Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Arion banki tekur til sín um fjórðung af hlut Árna Odds í Eyri Invest – Hann hættir sem forstjóri Marel

Árni Odd­ur Þórð­ar­son er hætt­ur sem for­stjóri Mar­el vegna per­sónu­legra að­stæðna. Á sama tíma og til­kynnt var um starfs­lok­in var greint frá því að Ari­on banki hefði leyst til sín rúm­lega fjórð­ung eign­ar hans í Eyri In­vest, stærsta eig­anda Mar­el.

Arion banki tekur til sín um fjórðung af hlut Árna Odds í Eyri Invest – Hann hættir sem forstjóri Marel
Hættur Árni Oddur Þórðarson hefur misst frá sér hluta af eign sinni í Marel og er lætur af störfum sem forstjóri eftir áratug á þeim stóli. Mynd: Marel

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, hefur óskað eftir því að láta af störfum frá og með deginum í dag vegna persónulegra ástæðna. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að stjórn félagsins hafi fallist á starfslokin og að Árni Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi aðstoðarforstjóra Marel, taki við starfi forstjóra tímabundið á meðan stjórn mun finna félaginu forstjóra til framtíðar.

Árni Oddur, sem hefur verið forstjóri Marel í tíu ár, og á meðal stærstu hluthafa Marel, í gegnum eignarhlut sinn í Eyri Invest sem á 24,7 prósent í félaginu. Alls átti Árni Oddur 18,1 prósent í Eyri Invest og var næst stærsti eigandi félagsins, sem er stærsti hluthafi Marel. Eini hluthafinn sem á stærri hlut í Eyri Invest er Þórður Magnússon, faðir Árna Odds, með 20,7 prósent.

Staða Árna Odds í Eyri Invest breyttist hins vegar í dag. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands um viðskipti stjórnenda í Marel kemur fram að 31. október síðastliðinn hafi Arion banki, sem lánveitandi og veðhafi, tilkynnt Árna Oddi „að bankinn hefði ákveðið að taka til sín 44.000.000 hluti í Eyri Invest hf., eða sem nemur 4,87 prósent hlutafjár í Eyri Invest hf., sem stóðu til tryggingar láni Árna Odds Þórðarsonar hjá bankanum.“ 

Eignatilfærslan á hlutabréfunum í Eyri fór fram á genginu 34,2 kr. á hlut. Í tilkynningunni segir að ágreiningur sé á milli Árna Odds og Arion banka um lögmæti og útfærslu á þessari ráðstöfun bankans. Eftir viðskiptin á Árni Oddur, beint og óbeint, 13,03 prósent hlutafjár í Eyri Invest hf.

Í tilkynningu sem Árni Oddur sendi frá sér undir kvöldd sagði að ástæðan fyrir því að hann stígi til hliðar sem forstjóri Marels á þessum tímapunkti sé sú réttaróvissa sem skapast hafi vegna aðgerða Arion banka sem eru að hans mati hvorki í samræmi við samninga, lög né viðteknar venjur. „Arionbanki greip til þeirra aðgerða þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings míns við bankann hafi verið fullnægt af minni hálfu, en ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi. Á síðustu stundu bætti bankinn við óaðgengilegum kröfum umfram skilmála lánasamnings, hafnaði innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kaus að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.“

Árni Oddur segir að aðgerð Arion banka hafi verið mótmælt af lögmönnum mínum og málið kynnt Fjármálaeftirlitinu. „Ásamt lögmönnum mínum mun ég nú einbeita mér að því að fá skýrleika í málið og að leysa úr þessari réttaróvissu.“

Markaðsvirðið dregist mikið saman

Rekstur Marel hefur verið undir væntingum á síðustu árum og markaðsvirði félagsins lækkaði um 43,9 prósent á árinu 2022, þegar það fór úr 663,5 millj­örðum króna í tæp­lega 367 millj­arða króna. Markaðsvirðið hefur lækkað um 23,4 prósent það sem af er árinu 2023 og var 282,6 milljarðar króna við lok viðskipta í dag. Það þýðir að markaðsvirðið hefur lækkað um 381 milljarð króna frá byrjun árs í fyrra. 

Árni Oddur hefur verið einn hæst launaði forstjóri landsins undanfarin ár. Laun hans voru um 11,2 millj­ónir króna á mán­uði í fyrra að með­al­tali og lækk­uðu um 14 pró­sent milli ára. Þar munar mestu um 30 milljóna króna bónusgreiðslu sem hann fékk á árinu 2021, en Árni Oddur fékk enga slíka í fyrra. Til við­­bótar við þessi laun þá vann Árni Oddur sér inn umtals­verða kaup­rétti sem metnir voru á 426 þús­und evr­­­ur, um 64,3 millj­­ónir króna, á síð­­asta ári.

Segist vilja lágmarka skaðann fyrir Marel

Árni Oddur sendi frá sér tilkynningu vegna málsins nú undir kvöld.

Hún er eftirfarandi í heild sinni:

„Við faðir minn, Þórður Magnússon, komum inn í hluthafahóp Marel fyrir tæpum tuttugu árum og höfum verið leiðandi fjárfestar í Marel sem stærstu hluthafar í Eyrir Invest. Á þessum tíma hefur vegferð Marel verið ævintýri líkust, félagið er heimsleiðtogi á sviði lausna, hugbúnaðar og þjónustu í matvælaiðnaði. Marel hefur vaxið frá því að vera með 700 starfsmenn og 130 milljónir evra í árlegar tekjur yfir í alþjóðlegt fyrirtæki með starfsstöðvar um allan heim, 7.500 starfsmenn og 1,7 milljarða evra í árlegar tekjur. Á sama tíma hafa þjónustutekjur farið úr 10% í yfir 40% af heildartekjum. Marel er í fararbroddi í nýsköpun og sjálfbærni og hefur lagt lóð á vogarskálarnar til að umbylta matvælaframleiðslu í heiminum. Marel hefur verið fyrirmynd í viðskipta- og sprotaumhverfi á Íslandi og hefur stutt íslenskan sjávarútveg til aukinnar sjálfbærni og arðsemi.

 Hluthafar félagsins hafa notið góðs af þeim árangri sem náðst hefur, en árleg meðalávöxtun, þar á meðal hjá íslenskum lífeyrissjóðum og almenningi, hefur verið yfir 10 prósent. Þó að síðasta ár hafi verið viðskiptavinum krefjandi vegna ytri aðstæðna, þá var unnið að öflugri viðspyrnu innan félagsins og sáust þess skýr merki í nýjasta uppgjöri félagsins þar sem kostnaðargrunnur hefur lækkað mikið, sjóðsstreymi er gríðarlega sterkt og greinendur á markaði eru sammála um að félagið sé verulega undirverðlagt. 

Ástæðan fyrir því að ég stíg til hliðar sem forstjóri Marels á þessum tímapunkti er sú réttaróvissa sem skapast hefur vegna aðgerða Arionbanka sem eru hvorki í samræmi við samninga, lög né viðteknar venjur, en bankinn hefur leyst til sín hlutabréf mín í Eyri Invest, sem er leiðandi fjárfestir í Marel. Arionbanki greip til þeirra aðgerða þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings míns við bankann hafi verið fullnægt af minni hálfu, en ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi. Á síðustu stundu bætti bankinn við óaðgengilegum kröfum umfram skilmála lánasamnings, hafnaði innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kaus að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.

Aðgerð Arionbanka hefur verið mótmælt af lögmönnum mínum og málið kynnt Fjármálaeftirlitinu. Ásamt lögmönnum mínum mun ég nú einbeita mér að því að fá skýrleika í málið og að leysa úr þessari réttaróvissu. 

Til að lágmarka líkur á því að þessi staða sem upp er komin skaði Marel, sem mér er svo kært, hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri. Mér er ljúft að segja, að skarð mitt verður auðfyllt, þar sem Marel hefur á að skipa einstökum hópi hæfileikaríks starfsfólks. Ég mun gera allt til að ná farsælli lausn mála og vonast til að geta tekið þátt í framtíðar verðmætasköpun Marel sem hluthafi í félaginu.

Eftir stendur, að á þessum tímamótum er ég fullur þakklætis fyrir þann tíma sem ég hef leitt Marel. Ég deili skoðun erlendra greinenda sem meta hlutabréf félagsins verulega undirverðlögð og mæla sterklega með kaupum. Ég er óendanlega stoltur af því sem öflugur starfsmannahópur félagsins hefur áorkað saman og veit að Marel mun vaxa og dafna og halda áfram að leiða framþróun í matvælaframleiðslu í heiminum.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
4
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár