­ur komi meira við sögu í mann­dráps­mál­um en áð­ur.
Árið í myndum: Fólkið sem flúði og fólkið sem mótmælti
5
FréttirUppgjör ársins 2024

Ár­ið í mynd­um: Fólk­ið sem flúði og fólk­ið sem mót­mælti

Ís­lend­ing­ar kynnt­ust þó nokkr­um Palestínu­mönn­um á ár­inu, fólki sem flúði sprengjuregn Ísra­els­hers í heimalandi þeirra. Fjöl­marg­ir stóðu upp og köll­uðu eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd stigu fast­ar til jarð­ar hvað varð­aði and­stöðu við stríð­ið og ein­kennd­ist fyrri hluti árs­ins af mót­mæl­um. Hér er far­ið yf­ir þessa at­burði í mynd­um og nokkr­um orð­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár