Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Sundabrú verður „mótmælt kröftuglega“ með öllum ráðum

Brú yf­ir Klepps­vík í tengsl­um við Sunda­braut myndi ganga þvert á sam­þykkt­ir borg­ar­stjórn­ar og þvert á vilja íbúa, seg­ir formað­ur Íbúa­sam­taka Laug­ar­dals. Sunda­brú yrði íbú­um til „mik­ill­ar ánauð­ar og eigna­tjóns“.

Sundabrú verður „mótmælt kröftuglega“ með öllum ráðum
Höfnin Sundabrú myndi liggja yfir Sundahöfn, yfir Kleppsvíkina og að landfyllingu á Gufuneshöfða, handan víkurinnar. Ef þessi kostur verður valinn þarf hins vegar að færa athafnasvæði Samskipa því stærri skip kæmust einfaldlega ekki undir brúna. Mynd: Golli

Ef „hraðbraut á þjóðvegi 1“ verður hleypt beint inn í Langholtshverfi með komu Sundabrautar yrði um meiriháttar breytingu á forsendum þess að búa þar að ræða. „Ljóst má vera að öllum hugmyndum um brú, þvert á gildandi samþykktir borgarstjórnar, og þvert á vilja íbúa hverfisins, verður mótmælt kröftuglega á öllum stigum með öllum þeim úrræðum sem íbúar hafa til að forða hverfi sínu frá stórslysi.“

Íbúasamtök Laugardals eru langt í frá spennt fyrir Sundabraut sem myndi, hvort sem hún yrði lögð í göngum yfir Kleppsvík eða á brú, hafa áhrif á umferðarþunga um Voga, Sund, Langholt og fleiri nálæg hverfi. Í ítarlegri umsögn samtakanna um matsáætlun Sundabrautar sem og um fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, er bent á ótvíræða hagsmuni íbúa á þessu svæði sem þegar glími við mikla bílaumferð.

„Það er ljóst að ef af þessari framkvæmd verður þá er brýnt að hagsmunir íbúa hverfisins fái vægi til jafns við aðrar lífverur á svæðinu og ekki er hægt að horfa fram hjá lýðheilsuþáttum s.s. umhverfismengunar í nábýli við leikskóla eða aukna slysahættu af umferð nálægt skólum,“ segir í umsögn samtakanna sem formaður þeirra, Lilja Sigrún Jónsdóttir, ritar.

Vegagerðin leggur til tvo valkosti um þverun Kleppsvíkur, þ.e. Sundabrú annars vegar og Sundagöng hins vegar. Hábrú, sem eitt sinn var talin kostur, er ekki lengur á teikniborðinu. Slík brú þyrfti að vera yfir 50 metrar á hæð svo undir hana kæmust skip. Enn er þó brúarkosti haldið inni. Hún myndi tengjast inn á Sæbraut í gatnamót við Holtaveg og liggja svo á brú yfir hafnarsvæðið og Kleppsvík og lenda loks á landfyllingu út af Gufuneshöfða, samkvæmt því sem segir í matsáætlun framkvæmdarinnar. En undir hana kæmust ekki stór skip og því þyrfti, ef brúin yrði fyrir valinu, að færa athafnasvæði Samskipa.

Lega og lengd Sundaganga myndi markast af því hversu djúpt þau þyrftu að fara undir sjávarbotn í Kleppsvík. Miðað er við 35-40 metra undir föstum botni. Göngin myndu tengjast inn á Sæbraut á tveimur stöðum; til vesturs í Laugarnesi við Dalbraut og til suðurs þar sem hún tengist inn í framlengingu á fyrirhuguðum stokk í Sæbraut milli Holtavegar og Kleppsmýrarvegar. Sundabrú er talin vera um 14 milljarða króna ódýrari kostur en Sundagöng.

Brú eða göng?Sundabraut þyrfti að leggja í annað hvort göngum eða á brú yfir Kleppsvík.

Lilja bendir á að íbúasamtökin hafi tekið virkan þátt í samráði um Sundabraut á árunum 2005-2007 ásamt Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og íbúasamtökum Grafarvogs. Í því samráði hafi verið farið vandlega yfir málin, hugsanlegar lausnir, umferðarspár, hagkvæmni og umhverfisáhrif á íbúa ef af yrði. „Niðurstaðan var skýr, fyrir íbúa væru göng heppilegasta lausnin, á ytri leið, sú lausn sem helst myndi hlífa íbúum við miklum áhrifum umferðar og mengunar,“ segir Lilja. Undir þetta hafi borgarstjórn tekið og samþykkt einróma snemma árs 2008 að Sundabraut yrði í göngum.

Árið 2021 hefst umræðan aftur, með samkomulagi ríkis og borgar, „og allt í einu er gert ráð fyrir brú sem þverar hafnarsvæði Samskipa og framhald hennar á síðan að liggja í plani beint inn í Laugardalshverfi um Holtaveg, Langholtsveg, Álfheima,“ segir í umsögn íbúasamtakanna. Á þessu svæði eru fleiri en einn leikskóli, grunnskóli, frístundaheimili sem og þétt byggð íbúa „sem yrðu mjög útsett fyrir mengun og umferðarhættu, enda er talið að tugþúsundir bíla myndu fara um þessa brú á degi hverjum“. Ekki sé hægt að gera ráð fyrir öðru en að mikill fjöldi þeirra færi þessa leið í gegnum hverfið, „íbúum til mikillar ánauðar og eignatjóns“.

Upplifa sig sem þolendur

Helstu rökin með brú í stað ganga er að hún sé mun ódýrari. Í þeim tillögum sem kynntar hafa verið á eftir að reikna inn eignatjón íbúa, þær aukatengingar sem þarf fyrir hafnarsvæði og hver eigi þá að greiða fyrir að stór hluti Sundahafnar verður ekki nothæfur, því ekki eru ný hafnarmannvirki ókeypis,“ skrifar Lilja.

Hún segir að á kynningarfundum um Sundabraut, sem Vegagerðin hélt víða um borgina í haust, hafi íbúar í Laugardal lýst sér sem þolendum framkvæmdarinnar. „Það er mjög brýnt að hagsmuni íbúa í Laugardal aðlægt Sundabraut séu metnir að fullu, lífsgæði, lýðheilsa og öryggismál. Skipulagsferlar af því taki sem hér er fylgt eru lögfestir til að tryggja gæði borgarinnar sem búsetu- og vinnustaðar. Þar verða íbúar að geta treyst að réttur þeirra til heilsusamlegs umhverfis verði virtur.“

Ef ákveðið verður að byggja Sundabraut leggja íbúasamtök Laugardals eindregið til að farin verði gangaleið „og öllum áætlunum um brú verði kastað fyrir róða, enda verði aldrei nokkur sátt um þær“.

Samkvæmt samkomulagi sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir árið 2021 yrði Sundabraut, hin tíu kílómetra langi þjóðvegur frá Elliðavogi til Kjalarness, fjármögnuð með veggjöldum. „Ekki er gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdarinnar úr ríkissjóði,“ segir í samkomulaginu. Þar kemur einnig fram að stefnt sé að því að framkvæmdir við Sundabraut geti hafist „eigi síðar en 2026 og brautin verði tekin í notkun 2031, með eðlilegum fyrirvörum um niðurstöðu samráðs og umhverfismats“.

Umhverfismat framkvæmdarinnar hófst nú í haust með útgáfu matsáætlunar. Um 70 umsagnir og athugasemdir, langflestar frá íbúum á áhrifasvæði Sundabrautar, bárust. Næsta skref í umhverfismati er að fara yfir allar umsagnir og bregðast við þeim í umhverfisskýrslu sem Skipulagsstofnun tekur loks til álits. Vegagerðin reiknar með að niðurstaða stofnunarinnar gæti legið fyrir næsta vor.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sundabraut

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
7
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár