Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Lífríki og ásýnd yrði fyrir „stórskaða“ með brú yfir sundin

Íbúa­sam­tök Grafar­vogs segj­ast fagna því að loks­ins eigi að hefjast handa við gerð Sunda­braut­ar en eru af­ar ósátt við að Vega­gerð­in setji að­eins fram einn val­kost, þver­an­ir víka og voga á fyll­ing­um og brúm, á við­kvæm­asta hluta leið­ar­inn­ar. Þau krefjast þess að göng alla leið verði tek­in til skoð­un­ar.

Lífríki og ásýnd yrði fyrir „stórskaða“ með brú yfir sundin
Þverun sundanna Þverun á fyllingum og brú er eini valkosturinn sem Vegagerðin setur fram fyrir Sundabraut allt frá Gufunesi og yfir á Kjalarnes. Mynd þessi var sýnd á kynningarfundum um framkvæmdina í haust. Hún byggir á eldri hugmyndum um útfærslur en getur þó, að sögn Vegagerðarinnar, gefið einhverja hugmynd um umfang mannvirkja. Mynd: Vegagerðin

Íbúasamtök Grafarvogs krefjast þess að umhverfisáhrif jarðganga frá Gufunesi og yfir á Álfsnes verði metin til jafns við þveranir og brýr í umhverfismati Sundabrautar. Vegagerðin rifjar hins vegar upp í nýrri matsáætlun að möguleikar á jarðgöngum á þeirri leið hafi verið metnir áður og að hæðarlega þeirra hafi reynst mjög erfið. Jarðgangalausnir séu því aðeins taldar koma til greina undir Kleppsvík. Þá sé kostnaður við jarðgöng 2,5-3,5 sinnum hærri en fyrir veg á yfirborði. „Lausnirnar eru því mjög dýrar og því líklega með neikvæða arðsemi,“ segir í matsáætluninni.

Enda er vegur á yfirborði allt frá Gufunesi og yfir Kollafjörð, á landi, landfyllingum og brúm, eini valkosturinn sem Vegagerðin áformar að taka til mats á umhverfisáhrifum Sundabrautar.

„Um leið og við fögnum því að loksins eigi að hefja gerð Sundabrautar viljum við gera alvarlegar athugasemdir að ekki sé gert ráð fyrir öðru en þverunum frá Gufunesi í Gunnunes sem ögrar miklu náttúruverndagildi svæðisins, enda er það friðlýst, sem og lífsgæðum íbúa,“ segir í ítarlegri umsögn Íbúasamtaka Grafarvogs við matsáætlunina.  

Samtökin benda á að á sínum tíma, er Sundabraut var síðast til alvarlegrar skoðunar fyrir hrun, hafi þau átt fulltrúa í samráðshópi um verkefnið. Þá hafi hins vegar 2. og 3. hluti framkvæmdarinnar, þ.e. frá Gufunesi að Kjalarnesi, aldrei verið kynntir. Hluti þeirrar leiðar er einmitt innan vinsælla útivistarsvæða í Grafarvogi sem og um Geldinganes sem einnig er í dag nýtt til útivistar. Gera samtökin alvarlegar athugasemdir við áformin nú, gefa þurfi lífríki og ásýnd svæðisins gaum enda gæti það orðið fyrir „stórskaða“ ef málin verða ekki skoðuð til hlítar.

Í umsögn samtakanna er rifjað upp að í samráðshópnum á sínum tíma hafi verið unnið arðsemismat sem „sýndi svart á hvítu“ að jarðgöng frá Gufunesi og undir Kleppsvík, sem kæmu upp við Kirkjusand, væru arðbærust. „Það sem hefur gerst í millitíðinni er að borgaryfirvöld hafa gert allt til að koma í veg fyrir að besta leiðin væri farin,“ segja samtökin.

Eins segjast samtökin ítrekað hafa gert athugasemdir við að borgaryfirvöld virðist markvisst hafa unnið að því að koma í veg fyrir Sundabraut með að skipuleggja íbúðabyggð í áformuðu vegstæði hennar í Gufunesi. „Þannig að nú á að etja íbúum saman sem kjósa bíllausan lífsstíl við þjóðbraut,“ skrifa samtökin í umsögn sinni. „Þetta vissi borgin.“

Göng eða brúÁ kortunum eru sýndir valkostir um leiðir Sundabrautar um Gufufnes eftir því hvort göng eða brú yfir Kleppsvík yrði fyrir valinu. Brautin færi svo, samkvæmt eina valkosti Vegagerðarinnar, á fyllingu út í Geldinganes og á fyllingu og brú yfir í Gunnunes.

Ein helsta athugasemd íbúasamtakanna snýr að skorti á valkostum á viðkvæmasta hluta framkvæmdarinnar, þ.e. út í Geldinganes og þaðan á fyllingum og brúm út í Gunnunes. „Að þar sem að mest áhrif hefur á umhverfið sé einungis gert ráð fyrir þverunum og brúm, versta mögulega kosti ólíkt því sem á við um fyrsta verkhlutann.“

Samtökin leggja því til að Skipulagsstofnun geri kröfu um að í næsta skrefi umhverfismats verði áhrif jarðganga til jafns við þveranir og brýr tekin til mats.

Við mat á umhverfisáhrifum Sundabrautar frá Gufunesi í Gunnunes sé nauðsynlegt að horfa til tveggja þátta: Náttúruverndar og mikilvægi hennar fyrir íbúa  og hljóðvistar byggðanna við framkvæmdasvæði í Gufunesi, Borgum, Víkum, Staðarhverfi og Mosfellsbæ. „Náttúruvernd er hvergi mikilvægari en í nágrenni við þéttbýli,“ segir svo í umsögninni. „Gildi óspilltrar náttúru fyrir lífsgæði íbúa og vellíðan verða seint ofmetin og er það stutt fjölda rannsókna.“

Munni á LaugarnesiMeðal kosta sem skoðaðir hafa verið, og Íbúasamtök Grafarvogs skilja ekki í að komi ei lengur til greina, er að munni Sundaganga kæmi upp á landfyllingu við Kirkjusand.

Blikastaðakró og Leiruvogur hafi verið friðlýst árið 2022 eftir áralanga baráttu íbúa og annarra velunnara.  Svæðið sé alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði, þar búi um 20 landselir og að auki sé það eitt helsta róðrarsvæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu enda Kayakklúbburinn með aðstöðu í nágrenninu. Góðir göngustígar umlyki friðlýsta svæðið þar sem þúsundir manna njóta návistar við náttúruna án umferðarskarkala. „Allir þessir þættir munu verða fyrir miklum neikvæðum og óafturkræfum afleiðingum af þverunum,“ segja Íbúsamtök Grafarvogs. „Með því að leggja Sundabraut með þverunum og brúm er hljóðvist íbúa ógnað þar sem umferðarhávaði magnast við að skella á haffletinum.“

Loks benda samtökin á þau neikvæðu áhrif sem þveranir fjarða, víka og voga hafa á lífríki innan þeirra þar þær loki fyrir eðlileg sjóskipti á sjávarföllum. „Slíkt hefði sérstaklega alvarlegar afleiðingar í Blikastaðakró og Leiruvogi vegna þess hversu grunnar víkurnar eru.“

Með tilliti til allra þessara þátta gera íbúasamtök Grafarvogs kröfu um að umhverfisáhrif jarðganga verði metin til jafns við þveranir og brýr í umhverfismati Sundabrautar.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • JÖLA
  Jón Örn Loðmfjörð Arnarson skrifaði
  Þessi áætlun virðist ekki taka fyrir samfélagslega þætti.
  Það vekur furðu að hin ótrúlega nýting og upphefð samfélags í Gufunesi skuli ekki metið að verðleikum.
  Þar á ég við kvikmyndaver á heimsmælikvarða sem hefur gert ótrúlega hluti fyrir samfélagið og við fengið að njóta í mörgum viðburðum. Fyrir utan starfsemi sem hefur halað ómældu inn í samfélagið, þá má ekki gleyma því sem mörlandinn virðist njóta, Eurovision.
  En hvers vegna borgin reisti húsnæði fyrir þurfandi í nándinni veit ég ekki.
  Þó svo að örugglega flestir hafi leynda getu til ýmissa verka.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sundabraut

Mest lesið

Landskjörstjórn neitar að gefa upp hverjir hafa náð tilskildum meðmælafjölda
2
FréttirForsetakosningar 2024

Lands­kjör­stjórn neit­ar að gefa upp hverj­ir hafa náð til­skild­um með­mæla­fjölda

Lands­kjör­stjórn neit­ar að veita fjöl­miðl­um upp­lýs­ing­ar um hvaða for­setafram­bjóð­end­ur hafa náð lág­marks með­mæla­fjölda í ra­f­rænni und­ir­skrifta­söfn­un. Heim­ild­in tel­ur að henni beri að veita upp­lýs­ing­ar á grund­velli upp­lýs­ingalaga í ljósi þess að lands­kjör­stjórn er stjórn­sýslu­nefnd sem heyr­ir und­ir ráðu­neyti.
Heimilið er að koma aftur í tísku
4
Innlit

Heim­il­ið er að koma aft­ur í tísku

Í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík fá nem­end­ur tæki­færi til að læra allt sem við kem­ur því að reka heim­ili, auk þess sem þau læra hannyrð­ir. Kenn­ar­ar í skól­an­um segja hann frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir líf­ið en flest­ir nem­end­ur eru um tví­tugs­ald­ur­inn. Þá eru kenn­ar­arn­ir sam­mála um að hrað­inn í sam­fé­lag­inu sé orð­in mik­ill og þá sé fátt betra en að hægja á sér inni á heim­il­inu og sinna áhuga­mál­um sín­um og sér í leið­inni.
Upp á (þing)pallinn - Greifi á Alþingi
5
Helgi skoðar heiminn

Upp á (þing)pall­inn - Greifi á Al­þingi

Bassa­leik­ari hinn­ar goð­sagnak­endu sveit­ar Greif­anna, er einn af þing­vörð­um Al­þing­is. Jón Ingi Valdi­mars­son hef­ur gegnt starf­inu í sjö ár og þyk­ir gera það með sóma. Viddi, æsku­vin­ur hans og Greifi, seg­ir fáa betri drengi til en Jón. Fjöru­tíu ár eru síð­an hljóm­sveit­in var stofn­uð, kom sá og sigr­aði. Af­gang­inn skrifa menn um í sögu­bók­um. Hef­ur ekki áhrif á hæfi Bald­urs Þór­halls­son­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
8
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
3
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
6
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
3
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár