Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Vilja ekki „fjögurra akreina þjóðveg“ í bakgarðinn

Er nokk­urra mín­útna sparn­að­ur á ferða­tíma þess virði að raska nátt­úru, úti­vist­ar­svæð­um og spilla út­sýni þús­unda? „Það að leggja um­ferð­ar­mann­virki þvers og kruss um sund­in blá er ekki smá­mál,“ seg­ir íbúi í Grafar­vogi um áform­aða Sunda­braut. Marg­ir vilja göng í stað brúa um við­kvæm­ustu svæð­in en það hef­ur Vega­gerð­in sleg­ið út af borð­inu.

„Ég legg til að það verði fundin önnur leið fyrir þessa vegagerð eða sleppa henni alveg,” segir Anna Kristín Björnsdóttir sem er meðal þeirra tuga höfuðborgarbúa sem tjáð hafa skoðun sína á Sundabraut í tengslum við útgáfu matsáætlunar framkvæmdarinnar. Sú ætlun er fyrsta skrefið í umhverfismati sem á að ljúka á næsta ári.

Og Anna Kristín er ekki ein um þessa skoðun. „Göng alla leið eða ekki neitt“ er álit margra og núll-kostur, það að byggja einfaldlega ekki Sundabraut, sömuleiðis. Eða eins og Dagur Páll Ammendrup orðar það: „Þessi framkvæmd mun skemma útivistarsvæðið í Gufunesi. Notum peninginn í annað.”

Sundabraut hefur verið á teikniborðinu í fleiri áratugi í einni eða annarri mynd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún er tekin til mats á umhverfisáhrifum, hin áformaða þjóðbraut sem myndi liggja frá Langholtshverfi, um Kleppsvík, Gufunes, út í Geldinganes, yfir …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár