Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lífríki og ásýnd yrði fyrir „stórskaða“ með brú yfir sundin

Íbúa­sam­tök Grafar­vogs segj­ast fagna því að loks­ins eigi að hefjast handa við gerð Sunda­braut­ar en eru af­ar ósátt við að Vega­gerð­in setji að­eins fram einn val­kost, þver­an­ir víka og voga á fyll­ing­um og brúm, á við­kvæm­asta hluta leið­ar­inn­ar. Þau krefjast þess að göng alla leið verði tek­in til skoð­un­ar.

Lífríki og ásýnd yrði fyrir „stórskaða“ með brú yfir sundin
Þverun sundanna Þverun á fyllingum og brú er eini valkosturinn sem Vegagerðin setur fram fyrir Sundabraut allt frá Gufunesi og yfir á Kjalarnes. Mynd þessi var sýnd á kynningarfundum um framkvæmdina í haust. Hún byggir á eldri hugmyndum um útfærslur en getur þó, að sögn Vegagerðarinnar, gefið einhverja hugmynd um umfang mannvirkja. Mynd: Vegagerðin

Íbúasamtök Grafarvogs krefjast þess að umhverfisáhrif jarðganga frá Gufunesi og yfir á Álfsnes verði metin til jafns við þveranir og brýr í umhverfismati Sundabrautar. Vegagerðin rifjar hins vegar upp í nýrri matsáætlun að möguleikar á jarðgöngum á þeirri leið hafi verið metnir áður og að hæðarlega þeirra hafi reynst mjög erfið. Jarðgangalausnir séu því aðeins taldar koma til greina undir Kleppsvík. Þá sé kostnaður við jarðgöng 2,5-3,5 sinnum hærri en fyrir veg á yfirborði. „Lausnirnar eru því mjög dýrar og því líklega með neikvæða arðsemi,“ segir í matsáætluninni.

Enda er vegur á yfirborði allt frá Gufunesi og yfir Kollafjörð, á landi, landfyllingum og brúm, eini valkosturinn sem Vegagerðin áformar að taka til mats á umhverfisáhrifum Sundabrautar.

„Um leið og við fögnum því að loksins eigi að hefja gerð Sundabrautar viljum við gera alvarlegar athugasemdir að ekki sé gert ráð fyrir öðru en þverunum frá Gufunesi í Gunnunes sem ögrar miklu náttúruverndagildi svæðisins, enda er það friðlýst, sem og lífsgæðum íbúa,“ segir í ítarlegri umsögn Íbúasamtaka Grafarvogs við matsáætlunina.  

Samtökin benda á að á sínum tíma, er Sundabraut var síðast til alvarlegrar skoðunar fyrir hrun, hafi þau átt fulltrúa í samráðshópi um verkefnið. Þá hafi hins vegar 2. og 3. hluti framkvæmdarinnar, þ.e. frá Gufunesi að Kjalarnesi, aldrei verið kynntir. Hluti þeirrar leiðar er einmitt innan vinsælla útivistarsvæða í Grafarvogi sem og um Geldinganes sem einnig er í dag nýtt til útivistar. Gera samtökin alvarlegar athugasemdir við áformin nú, gefa þurfi lífríki og ásýnd svæðisins gaum enda gæti það orðið fyrir „stórskaða“ ef málin verða ekki skoðuð til hlítar.

Í umsögn samtakanna er rifjað upp að í samráðshópnum á sínum tíma hafi verið unnið arðsemismat sem „sýndi svart á hvítu“ að jarðgöng frá Gufunesi og undir Kleppsvík, sem kæmu upp við Kirkjusand, væru arðbærust. „Það sem hefur gerst í millitíðinni er að borgaryfirvöld hafa gert allt til að koma í veg fyrir að besta leiðin væri farin,“ segja samtökin.

Eins segjast samtökin ítrekað hafa gert athugasemdir við að borgaryfirvöld virðist markvisst hafa unnið að því að koma í veg fyrir Sundabraut með að skipuleggja íbúðabyggð í áformuðu vegstæði hennar í Gufunesi. „Þannig að nú á að etja íbúum saman sem kjósa bíllausan lífsstíl við þjóðbraut,“ skrifa samtökin í umsögn sinni. „Þetta vissi borgin.“

Göng eða brúÁ kortunum eru sýndir valkostir um leiðir Sundabrautar um Gufufnes eftir því hvort göng eða brú yfir Kleppsvík yrði fyrir valinu. Brautin færi svo, samkvæmt eina valkosti Vegagerðarinnar, á fyllingu út í Geldinganes og á fyllingu og brú yfir í Gunnunes.

Ein helsta athugasemd íbúasamtakanna snýr að skorti á valkostum á viðkvæmasta hluta framkvæmdarinnar, þ.e. út í Geldinganes og þaðan á fyllingum og brúm út í Gunnunes. „Að þar sem að mest áhrif hefur á umhverfið sé einungis gert ráð fyrir þverunum og brúm, versta mögulega kosti ólíkt því sem á við um fyrsta verkhlutann.“

Samtökin leggja því til að Skipulagsstofnun geri kröfu um að í næsta skrefi umhverfismats verði áhrif jarðganga til jafns við þveranir og brýr tekin til mats.

Við mat á umhverfisáhrifum Sundabrautar frá Gufunesi í Gunnunes sé nauðsynlegt að horfa til tveggja þátta: Náttúruverndar og mikilvægi hennar fyrir íbúa  og hljóðvistar byggðanna við framkvæmdasvæði í Gufunesi, Borgum, Víkum, Staðarhverfi og Mosfellsbæ. „Náttúruvernd er hvergi mikilvægari en í nágrenni við þéttbýli,“ segir svo í umsögninni. „Gildi óspilltrar náttúru fyrir lífsgæði íbúa og vellíðan verða seint ofmetin og er það stutt fjölda rannsókna.“

Munni á LaugarnesiMeðal kosta sem skoðaðir hafa verið, og Íbúasamtök Grafarvogs skilja ekki í að komi ei lengur til greina, er að munni Sundaganga kæmi upp á landfyllingu við Kirkjusand.

Blikastaðakró og Leiruvogur hafi verið friðlýst árið 2022 eftir áralanga baráttu íbúa og annarra velunnara.  Svæðið sé alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði, þar búi um 20 landselir og að auki sé það eitt helsta róðrarsvæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu enda Kayakklúbburinn með aðstöðu í nágrenninu. Góðir göngustígar umlyki friðlýsta svæðið þar sem þúsundir manna njóta návistar við náttúruna án umferðarskarkala. „Allir þessir þættir munu verða fyrir miklum neikvæðum og óafturkræfum afleiðingum af þverunum,“ segja Íbúsamtök Grafarvogs. „Með því að leggja Sundabraut með þverunum og brúm er hljóðvist íbúa ógnað þar sem umferðarhávaði magnast við að skella á haffletinum.“

Loks benda samtökin á þau neikvæðu áhrif sem þveranir fjarða, víka og voga hafa á lífríki innan þeirra þar þær loki fyrir eðlileg sjóskipti á sjávarföllum. „Slíkt hefði sérstaklega alvarlegar afleiðingar í Blikastaðakró og Leiruvogi vegna þess hversu grunnar víkurnar eru.“

Með tilliti til allra þessara þátta gera íbúasamtök Grafarvogs kröfu um að umhverfisáhrif jarðganga verði metin til jafns við þveranir og brýr í umhverfismati Sundabrautar.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Þessi áætlun virðist ekki taka fyrir samfélagslega þætti.
    Það vekur furðu að hin ótrúlega nýting og upphefð samfélags í Gufunesi skuli ekki metið að verðleikum.
    Þar á ég við kvikmyndaver á heimsmælikvarða sem hefur gert ótrúlega hluti fyrir samfélagið og við fengið að njóta í mörgum viðburðum. Fyrir utan starfsemi sem hefur halað ómældu inn í samfélagið, þá má ekki gleyma því sem mörlandinn virðist njóta, Eurovision.
    En hvers vegna borgin reisti húsnæði fyrir þurfandi í nándinni veit ég ekki.
    Þó svo að örugglega flestir hafi leynda getu til ýmissa verka.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sundabraut

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár