Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tvær tillögur en samt skiptir máli „að þjóð eins og okkar tali einum rómi“

Tvær þings­álykt­un­ar­til­lög­ur hafa ver­ið lagð­ar fram á Al­þingi um átök­in og ástand­ið fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs. Pírat­ar, Sam­fylk­ing, Flokk­ur Fólks­ins og tveir þing­menn Vinstri grænna vilja að að­gerð­ir Ísra­els­hers í Palestínu verði for­dæmd­ar og kalla eft­ir taf­ar­lausu vopna­hléi af mann­úð­ar­ástæð­um. Á sama tíma legg­ur Við­reisn fram álykt­un sem er sam­hljóða breyt­ing­ar­til­lögu Kan­ada á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Tvær tillögur en samt skiptir máli „að þjóð eins og okkar tali einum rómi“
Samstaða „Í tillögunni er tekið skýrt fram að þótt Ísrael hafi rétt til þess að verja sig sé sá réttur ekki takmarkalaus,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, um þingsályktunartillögu flokksins þar sem það er lagt í hendur Alþingis að fordæma hryðjuverkaárásir Hamas og síðan árásir Ísraelshers gegn almennum borgurum og á borgaralega innviði á Gaza-svæðinu. Mynd: Bára Huld Beck

„Í tillögunni er tekið skýrt fram að þótt Ísrael hafi rétt til að verja sig er sá réttur ekki  takmarkalaus,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, þegar hann vakti athygli á þingsályktunartillögu Viðreisnar um að fordæma hryðjuverkaárásir Hamas í Ísrael og árásir Ísraelshers gegn almennum borgurum í Palestínu, í störfum þingsins í upphafi þingfundar. 

Þingsályktunartillagan er samhljóða breytingartillögu Kanada sem lögð var fyrir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðarinnar 27. október við afgreiðslu ályktunar þess efnis að koma á mannúðarvopnahléi á Gaza tafarlaust. Tillagan var lögð fram af Jórdönum. Í breytingartillögu Kanada var lagt til að árás Hamas-samtakanna á ísraelska borgara yrði fordæmd samtímis. Á hana féllst meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna ekki. Utanríkisráðuneytið segist hafa stutt tillögu Kanada og þar sem ekki hafi náðst samstaða um hana hafi Ísland setið hjá. 

„Það hefur auðvitað verið mjög dapurlegt að fylgjast með því hvernig utanríkisráðuneytið og forsætisráðuneytið og hæstvirtir ráðherrar þar hafa verið að skiptast á fréttatilkynningum þar sem menn eru að leiðrétta hver annan um það hver hin raunverulega afstaða Íslands ætti að vera,“ sagði Sigmar, sem vonast til þess að tillaga Viðreisnar verði til þess að „allir þingmenn Íslendinga sameinist í því sem er rétt að gera og sem allar vinaþjóðir okkar stóðu saman að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.“

„Það er okkar von að þessi samstaða náist því að það skiptir mjög miklu máli í svona viðkvæmu og erfiðu og langvinnu átakamáli fyrir botni Miðjarðarhafs að þjóð eins og okkar tali einum rómi,“ sagði Sigmar jafnframt. 

Þetta er ekki fyrsta þingsályktunartillagan um vopnahlé á Gaza. Í gær var þingsályktunartillögu Pírata útbýtt á Alþingi þess efnis að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Heimildin greindi frá því fyrir helgi að Jódís Skúladóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna væru meðal þeirra tíu þingmanna sem standa að tillögunni. 

„Ef samkenndin væri drifkraftur stjórnmálanna þá væru engin stríð“

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, ræddi átökin fyrir botni Miðjarðarhafs einnig í upphafi þingfundar. Hann sagði okkur manneskjunum vera eðlislægt að finna til þegar brotið er á öðrum manneskjum.

„Læknum, hjúkrunarfólki og öðrum sem horfa upp á erfiða hluti er oft sagt að þau megi ekki tengjast skjólstæðingum of persónulegum böndum því að þá gæti orðið flókið að starfa með þeim í þeim erfiðu aðstæðum sem fram undan geta verið. Á sama hátt er okkur stjórnmálamönnum sagt að hugsa ekki um einstaka mál heldur hag heildarinnar,“ sagði Gísli, sem telur þetta hins vegar vera kolranga nálgun. 

SamkenndEf samkenndin væri drifkraftur stjórnmálanna þá væru engin stríð, að mati Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata.

„Það er akkúrat með því að tengjast einstaklingum og virkja þar með samkenndina sem við fáum drifkraftinn og skilninginn á því hvað þarf að gera, hvað þarf að bæta og hvað þarf að setja fókusinn á. Ef samkenndin væri drifkraftur stjórnmálanna þá væru engin stríð, þá væri engin fátækt því að þá værum við löngu búin að nota þær sterku tilfinningar sem samkenndin vekur innanbrjósts hjá okkur til þess að bæta þann heim sem við lifum í.“

Hvað sem tveimur þingsályktunartillögum líður er staðan enn sú að Ísland hefur fordæmt árásir Hamas á Ísrael en ekki árásir Ísraelshers á Gaza. Ríkisstjórn kom saman til fundar venju samkvæmt í morgun en þar var utanríkisstefna Íslands hvað varðar átökin fyrir botni Miðjarðarhafs ekki á dagskrá. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár